Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 83
81
Guðjón stundaði nám í Hérðasskólanum á Núpi. Árið 1924
hóf hann búskap í Villingadal og bjó þar, uns eldur og skriður
eyðilögðu bæ hans og tún. Flutti hann þá í Borgarfjörð, keypti
jörðina Steinsholt í Leirársveit 1936 og bjó þar óslitið til ársins
1971, að hann flutti til Reykjavíkur og hóf störf hjá Sláturfélagi
Suðurlands.
Konu sína Katrínu Jónu Jörundsdóttur frá Álfadal á Ingj-
aldssandi missti hann árið 1956. Þau eignuðust 8 börn og eru 7 á
lífi. Þá eignaðist Guðjón eina dóttur með ráðskonu sinni, Mar-
gréti Hildi Jóhannsdóttur.
Guðjón Guðmundsson var óvenjumikill dugnaðar- og iðju-
maður, er aldrei féll verk úr hendi. Hann var mjög eftirsóttur til
vinnu og vann sér í hvívetna traust og góðvild manna. Hann var
góður söngmaður og söng í áratugi í kirkjukór, fyrst í Sæ-
bólskirkju og síðar í Leirárkirkju.
Sigurbjöm Ásmundsson verkamaður, Merkurteigi 10, Akranesi,
andaðist 30. júní 1980 og var jarðsettur frá Akraneskirkju 9. júlí.
Sigurbjörn var fæddur í Belgholtskoti í Melasveit 14. janúar
1898. Foreldar hans voru Ásmundur Þorláksson bóndi þar og
síðar í Fellsaxlarkoti í Skilmannahreppi, ættaður frá Ósi í sömu
sveit, og kona hans Kristbjörg Þórðardóttir frá Tungutúni í
Andakíl.
Sigurbjörn stundaði sjómennsku frá fimmtán ára aldri og
fram yfir fimmtugt. Stundaði eftir það verkamannavinnu,
lengst og síðast hjá Haraldi Böðvarssyni & Co hf., en einnig um
skeið hjá Sementsverksmiðjunni. Hann var úrvalsmaður að
dugnaði, trúmennsku og heiðarleika, ljúfmenni hið mesta og
drengskaparmaður. Hann var fórnfús og vinnuglaður, sívökull
°g sístarfandi iðjumaður.
Eftirlifandi kona Sigurbjörns er Hildur Björnsdóttir frá Hóli í
Lundarreykjardal. Þau eignuðust 3 börn, sem öll eru á lífi.
Sjö ára drengur, Sólmundur Amar Haraldsson, Belgsholti, Mela-
sveit, lést af slysförum 22. júlí 1980 og var útför hans gerð frá
6