Borgfirðingabók - 01.12.1981, Side 84
82
Leirárkirkju 29. sama mánaðar. Hann var sonur hjónanna Har-
aldar Magnússonar bónda og Sigrúnar Sólmundardóttur.
Sólmundur var fæddurá Akranesi 1. maí 1973. Hann varskýr
og efnilegur drengur, bjartur og broshýr.
Atli Þór Helgason, úrsmíðameistari, Melteigi 7, Akranesi,
drukknaði í Norðurá að kvöldi hins 7. ágúst 1980. Utför hans
var gerð frá Akraneskirkju 14. sama mánaðar að viðstöddu
meira fjölmenni en þar hefur áður sést viðjarðarfarir. Hann var
fæddur á Akranesi 19. janúar 1950. Foreldrar hans voru Helgi
Júlíusson úrsmiður frá Leirá og kona hans Hulda Jónsdóttir.
Atli stundaði úrsmíðanám fyrst hjá föður sínum, en síðan í
Ringsted í Danmörku. Þá stundaði hann framhaldsnám hjá
Omegaverksmiðjunum í Sviss. Að loknu námi vann hann lengst
af við verslun og fyrirtæki föður síns og hafði einkum með
höndum úraviðgerðir og margs konar þjónustu og fyrirgreiðslu
fyrir fólk. Hann bjó yfir mikilli þekkingu um allt, er að úr-
smíðum laut, var laginn og næmur, verkfús og verkhagur, hafði
næmt auga fyrir vélum og tækni og kunni á þeim hlutum glögg
og örugg skil. Hann var maður mjög vinsæll, hjálpfús og greið-
vikinn, glaður og góðlyndur. Hann tók virkan þátt í félags-
málum, m.a. í Kiwanisklúbbnum Þyrli og Badmintonfélagi
Iþróttabandalags Akraness.
Eiginkona Atla, Sigríður Óladóttir, húsmæðrakennari frá
Akranesi, lifir mann sinn ásamt þremur ungum börnum þeirra
hjóna.
Sigurður Finnbogason Júlíusson, Dalbraut 29, Akranesi. F. 6. okt.
1888, d. 23. jan. 1980. Hann fæddist að Þverá í Norðurárdaf í
A.-Húnavatnssýslu. For.: Júlíus Guðmundsson ogSólveig Krist-
jánsdóttir. Hann kvændst 1925 Guðbjörgu Guðjónsdóttur ætt-
aðri úr Miðfirði. Þau bjuggu í Kálfshamarsvík. Þau fluttust til
Akraness 1943. Guðbjörg andaðist 5. des. 1965. Þau hjón eign-
uðust 7 börn. Ævistarf Sigurðar var sjómennska. Jarðsunginn í
Görðum 2. febr. 1980.