Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 85
83
Björn Guðmundsson, Jaðarsbraut 39, Akranesi. F. 25. sept. 1903,
d. 25. jan. 1980. Hann fæddist á Drangsnesi í Steingrímsfirði.
For.: Guðmundur Guðmundsson og Ragnheiður Halldórs-
dóttir. Hann ólst upp í Bæ í Steingrímsfirði í fjölmennum syst-
kinahópi (Bæjarættin). Búfræðingur frá Hólum 1924. Kvæntist
Sigrúnu Eggertínu Björnsdóttur ættaðri úr Svarfaðardal 1. jan.
1926. Stunduðu búskap á ýmsum stöðum til 1955. Fluttu þá til
Akraness. Þau eignuðust 7 börn.
Björn starfaði mikið að félagsmálum á yngri árum. Jarð-
sunginn í Görðum 2. febr. 1980.
Gunnlaugur Jónsson, Hátúni 26, Keflavík. F. 20. nóv. 1920, d. 29.
jan. 1980. For.: Jón Gunnlaugsson og Guðrún Samúelsdóttir.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim á
Akranes upp úr 1940. Hann lærði trésmíði og stundaði húsa-
smíðar um langt skeið. Hann kvæntist Guðrúnu Halldórsdóttur
frá Hafnarfirði 11. okt. 1947. Þau eignuðust 6 börn.
Gunnlaugur flutti með fjölskyldu sína til Keflavíkur árið
1972. Jarðsunginn í Görðum 9. febr. 1980.
Sigurður Oddsson, Kjalardal Skilmannahreppi. F. 8. okt. 1899,
d. 3. febr. 1980. Hann fæddistað Klöpp á Akranesi. For.: Oddur
Guðmundsson og Halldóra Guðmundsdóttir. Ólst upp á Akra-
nesi hjá foreldrum sínum. Hóf búskap í Kjalardal 1922.
Kvæntist 1924 Helgu Jónsdóttur frá Arkarlæk í sömu sveit. Þau
bjuggu í Kjalardal allan sinn búskap. Börn þeirra eru 7 talsins.
Sigurður var áhugasamur og góður bóndi. Jarðsunginn í
Görðum 9. febr. 1980.
Bjami Bjamason, Vallarbraut 1, Akranesi. F. 29.júní 1895, d. 13.
febr. 1980. Hann fæddist í Bolungarvík. For.: Bjarni Þorláksson
°g Jóna Jónsdóttir. Faðir hans drukknaði áður en drengurinn
feddist. Hann ólst upp hjá móður sinni til 10 ára aldurs en þá
lést hún. Eftir það hjá vandalausum. Hann kvæntist 1915 Frið-
gerði Skarphéðinsdóttur. Þau eignuðust 11 börn. Friðgerður
Í