Borgfirðingabók - 01.12.1981, Side 86
84
lést 5. júlí 1943.Bjarni kvæntistöðru sinni 1946. Var síðari kona
hans Olöf Jóna Jónsdóttir. Þau bjuggu í Hnífsdal til 1951, en
fluttu þá til Akraness. Þau eignuðust eina dóttur. Bjarni
stundaði landbúnað, sjómennsku og verkamannavinnu á lífsleið
sinni og var talinn dugnaðar maður. Dvaldist á Sjúkrahúsi Akra-
ness frá 1977. Jarðsunginn í Görðum 22. febr. 1980.
Ingjaldur Þorbergur Sveinsson Vesturgötu 81, Akranesi. F. 24.júní
1901, d. 11. mars 1980. Hann fæddist í Nýlendu á Akranesi.
For.: Sveinn Magnússon og Sigríður Ingjaldsdóttir. Móður sína
missti hann tveggja ára gamall. Olst upp á Akranesi hjá móður-
ömmu sinni, Þorbjörgu Sveinsdóttur og síðar hjá föður sínum.
Þorbergur fór að stunda sjóinn 14 ára gamall og var sjó-
mennskan ævistarf hans. Hann kvæntist aldrei en átti alltaf
athvarf hjá systur sinni, Jónínu og manni hennar Sverri
Bjarnasyni.
Þorbergur fór á Hrafnistu í Reykjavík 1971 og dvaldist þar
síðustu árin sem hann lifði. Jarðsunginn í Görðum 22. mars
1980.
Ragnar Heiðar Felixson, Vesturgötu 109, Akranesi. F. 22. apríl
1938, d. 13. mars 1980. Hann fæddist á Akranesi. For.: Felix
Eyjólfsson og Magnhildur Jónsdóttir. Hann ólst upp hjá for-
eldrum sínum. Dvaldi mikið hjá móðurbróður sínum, Guð-
mundi Jónssyni á Innra-Hólmi. Eftir að Ragnar var uppkominn
stundaði hann bifreiðaakstur á Akranesi, var m.a. við mjólkur-
flutninga. Hann kvæntist 20. júlí 1962 Elísabetu Karlsdóttur.
Þau eignuðust 4 börn.
Ragnar var listrænn maður og fékkst talsvert við listmálun í
frístundum sínum. Jarðsettur í Görðum 20. mars 1980.
Jón Edward Reimarsson, Suðurgötu 46, Akranesi. F. 14. jan. 1942,
d. 23. mars 1980. Hann fæddist í Keflavík, sonur hjónanna
Reimars Marteinssonar og Jóhönnu Gísladóttur. Hann ólst upp
í Keflavík hjá foreldrum sínum. Hann starfaði hjá Keflavíkurbæ