Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 87
85
í almennri daglaunavinnu. Fluttist á Akranes 1970. Hóf þá nám í
vélvirkjun og lauk sveinsprófi 1974. Starfaði við iðngrein sína
eftir það.
Hann kvæntist 20. júlí 1968 Lilju Líndal Gísladóttur frá
Akranesi. Þau eignuðust tvö born og auk þess ólst sonur Lilju
upp hjá þeim. Jarðsunginn í Görðum 29. mars 1980.
Sigríkur Sigríksson, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. F. 18. sept.
1900, d. 17. mars 1980. Hann fæddist að Akrakoti í Innri-
Akraneshrepp. For.: Sigríkur Eiríksson og Sumarlína Sumar-
liðadóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum. Hann kvæntist
Elku Guðrúnu Aradóttur frá Sólmundarhöfða 30. okt. árið
1926. Þau skildu eftir fárra ára sambúð. Börn þeirra eru tvö og
eina dóttur eignaðist Sigríkur nokkrum árum síðar.
Sigríkur var sjómaður lengstan hluta ævi sinnar. Hann
starfaði mikið að félagsmálum og var m.a. formaður sjómanna-
deildar Verkalýðsfélags Akraness um margra ára skeið. Jarð-
sunginn í Görðum 26. mars 1980.
Sigtryggur Fríðbjöm Bjamason, Suðurgötu 80, Akranesi. F. 7.
mars 1899, d. 14. apríl 1980. Hann fæddist í Bæjarstæði á
Akranesi. For.: Bjarni Brynjólfsson og Hallfríður Steinunn Sig-
tryggsdóttir. Sigtryggur ólst upp hjá foreldrum sínum. Fór
ungur að stunda sjóinn og sótti hann fast um áratuga skeið.
Hann kvæntist 24. ágúst 1929 Sigríði Sigfúsdóttur frá Nes-
kaupstað. Þau eignuðust 2 börn. Jarðsunginn í Görðum 23. apríl
1980.
Hjalti Bjömsson, Grundartúni 2, Akranesi. F. 22. júlí 1914 að
Nesi í Norðfirði, d. 5. sept. 1980. For.: Björn Emil Bjarnason og
Guðbjörg Bjarnadóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum.
Fór ungur að heiman. Var m.a. í siglingum um nokkurt skeið.
Dvaldist í Danmörku og Þýskalandi 1934-45. Heim kominn
settist Hjalti að á Akranesi og kvæntist Sigríði Einarsdóttur frá
Bakka á Akranesi, 26. okt. 1946. Þau eiga eina dóttur.