Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 88
86
Á Akranesi lauk Hjalti prófi í vélvirkjun og vann við þá iðn-
grein upp frá því. Hann var félagshyggjumaður og mikill tungu-
málamaður. Jarðsunginn í Görðum 13.sept. 1980.
Leifur Matthías Finnsson, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. F.
22. okt. 1899, d. l.júní 1980. Hann fæddist að Bæ í Bæjarsveit í
Borgarfirði. For.: Finnur Sigurðsson ogÞorbjörg Þorleifsdóttir.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum. Bjuggu þau á nokkrum
stöðum í Borgarfirði en fluttu svo suður í Garð. Þar stundaði
Leifur einkum sjósókn. Hann kvæntist árið 1921 Sigurveigu
Brynjólfsdóttur frá Lambastöðum í Garði. Þau eignuðust 4
börn. Þau fluttu til Akraness árið 1929. Þar gerðist Leifur bif-
reiðastjóri hjá H.B. & Co. Vann hann samfleytt hjá því fyrirtæki
til sjötugs, eða á meðan heilsan leyfði. Jarðsunginn í Görðum 10.
júní 1980.
Oddur Ólafsson, Heiðargerði 6, Akranesi. F. 19. júní 1918, d. 22.
ág. 1980. Hann fæddist að Hrísum í Helgafellssveit. For.: Ólafur
Lárusson og Elísabet Jónsdóttir. Hann ólst upp á Hellissandi hjá
foreldrum sínum. Lærði klæðskeraiðn í Hafnarfirði. Flutti svo á
Akranes og vann þar í nokkur ár að iðngrein sinni. Árið 1946
gerðist hann vörubifreiðastjóri og síðustu árin vann hann við
smíðar og almenna daglaunavinnu.
Oddur kvæntist 22. nóv. 1943 Friðmeyju Jónsdóttur frá
Akranesi. Þau eignuðust 3 börn. Jarðsunginn í Hafnarfirði 28.
águst 1980.
Halldór Sigurðsson Amason, Fuglafirði, Færeyjum. F. 29. des.
1924, d. 2. sept. 1980. Hann fæddist að Ási á Akranesi. For.:
Árni Sigurðsson og Guðríður Margrét Þórðardóttir. Hann ólst
upp hjá foreldrum sínum. Fór í Flensborgarskóla og lauk þaðan
gagnfræðaprófi. Einnig lauk hann stýrimannaprófl ogiðnskóla-
prófi sem netagerðarmaður. Hann kvæntist árið 1948 Guðríði
Margréti Erlendsdóttur frá Akranesi. Þau eignuðust 4 dætur.
Margrét lést 27. ágúst 1964. Síðustu 11 árin dvaldist Halldór í