Borgfirðingabók - 01.12.1981, Síða 89
87
Fuglafirði í Færeyjum og starfaði þar sem netagerðarmaður.
Jarðsunginn í Görðum 10. sept. 1980.
Magnús Guðberg Eliasson, Vesturgötu 95, Akranesi. F. 20. júlí
1897, d. 14. sept. 1980. Hann fæddist að Kirkjubóli í Hróf-
bergshreppi, í Strandasýslu. For.: Elías Guðmundsson og Ingi-
björg Kristinsdóttir. Hann missti föður sinn þegar hann var
tveggja ára. Ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Guðbrandi
Guðbrandssyni. Fór ungur að vinna fyrir sér bæði á sjó og landi.
Magnús kvæntist árið 1936 Emilíu Jósefínu Þórðardóttur frá
Munaðarnesi í Árneshreppi. Þau bjuggu að Veiðileysu til 1960.
Fluttu þá til Djúpuvíkur og bjuggu þar til 1979, er þau fluttu til
Akraness. Þau hjónin eisrnuðust 6 börn. íarðsunginn í Görðum
20. sept. 1980.
Elis Ríkharð Guðjónsson, Garðabraut 13, Akranesi. F. 27. jan.
1906, d. 21. sept. 1980. Hann fæddist að Sanddalstungu í Norð-
urárdal í Borgarfirði. For.: Guðjón Jónsson og Guðbjörg Jóns-
dóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum. Fór ungur að sjá
fyrir sér sjálfur, fyrst sem vinnumaður í Borgarfirðinum, síðar
sem sjómaður á Suðurnesjum. Hann fluttist á Akranes 1946. Þar
stundaði hann sjóinn um árabil, en síðustu árin var hann starfs-
maður hjá Akranesbæ.
Hann kvæntist árið 1931 Guðlaugu Guðjónsdóttur frá
Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Þau eignuðust 7 börn. Jarð-
sunginn í Görðum 30. sept. 1980.
Olafur Guðmundsson, Skagabraut 17, Akranesi. For.: Guð-
mundur Sigurðsson og Þóra Helgadóttir. Hann fæddist að
Svanga (nú Haga) í Skorradal. Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum til 10 ára aldurs, eftir það hjá móðurbróður sínum,
Jóhanni Helgasyni í Grafardal í Skorradalshreppi. Var í vinnu-
mennsku þar til hann hóf búskap með unnustu sinni, Kristínu
Jónsdóttur frá Ausu í Andakílshreppi. Þau settust að í Miðvogi í
Innri-Akraneshreppi og bjuggu þar í 42 ár, en árið 1945 fluttu