Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 90
88
þau á Akranes. Þau eignuðust 5 börn. Kristín lést 8. apríl 1955.
Síðustu fjögur árin dvaldist Olafur á ellideild Sjúkrahússins á
Akranesi. Jarðsunginn í Görðum 3. okt. 1980.
AuðunnJúlíusJónsson, Vesturgötu 73, Akranesi. F. 20. júní 1904,
d. 2. nóv. 1980. Hann fæddist að Króki í Norðurárdal. For.: Jón
Magnússon og Snjólaug Guðmundsdóttir. Hann ólst upp hjá
foreldrum sínum. Fór ungur að stunda sjóinn. Fluttist til
Akraness árið 1928 ásamt Ástu systur sinni. Þau settust að í
Lindarbekku (nú Vesturgötu 73) og tóku foreldra sína til sín.
Framan af ævi stundaði Auðunn sjóinn. Réðist svo til H.B. & Co
og starfaði við verslun fyrirtækisins um langt árabil. Hann var
ókvæntur og barnlaus. Jarðsunginn í Görðum 8. nóv. 1980.
Ingólfur Agústsson, Skarðsbraut 3, Akranesi. F. 7. des. 1927, d. 17.
nóv. 1980. Hann fæddist að Gauksmýri í V.-Húnavatnssýslu.
For.: Gunnar Ágúst Halldórsson og Ingibjög Jóhanna Ingólfs-
dóttir. Fjölskyldan átti heima á Hvammstanga til 1945, þá fluttu
þau hjón með börnum sínum til Akraness og settust að á Sól-
mundarhöfða.
Ingólfur átti við veikindi að stríða á unga aldri, þjáðist af
fótarmeini, sem hann bar merki um alla ævi. Hann starfaði
lengst af hjá H.B. & Co í niðursuðuverksmiðjunni. Hann var
frábær starfsmaður og lagtækur mjög.
Ingólfur kvæntist 17. apríl 1954 Ólöfu Sigríði Magnúsdóttur
frá Akranesi. Þau eignuðust 3 börn. Jarðsunginn í Görðum 25.
nóv. 1980.
Marta Elin Dýrfinna Oddsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi. F. 21. maí 1894, d. 18. jan. 1980. Hún fæddist í
Eskiholti í Borgarhepp. For.: Oddur Jónsson og Guðfinna Þóra
Þórðardóttir. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún giftist
Ásgeiri Jónssyni frá Hjarðarholti í Stafholtstungum 2. ágúst
1919. Þau bjuggu fyrst í Eskiholti, síðan í Borgarnesi, en lengst
að Haugum í Stafholtstungum. Þau eignuðust 2 dætur. Til