Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 91
89
Akraness fluttu þau 1948. Ásgeir andaðist 14. febr. 1963. Elín
fluttist á Dvalarheimilið Höfða í janúar 1978. Jarðsett í Hjarð-
arholti 26. jan. 1980.
GuðbjörgEinarsdóttir, Skólabraut 25, Akranesi. F. 26. mars 1892,
d. 21. jan. 1980. Hún fæddist í Oddsbæ á Akranesi. For.: Einar
Gíslason og Guðlaug Sigurðardóttir. Hún ólst upp hjá for-
eldrum sínum. Giftist árið 1910 Jóni Jónssyni skósmið og sjó-
manni, ættuðum af Vatnsleysuströnd. Þau eignuðust 6 börn.
Jón lést 16. jan. 1940. Eftir það hélt Guðbjörg heimili með
börnum sínum. Fluttist árið 1950 til Guðlaugar dóttur sinnar og
dvaldist á heimili hennar á meðan heilsa leyfði. Þrjú síðustu árin
var hún á ellideild Siúkrahúss Akraness. larðsungin í Görðum
25. jan. 1980.
Magný Sigurlaug Ólafsdóttir, Stillholti 1, Akranesi. F. 19. nóv.
1911, d. 20 mars 1980. Hún fæddist í Vestmannaeyjum. For.:
Olafur Ástgeirsson og Kristín Jónsdóttir. Hún ólst upp hjá
foreldrum sínum og átti heimili sitt hjá þeim þar til hún árið
1935 hóf búskap með unnusta sínum, Oskari Kortssyni, ætt-
uðum undan Eyjafjöllum. Þau settust að á Akranesi og bjuggu
þar alla tíð. Þau eignuðust 3 dætur. Jarðsungin í Görðum 28.
mars 1980.
Elínborg Benediktsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. F. 16.
sept. 1906, d. 28. maí 1980. Hún fæddist í Þórðardal í Fells-
hreppi í Strandasýslu. For.: Benedikt Guðbrandsson frá Smá-
hömrum og Oddfríður Jóhannsdóttir frá Hvammstanga. Hún
ólst upp hjá móður sinni að mestu leyti. Giftist 25. des. 1925
Birni Halldórssyni frá Bolungarvík. Þau bjuggu á Smáhömrum
á meðan Björn lifði. Hann lést 1932. Þau eignuðust 5 börn.
Fluttist til Hólmavíkur 1932. Var hjá Jónatan bróður sínum,
kaupfélagsstjóra þar, í nokkur ár. Hélt heimili með börnum
sínum, Óla og Matthildi um árabil. Kom til Akraness 1966.
Dvaldist þar í skjóli Óla sonar síns. Fór á Dvalarheimilið Höfða
haustið 1978. Jarðsungin í Kollafjarðarnesi 6.júní 1980.