Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 93
91
Sumarið 1972 fluttistjóhanna til Akraness og átti þar heimaupp
frá því. Jarðsungin á ísafirði 22. ágúst 1980.
Jónína Lilja Pálsdóttir, Bjarkargrund 31, Akranesi. F. 15. jan.
1909, d. 5. sept. 1980. Hún fæddist á Isafi/ði. For.: Páll Ein-
arsson og Pálína Jónsdóttir. Hún fluttist með foreldrum sínum
til Reykjavíkur um þriggja ára aldur. Faðir hennar drukknaði
þegar hún var 5 ára. Eftir það ólst hun upp hjá móður sinni.
Hún giftist 18. okt. 1930 unnusta sínum, Jóni M. Guðjónssyni
frá Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Hann var þá við guð-
fræðinám í Háskóla íslands. Sr. Jón vígðist sem aðstoðarprestur
á Akranesi 1933 og þjónaði þar um eins árs skeið. Árin 1934-46
sátu þau hjónin í Holti undir EyjaQöllum. Frá 1946 áttu þau
heimili á Akranesi, en þar var sr. Jón prestur og síðustu árin
einnig prófastur Borgarfjarðarprófastsdæmis til ársloka 1974.
Þau eignuðust 11 born. Lilja var orðlögð fyrir dugnað og mynd-
arskap. Jarðsungin í Görðum 17.sept. 1980.
Ólöf Sigríður Jónasdóttir, Vífilsgötu 11, Reykjavík. F. 9. maí 1890
d. 9. nóv. 1980. Hún fæddist að Fossá í Barðastrandahreppi.
For.: Jónas Guðmundsson og Petrína Helga Einarsdóttir. Fjög-
urra ára gömul missti hún föður sinn. Var hún þá tekin í fóstur
af hjónunum Ólafi Bergsveinssyni og Ólínu Jónsdóttur í
Hvallátrum á Breiðafirði. Þar ólst hún upp. Vann við matseld og
ráðskonustörf í allmörg ár, fyrst að Sólbakka í Önundarfirði og
síðar á ísafirði. Giftist 29. maí 1923 Ingólfi Árnasyni frá
Bolungarvík. Þau bjuggu á ísafirði. Börn þeirra eru fjögur. Þau
fluttu til Reykjavíkur 1961. Árið 1975 fór Ólöf á Sjúkrahúsið á
Akranesi og dvaldi þar upp frá því í skjóli Árna yfirlæknis
Ingólfssonar, sonar síns. Jarðsungin í Fossvogi 14. nóv. 1980.
Bergný Katnn Magnúsdóttir, Vogabraut 40, Akranesi. F. 11. ágúst
1892, d. 20. des. 1980. Hún fæddist að Saurbæ í Kolbeinsdal í
Skagafirði. For.: Magnús Gunnlaugsson og Guðrún Bergs-
dóttir. Flutti með foreldrum sínum að Ytri-Hofdölum í Skaga-