Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 94
92
flrði 1901 og ólst þar upp. Hún giftist árið 1921 Birni
Guðmundssyni frá Eyri í Flókadal. Þau bjuggu fyrst í Skagafirði,
síðan í Hornafirði. Til Reykjavíkur fluttu þau 1944 og síðustu
árin áttu þau heima á Akranesi. Þau eignuðust 4 börn og einn
son átti Bergný áður en hún giftist. Björn andaðist árið 1972.
Jarðsungin í Fossvogi 30. des. 1980.
AF VETTVANGI KIRKJUNNAR
Héraðsfundur Borgarfjarðarprófastsdæmis fyrir árið 1980
var haldinn í Reykholti sunnudaginn 26. október. Fundurinn
hófst með messu í Reykholtskirkju kl. 11. Séra Brynjólfur Gísla-
son í Stafholti prédikaði, en séra Geir Waage í Reykholti og séra
Jón Einarsson í Saurbæ þjónuðu fyrir altari. Organleikari var
Bjarni Guðráðsson. Guðsþjónustan fór fram samkvæmt nýjum
tillögum handbókarnefndar.
Settur prófstur, séra Jón Einarsson, flutti hugleiðingu og bæn
og gaf síðan yfirlitsskýrslu um helstu atriði kirkulegs starfs í
prófastsdæminu á liðnu ári, auk þess sem hann skýrði frá helstu
málum á yfirstandandi kirkjuþingi. Einnig greindu prestar frá
helstu atriðum kirkjulegs starfs og kirkjulegra verkefna í
sóknum sínum. Þá minntist prófastur sérstaklega frú Lilju Páls-
dóttur, fv. prófastsfrúar, og Finns Arnasonar, fv.eftirlitsmanns
með prestssetrum.
I yfirlitsskýrslu prófasts kom m.a. fram, að messur í prófasts-
dæminu árið 1979 voru samtals 379 og hafði þeim fjölgað um 45
frá árinu áður. Fremingarbörn voru 167 og tala altarisgesta
2179, og hafði þeim fjölgað um 278 frá árinu á undan.
Prófastur taldi, að kirkjulegt líf í prófastsdæminu væri í vexti.
Þá gat hann um aldarafmæli Borgarkirkju og Hvammskirkju,
sem minnst var með veglegum hætti, og við þau tækifæri voru
flestir prestar prófastsdæmisins saman komnir. Einnig gat