Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 98
96
Langá 2131 1568 1720 2405 1893 5.5 1049 6.4
Urriðaá 84 112 202 5.5 102 5.6
Álftá 341 204 300 386 255 6.4 265 6.5
Hítará 525 351 346 649 314 7.2 167 7.8
HVALURHF.
Rekstur Hvals hf. var með svipuðum hætti og jafnan áður. í
hvalstöðinni í HvalFirði störfuðu 25-30 manns milli vertíða við
alls konar endurbætur og viðhald. Hvalvertíðin sjálf hófst l.júní
og henni lauk 15. september. Hún stóð því í 107 daga. Að venju
stunduðu um 60 sjómenn veiðarnar á 4 veiðiskipum, en fjöldi
þeirra hefur verið óbreyttur frá upphafi. Rúmlega 100 manns
unnu í hvalstöðinni í Hvalfirði og um 50 manns í frystihúsi
félagsins í Hafnarfirði. Alls störfuðu því á 3ja hundrað manns
hjá félaginu, meðan á vertíð stóð og launagreiðslur þess árið
1980 námu um 1.700 milljónum króna. Skattgreiðslur félagsins
til ríkis og sveitarfélaga námu sama ár nálægt 200 milljónum
króna.
Veiðarnar gengu vel að venju og veiddust 437 hvalir. Samtals
voru framleidd rúm 8 þúsund tonn af hvalafurðum, þar af um
4.600 tonn af frystum afurðum, sem seldar eru innanlands og til
Japan, þar sem hvalkjöt er þjóðarréttur. Hvalmjölið var selt til
Italíu og Spánar, en lýsið til Noregs.
Stjórn félagsins skipa Arni Vilhjálmsson prófessor, formaður.
Aðrir í stjórn eru Benedikt Gröndal, cand polyt framkvæmda-
stjóri, Kristján Guðlaugsson, hæstaréttarlögmaður, Othar
Ellingsen forstjóri og Kristján Loftsson, sem jafnframt er
framkvæmdastjóri hvalveiðifélgsins.