Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 104
102
SAMVINNUBANKINN, AKRANESI
Nettóvelta útibús Samvinnubanka Islands hf., á Akranesi var
50 miljarðar og 596 milljónir gamlar krónur árið 1980 og var
aukning frá fyrra ári 24.914 milljónir gkr. eða 97%.
Heildarinnlán 31/12 1980 voru gkr. 2.588 milljónir og höfðu
hækkað um gkr. 996,4 millj. eða um 62,6%.
Spariinnlán í árslok námu 2.089 millj. og varð aukning á árinu
56,6%.
Veltiinnlán voru í árslok gkr. 499,4 millj. og varð aukning á
þeim á árinu 94,3%.
Heildarútlán námu 1.482 millj. gkr. og höfðu hækkað um 414
millj. gkr. eða 38,8%.
Vaxtagjöld útibúsins vegna innlána, árið 1980 námu gkr.
631,5 millj.
SKÝRSLA UM HELSTU FRAMKVÆMDIR Á VEGUM
AKRANESKAUPSTAÐAR ÁRIÐ 1980
Gatnagerð: Steyptir voru 196 m og olíumöl lögð á 1100 m.
Samtals lagt varanlegt slitlag á 1.296 m. Auk þessa var lögð
olíumöl á 567 ferm. bílastæði og 974 ferm. plan við Sjúkrahús.
Nýbygging gatna (þ.e. malargötur), var 1.587 m.
Garðyrkjudeild: Hafíst var handa um fjölgun plantna síðari hluta
vetrar, og voru keyptir um 25.000 græðlingar af ýmsum víði-
tegundum. Unglingar settu græðlingana niður í byrjun júní og
má segja að það sé fyrsti vísir að uppbyggingu gróðrarstöðvar
við skógræktina hjá Görðum.
Friðað var og gert nýtt skógræktarsvæði í hlíðum Akrafjalls og
gróðursett þar talsvert magn af plöntum.
Auk þessa var unnið við ýmsar lóðir í bænum, svo sem við
skólana, sjúkrahúsið og íþróttavöllinn.
Nýbyggingar: Grundaskóli. Boðinn var út vinna við að gera
f