Borgfirðingabók - 01.12.1981, Síða 109
107
Ingólfs Gissurarsonar á íslandsmódnu í sundi í mars 1980,
samþykkir bæjarráð að veita þeim viðurkenningu kr: 250.000.-
-tvöhundruðogfimmtíuþúsund- hvorum.“
Stjórn í A vill færa bæjarráði bestu þakkir fyrir þennan styrk,
er veittur var piltunum. Afrek þessara ungu pilta er öðrum
hvatning, sem stunda sund hér í bæ, en er einnig áminning til
bæjaryfirvalda að bæta þarf sem fyrst sundaðstöðu sundfólks
hér.
IA-fréttir.
4.árgangur ÍA frétta kom út á þessu ári og eru fréttabréfin
orðin tólf.
Tilgangur íþróttahreyfingarinnar á Akranesi, með útgáfu á
þessu fréttabréfi, er að kynna starfið út á við, og þá fyrst og
fremst meðal bæjarbúa, sem ekki iðka íþróttir, en fylgjast með
starfi okkar af miklum áhuga.
Fréttabréfunum var dreift í öll hús hér á Akranesi, og einnig
var það sent fjölmiðlum og víðar.
Arshátíð.
Arshátíð IA fór fram laugardaginn 27.9.S.1. í Rein. Þar var
íslm. afhent sín silfurmerki, og ráðin afhentu viðurkenningar til
leikmanna. Lýst var kjöri íþróttamanns Akraness, og hlaut þann
titil Ingi Þór Jónsson sundmaður. Grohe leikmaður var val-
inn og fyrir valinu varð Sigurður Halldórsson.
Baldur Brjánsson skemmti, og síðan var stiginn dans, og
skemmti fólk sér vel, en það er nauðsyn að viðhalda þessum
árshátíðum.
Hjólreiðakeppmi.
19.júlí s.l. efndu Bæjarblaðið og ÍA til hjólreiðakeppni.
Notkun hjóla hefur farið ört vaxandi upp á síðkastið, og hjólið
orðið vinsælt farartæki, en mjög gott er að hjóla hér á Akranesi.