Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 110
108
Tilgangurinn með þessu var mest til gamans, en einnig
til að vekja enn meiri áhuga á hjólreiðum, og sýna fram á hversu
hollt og gott er að hjóla, því þó fari nokkur orka í að hjóla þá
sparast önnur orka sem allir eru að tala um.
Keppni þessi tókst í alla staði vel en keppendur voru 33,
hjólaðir voru misjafnlega stórir hringir eftir aldurshópum, og
lauk keppninni á íþróttavellinum.
Sigurvegarar hlutu farandbikar og þrír fyrstu í hverjum flokk
verðlaunapeninga, og allir sem þátt tóku í keppninni fengu
verðlaunaskjal frá IA og Bæjarblaðinu.
Það er von þeirra sem stóðu að keppni þessari, að þetta verði
árlegur viðburður.
FániIA
Stjórn IA samþykkti nú fyrir stuttu að láta gera fána IA, sem
draga mætti að húni þegar keppnir fara fram á íþróttastöðum
hér í bæ.
Lokaorð.
Iþróttaiðkendum hefur farið Qölgandi hér. Það kallar á meiri
umsvif og starfsemi, sem leggst á forystumenn ráða og félaga,
sem halda hinu fjölþætta starfi gangandi.
Og þeir sem starfa í ráðum og félögum eru einstaklingar í
fullu starfi, og þurfa að sinna atvinnu sinni og persónulegum
málefnum eins og aðrir, en leggja það á sig í ofanálag að halda
uppi þróttmiklu íþróttastarfi, ekki síst í þágu yngri kynslóðar-
innar.
Hversu lengi halda þeir þetta út, að reka fjárvana fyrirtæki?
Það er hægara um að tala en í að komast að þurfa að standa í
fjáröflunum af ýmsu tagi samhliða því að skipuleggja og fram-
kvæma allt sem gera þarf. Hinn beini fjárstuðningur bæjarins til
íþróttahreyfmgarinnar hér mætti vera meiri, en við þökkum
þann stuðning er við höfum fengið, og það fé sem fer til íþrótta-
starfsins er vel varið.