Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 119
117
Fyrsta vatnsleiðslan var lögð yfir fjörðinn skömmu eftir 1940.
Sú leiðsla var síðan endurnýjuð eftir 1960 og viðbótarfeiðsla lögð
1972.
Lögnunum í firðinum hefur alltaf Fylgt talsvert óöryggi og
hætta á bilunum. I frostaköflum hefur þurft að fylgjast mjög vel
með lögnunum. Við stöðvun á vatnsrennsli hefur getað frosið í
leiðslunum og það haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Þetta
kom raunar fyrir á árunum eftir 1950.
Sá áfangi, sem nú hefur náðst, er því mjög þýðingarmikill, og
má segja, að miklum áhyggjum sé nú létt af þeim, sem sjá eiga
um vatnsveituna.
Aðalhluti þessarar framkvæmdar er búinn, en eftir er að
fullganga frá tengingum Borgarnesmegin.
Bygging 6 leigu- og söluíbúða
A árinu var lokið byggingu 6 íbúða á vegum hreppsins, sem
byggðar voru eftir lögum urfi leigu- og söluíbúðir á vegum
sveitarfélaga. Ibúðirnar voru allar seldar og afhentar kaup-
endunum framan af árinu. Kaupendurnir voru í öllum tilvikum
ungt fólk, sem var að byrja búskap.
Myndarlegt átak á ári trésins
A s.l. sumri var gert mjög myndarlegt átak í fegrun bæjar-
landsins í Borgarnesi. Gróðursettar voru 14.000 trjáplönturá 14
svæðum.
Umsjón með þessum framkvæmdum hafði framkvæmda-
nefnd árs trésins í Borgarnesi, en hún var skipuð fyrir milli-
göngu hreppsnefndar. Formaður nefndarinnar var Jón Finns-
son mjólkurfræðingur.
Nefnd þessi vann í samráði við sveitarstjóra og hreppsnefnd
mjög mikið undirbúningsstarf og fékk til liðs við sig 12 félaga-
samtök í Borgarnesi, sem að mestu sáu um gróðursetninguna.
Svæðin, sem plantað var í, eru víðs vegar um bæinn og í