Borgfirðingabók - 01.12.1981, Side 122
120
Stjóm K.B.
Daníel Kristjánsson, Hreðavatni, Norðurárdal
Magnús Sigurðsson, Gilsbakka, Hvítársíðu
Bjarni Arason, Borgarnesi
Erlendur Halldórsson, Dal, Miklaholtshrepp
Ragnar Olgeirsson, Oddsstöðum, Lundarreykjadal
Jakob Jónsson, Varmalæk, Andakíl
Davíð Aðalsteinsson, Arnbjargarlæk, Þverárhlíð
vara: Kristján Axelsson, Bakkakoti, Stafholtstungum.
Kaupfélagsstjóri: Ólafur Sverrisson, Borgarnesi
FRÁ SAFNAHÚSI BORGARFJARÐAR
Fram kemur í skýrslunni, að unnið er að teikningu fyrir nýtt
safnahús, ætlað fyrir söfnin í Borgarnesi.
Skýrsla Héraðsbókasafns Borgarfjarðar ber með sér, að mjög
náið samstarf er milli bókasafna í héraðinu.
Bókaeign safnsins er nú 18.619 bindi. Skráðir lánþegar voru
589, en alls komu í safnið 10.186 gestir. Alls voru lánaðar 29.126
bækur, eða 15 bindi á íbúa og er það töluverð aukning frá fyrra
ári.
I tengslum við bókasafnið er Listasafn Borgarness og eru
listaverk til sýnis í safninu allt árið. I eigu safnanna eru nú 221
listaverk eftir 78 listamenn. Safnið eignaðist á árinu sculptur
eftir Gerði Helgadóttur, málverk eftir Hrein Elíasson og stein-
mynd eftir Hallstein Sigurðsson.
Bókasöfnin í Andakílshreppi, á Hvanneyri og Brún eru í nánu
sambandi við Héraðsbókasafnið. Bókaeign þeirra er um 9828
bindi. Lánaðar voru 3.900 bindi, sem er 14 bindi á íbúa í Anda-
kílshreppi.
I umsjón starfsfólks Héraðsbókasafnsins er bókasafn á
Dvalarheimili Aldraðra í Borgarnesi. Safnið á 1298 bindi. Af 60