Borgfirðingabók - 01.12.1981, Side 125
123
lega hér í Borgarnesi, þannig að minniháttar tjón varð. í öll
skiptin af suðaustri og suðri, aðfaranótt 23. febrúar, 25. febrúar
og svo 14. mars.
Vorið var gott og sumarið einnig. Sumarið var hægviðrasamt
og hlýir góðir dagar voru margir. Margir munu minnast hita-
bylgjunnar um mánaðarmótin júlí/ágúst, sem verður að teljast
fremur óvenjuleg, en þá komst hitinn á Hvanneyri í 26,1 stig og
hefur sennilega orðið svipaður hér í Borgarnesi.
Aðeins einu sinni áður hefur mælst meiri hiti í Borgarfirði, en
það var í Síðumúla í júlí 1944, þegar hitinn komst í 26,7 stig.
Haustið var líka óvenju hægviðrasamt, en hins vegar var líka
óvenju kalt. Þetta olli nokkrum töfum og erfiðleikum í bygg-
ingariðnaði, því oftast er hægt að steypa vandræðalítið mestallan
októbermánuð.
Skömmu fyrir jól snjóaði mikið og snjórinn á Þorláksmessu
var sennilega sá mesti hér í Borgarnesi síðan í október 1971.
Mesta frostið á Hvanneyri var 18.0 stig, þann 26. desember og
er svipað og búast má við árlega.
Urkoma mældist 867 mm á Hvanneyri sem er ívið minna en í
meðalári. Flestir mánuðir ársins voru þurrari en venjulegt er, en
óvenju mikil úrkoma var í apríl og sömuleiðs í ágúst.
Af ýmsu því sem ég hefi rakið hér á undan, er ljóst, að árið
1980 var að mörgu leyti gott ár hér í Borgarnesi og Borgar-
fjarðarhéraði.
Atvinnuástand hefur verið með eindæmum gott og umsvif
aukist á mörgum sviðum. Afkoma fyrirtækja og stofnana virðist,
eftir því sem bezt er nú vitað, yfirleitt hafa verið góð.
Eg hygg að það fari þó ekki milli mála, að þegar frá líður verði
þessa árs minnst sérstaklega vegna tveggja mikilvægra áfanga,
sem náðust á árinu, en það er Borgarfjarðarbrúin og hitaveitan.
Það tekur oft langan tíma að koma góðum málum í höfn. Það
er komið á þriðja áratug síðan hugmyndinni um Borgarfjarð-
arbrúna var fyrst hreyft opinberlega og það hefur kostað mikla