Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 129
127
flutning á gjalli vegna 3. áfanga aðveitu. í maí sl var samið við
Arnardal sf. um 1. áfanga aðveitu frá Bæ að Hesti.
I endaðan júní var skrifað undir samning við Miðfell hf. og
Arnardal sf. um 2. áfanga. Afanganum var skipt á milli þessara
tveggja aðila, eftir að upphaflegum tilboðum hafði öllum verið
hafnað. Menn voru hræddir um að lægstbjóðendur myndu ekki
valda verkinu og önnur tilboð þóttu há.
Framkvæmdir hjá Arnardal hafa gengið mjög þokkalega,
lagnavinnu er lokið, en lítilsháttar frágangsvinnu er ólokið.
Vinna hjá Miðfelli fór hægt af stað og eru þeir nú orðnir nokkuð
á eftir áætlun. Það stendur í járnum að lögnin verði komin
saman um miðjan desember og lokafrágangur verður augljós-
lega að bíða næsta árs.
I byrjun júní var gengið frá samningum við Grétar Sveinsson
um greinilögn til Hvanneyrar, og dreifikerfi á staðnum. Þessar
framkvmdir hafa gengið vel.
Samið var í ágústlok við Borgarverk hf. um tengilögn til Borg-
arness. Það verk hefur gengið skv. áætlun, nema hvað lítilsháttar
taflr urðu vegna þess að nota varð 250 mm asbest í stað 300 mm á
um 100 m kafla vegna efnisskorts.
Pípulögn í Borgarfjarðarbrú var unnin í umsjá hitaveitunnar
sjálfrar og komu þar ýmsir aðilar við sögu. Verkið þótti of
sérstakt til að það borgaði sig að bjóða það út. Verkið vannst út af
fyrir sig vel, en nokkuð skrykkjótt af ýmsum ástæðum. Vegagerð
ríkisins veitti umtalsverða hjálp, m.a. með leigu á hentugum
tækjum og með því að lána vana menn. Björgunarsveitin Brák í
Borgarnesi, lagði til bát og mann til öryggisgæslu. Þeir náðu
fljótt og vel þeim tveimur mönnum, sem í sjóinn fóru.
Vegagerðin tók að sér niðurrekstur á staurum við Andakílsá
vegna undirstaða fyrir brú og stálpípur og steypti brúarstöpla.
Brúargrindin var smíðuð af Héðni hf., Reykjavík, en hitaveitan
réði menn til uppsetningar og frágangs.
Samið var við smiði frá Akranesi um smíði á skúrum yfir
borholudælur og spennistöð við Laugarholt.
Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar í Garðabæ sér um