Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 130
128
smíði á ýmsum borholubúnaði, sem ódýrara er að smíða innan-
lands en utan. Suðuverktakar, sem unnið hafa hjá Arnardal,
hafa tekið að sér að sjá um niðursetningu á þrýstidælum og
ýmsan suðufrágang annan kringum dælur.
Vélabær hf. í Bæ smíðaði jöfnunartank við Brún.
Dreifikerfi i sveitum
Gert var ráð fyrir að leggja heimæðar á þá bæi í Andakíls- og
Skorradalshreppum, sem næst aðveitunni liggja. Samið var við
Sigurð Pétursson og Jörfa hf. um framkvæmdirnar. Þegar til átti
að taka voru hitaþolin plaströr frá Reykjalundi er nota á ekki
tilbúin. Það var komið fram í nóvember, þegar hægt var að
hefjast handa. Verkið hefur gengið furðuvel miðað við árstíma,
en þó er sýnt að ekki tekst að koma lögnum á alla bæi er að var
stefnt.
Dreifikerfi Hvanneyri
A Hvanneyri voru notaðar bæði stálpípur í plastkápu og hita-
þolin plaströr einangruð með glerullarhólkum. Dreifikerfis-
lagnir á Hvanneyri eru 3,3 km, þar af er 1,3 km úr plasti.
Brunnar eru 7. Þetta verk var hluti af verki Grétars Sveinssonar
eins og áður er lýst.
Dreifikerfi Borgamesi
I dreifikerfinu eru einungis notaðar stálpípur í plastkápu,
einangraðar með poliuretan. I pípum 100 mm og sverari eru
viðvörunarþræðir, en með mælingu á þeim sést hvort raki er í
einangrun, en það táknar leka, annað hvort á röri eða hlífðar-
kápu.
Dreifikerfinu hefur verið skipt í fjóra áfanga, en heildarlengd
dreifikerfisinserorðin 15,3 km og brunnar eru 81.
í júlí 1978 undirrituðu Hitaveita Borgarfjarðar og Véltækni