Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 132
130
1979. Hitaveitan mun taka við rekstri þessa áfanga ásamt kyndi-
stöð um næstu áramót.
Skrifað var undir samning við Stefán Jörundarson o.fl. um
lagningu 2. áfanga dreifikerfis í októberbyrjun 1979. Þetta verk
fór ekki vel af stað um veturinn, en því er nú lokið á viðunandi
hátt.
3. áfangi dreifikerfisins var boðinn út vorið 1980. Vegna lítils
munar á lægsta tilboði heimamanna var verkinu skipt milli Ulf-
ars Harðarsonar, Reykjavík og Sf. Stuðlastáls Akranesi. Þessir
verktakar hafa staðið sig prýðilega og hefur nú verið samið við
þá um lagningu 4. áfanga dreifikerfisins. Sá hluti dreifikerfisins
sem lokið er, er um 24 km, brunnar 73.
Eftirlit
Allt eftirlit er undir yfirstjórn hönnunaraðila. í aðveitunni
hefur einn starfsmaður hitaveitunnar verið við daglegt eftirlit,
en auk hans hafa að jafnaði verið tveir tæknimenntaðir eftir-
litsmenn frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Lætur
nærri, að hafa þurfi einn eftirlitsmann á hvern verktaka, þó svo
að þeir þurfi ekki að einskorða sig við einn ákveðinn. Auk
daglegra eftirlitsstarfa er eftirlitsmönnum ætlað að leysa aðkall-
andi vandamál og skera úr um vafaatriði. Þeir þurfa að skrifa
upp á alla reikninga og samþykkja efnisbeiðnir á efni, sem
hitveitan leggur til.
I Borgarnesi hefur starfsmaður hitaveitunnar annast allt dag-
legt eftirlit, séð um framkvæmdir í Borgarfjarðabrú og af-
greiðlsu af lager. Yfirumsjón eftirlits er í höndum Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen.
A Akranesi hefur eftirliti verið þannig háttað, að einn eftir-
litsmaður hefur verið frá hitaveitunni. Hann hefur einnig haft
yfirumsjón með lagernum, en mest allt efni til aðveitunnar
hefur komið til Akraness. Verkfræði og Teiknistofan sf. á
Akranesi hefur haft yfirumsjon með eftirlitinu og lagt til einn til
þrjá menn eftir þörfum.