Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 138
136
en var góður fundur engu að síður. Á þennan fund mættu
Sigurður Geirdal, framkv.stj. og Pálmi Gíslason form. UMFI
sem gestir fundarboðenda UMSB og SSVK.
Almanak UMSB
Að venju var gefið út almanak UMSB. Hitann og þungann af
þeirri útgáfu báru Birgir Karlsson, Eiríkur Jónsson, Klemenz
Halldórsson og Helgi Bjarnason. Almanak UMSB er nauðsyn-
legur þáttur í starfsemi UMSB, ekki aðeins til að afla tekna,
heldur er útgáfa almanaksins einnig góð áminning um tilveru
UMSB.
Þjálfaramál ogframkvœmdastjóm
Stjórn UMSB réð Ingimund Ingimundarson til þess að þjálfa
héraðslið sambandsins í frjálsum íþrottum, hafa samvinnu við
þá sem veita tilsögn í frjálsum íþróttum á vegum ungmenna-
félaganna og veita þeim aðstoð eftir því sem hann telur þurfa og
óskað er eftir. Einnig heimsækja félög, heimili og skóla og kynna
íþróttir svo sem segir í samningi um starf hans og laun. Nánar
segir frá starfi hans undir liðnum: héraðsþjálfari.
Enginn sundþjálfari hefur starfað á vegum UMSB síðan Oddur
R. Hjartarson veitti lítilsháttar tilsögn sameiginlegu liði fyrir
nokkrum árum.
Á síðastliðnu sumri voru haldin hin hefðbundnu mót aldurs-
flokkamót og héraðsmót en þátttaka var lítil og árangur ekki sá
að um framfarir hafi verið að ræða. Talsverður tími stjórnarinar
hefur farið í sundmál nú í haust og er ánægjulegt að geta skýrt
frá því að ráðinn hefur verið ágætur piltur Ingi Þór Jónsson frá
Akranesi. Ingi Þór er í dag einn allra besti sundmaður landsins.
Það er von stjórnar UMSB að starf þeirra beggja, Inga Þórs og
Ingimundar verði öllum til ánægju og gagns á þessu ári, lands-
mótsárinu 1981. Um mitt sumar starfaði Gísli Kr. Jónsson,
kennari Hvanneyri, sem einskonar framkv.stjóri þ.e. annaðist