Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 140
138
Gullmerki UMSB
Vegna 70 ára afmælis Umf. Egill Skallagrímsson var ákveðið
af stjórn sambandsins að veita Þiðrik Baldvinssyni gullmerki
sambandsins. Þiðrik er fæddur að Hægindi í Reykholtsdal 16.
mars 1911. Þiðrik á langan og góðan feril sem ungmennafélagi.
Allir sem setið hafa þing sambandsins undanfarna áratugi
kannast við Þiðrik Baldvinsson. Ingibjörg Daníelsdóttir afhenti
honum merkið f.h. stjórnar í afmælishófí sem haldið var í tilefni
afmælis félagsins. Þá var félaginu afhentur fáni sambandsins á
stöng, með áletrun á fæti.
Iþróttamaður Borgarfjarðar
A stjórnarfundi 18. nóvember s.l. var formlega afgreitt að
koma á kosningu íþróttamanns BorgarQarðar. Þannig var, að
ofurlítil upphæð var í sumar notuð til þess að kaupa fallegan
bikar í þessu skyni. A formannafundi 4. desember var staðfest
reglugerð um framkvæmd kosningu vegna þessa.
1. Jón Diðriksson, 52 stig.
2. Einar Vilhjálmsson 41 stig.
3. Ragnhildur Sigurðardóttir 31 stig.
4. íris Grönfeldt 30 stig.
5. Gunnar Jónsson 26 stig.
Þessi ofantöldu hlutu lítinn silfurplatta áletraðan auk þess sem
Jón Diðriksson hlaut bikarinn til varðveislu í eitt ár, en ákveðið
er að keppt verði um hann í 10 ár.
Þessir fengu stig í kosningunni auk hinna fímm talið í stafrófs-
röð: Agúst Þorsteinsson, Bragi Jónsson, Hafsteinn Þórisson,
Helga Björnsdóttir, Ingveldur Ingibergsdóttir, Sigurgeir
Erlendsson, Soffía Magnúsdóttir, Svafa Grönfeldt.
Viðurkenningarnar voru afhentar í hófí á Hvanneyri um
miðjan janúar s.l. (81).