Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 145
143
þessum sýnum þurfti að meðaltali 2,14 kg í FE og hver FE
innihélt 143 g af meltanlegu hráprótíni.
Dilkar reyndust í góðu meðallagi til frálags en færri lömb
komu til slátrunar en margur hafði búist við. Þar kom til að ám
hafði fækkað haustið 1979, frjósemi fjárins var með minna móti
og fleiri lömb voru sett á vetur en oft áður.
I byrjun október gerði mikið kuldakast, sem leiddi til þess að
kýr komu snögglega á fulla gjöf og víða nýttist grænfóður, sem
ætlað hafði verið til beitar, ekki sem skyldi. Vegna kjarnfóður-
gjaldsins, sem lagt var á innflutt kjarnfóður 23. júní hafði dregið
ákaflega mikið úr notkun þess um sumarið. Kýr voru því ekki vel
undir veturinn búnar, þegar þær komu svo snögglega inn á léleg
hey. Allt varð þetta til þess að síðustu mánuði ársins mjólkuðu
kýr illa og mjólkurframleiðsa varð lítil. Þannig varð mjólkur-
innlegg í Mjólkursamlag K.B. 8.26% minna á árinu öllu en árið
áður, þrátt fyrir nokkra aukningu fyrri hluta ársins.
I fyrri hluta nóvember gerði góðan þýðukafla svo klaki fór úr
jörð, sem þó var orðinn nokkur eftir kuldakastið í október.
Veðrátta síðari hluta nóvember og í desember var rysjótt og
fremur köld.
Asetningur búfjár í héraðinu var sem hér segir:
(Bráðabirgðatölur, sem geta breyst lítillega við endurskoðun).
Mjólkurkýr Borgarfj. sýsla 1.983 Mýra- sýsla 1.381 Alls 3.364
Kefldar kvígur 162 120 282
Geldneyti og kálfar 928 820 1.748
Ær 25.784 29.586 55.370
Gemlingar 4.530 5.018 9.548
Hross 2.456 2.461 4.917
Helstu breytingar frá árinu áður eru þær að kúm fækkar um
1,2% öðrum nautgripum fjölgar um 15,1%, sauðfé fjölgar um
8,2% og hrossum Qölgar um 4,0%.