Borgfirðingabók - 01.12.1981, Side 146
144
Framkvæmdir hjá bændum urðu mun minni en mörg undan-
farin ár. Gætti þar vafalaust áhrifa frá aðgerðum stjórnvalda til
samdráttar á landbúnaðarframleiðslunni, en þessar aðgerðir,
setning framleiðslukvóta og kjarnfóðurskattur, settu mjög svip
sinn á landbúnaðinn og viðhorf bænda til framkvæmda á árinu.
Helstu framkvæmdir í landbúnaði, sem njóta framlaga sam-
kvæmt Jarðræktarlögum, voru sem hér segir:
Borgarfj,- Mýra-
sýsla sýsla Alls
Vélgrafnir skurðir 89.488 m3306.097 m3395.585 m3
Nýrækt í túni 80,32 ha 89,08 ha 169,40 ha
Endurvinnsla túna 34,52 ha 12,73 ha 47,25 ha
Grænfóðurrækt 79,30 ha 56,41 ha 135,71 ha
Girðingar 18.032 m 18.127 m 36.159 m
Aburðargeymslur 1.059 m3 2.115 m3 3.174 m3
Þurrheyshlöður 3.776 m3 6.491 m3 10.267 m3
Votheyshlöður 450 m3 450 m3
Véla- og verkfærageymslur 468 m2 662 m2 1.130 m2
Súgþurrkunarkerfi með og
án vélabúnaðar 715 m2 1.198 m2 1.913 m2
Starfsemi Búnaðarsambands Borgarfjarðar var með svip-
uðum hætti og undanfarin ár, en á vegum þess er unnið að
ýmiskonar félagsstarfsemi er snertir hagsmunamál bænda, svo
og fræðslu- og leiðbeiningastarfsemi í landbúnaði. Þá annast
sambandið um framkvæmd ýmissa laga varðandi landbúnað á
félagssvæði sínu, en þar eru viðamest búfjárræktarlög og jarð-
ræktarlög. Af annarri starfsemi sambandsins má nefna að það
hefir með höndum sæðingu búfjár í héraðinu. Það gerir út
flekamót og annan búnað fyrir byggingavinnuflokk, sem starfar
á vegum þess, og nú á liðnu ári annaðist það um afleysinga-
þjónustu í landbúnaði.
Hjá sambandinu störfuðu á liðnu ári 3 fastráðnir ráðunautar
og 2 frjótæknar. Reynir Sigursteinsson, sem starfað hafði í átta