Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 147
145
ár hjá sambandinu sem ráðunautur lét af störfum 1. júní og tók
við starfi hjá Búnaðarsambandi Austur-Skaftafellssýslu, en
Guðmundur Sigurðsson, er starfað hafði nokkur ár sem kennari
við Bændaskólann á Hvanneyri, tók við starfi hans frá sama
tíma.
Umsjón með skýrsluhaldi búfjárræktarfélaganna í héraðinu
er verulegur þáttur í starfi búnaðarsambandsins. Þegar þetta er
ritað, er uppgjöri á skýrslum sauðfjárræktarfélaganna ekki
lokið, en niðurstöður úr nautgriparæktarskýrslum liggja fyrir.
Alls var skilað til uppgjörs afurðaskýrslum frá 95 kúabúum í
héraðinu en það er sama tala og árið áður. A þessum búum voru
1.715,5 árskýr, sem mjólkuðu að meðaltali 3.729 kg með 4,13%
meðalfitu. Kjarnfóðursgjöf á árskú var að meðaltali 521 kg.
Arskúm hafði fækkað um 156,4 frá árinu áður. Meðalnyt hafði
hækkað um 65 kg en kjarnfóðursgjöf á árskú hafði minnkað um
218 kg.
Frá sauðfjársæðingastöð þeirri, sem sambandið á að hálfu á
móti Búnaðarsambandi Dalamanna og Búnaðarsambandi Snæ-
fellinga voru á árinu sæddar 1.659 ær í Borgarfjarðarhéraði, en
það er aukning um 203 ær frá árinu áður. A vegum sambandsins
voru sæddar 2.690 kýr og hafði þeim fækkað um 118 frá fyrra
ári.
Byggingavinnuflokkur sá sem vinnur á vegum sambandsins
vann á árinu við ýmiskonar útihúsabyggingar hjá 10 bændum.
A miðju árinu komu til framkvæmda lög um forfalla- og
afleysingaþjónustu í sveitum frá 29. maí 1979. Búnaðarfélag
Islands hefur með höndum yfirumsjón með framkvæmd þess-
ara laga en búnaðarsamböndin sjá um framkvæmd þeirra heima
í héruðunum. Búnaðarsamband Borgarfjarðar fastréði mann,
Jómund Hjörleifsson, frá miðjum september til að vinna við
forfallaþjónustu hjá bændum í héraðinu, samkvæmt þessum
lögum en auk hans sinnd lausráðið fólk, alls níu manns, þessum
störfum. Alls nutu 12 heimili þessarar aðstoðar á árinu í samtals
247 daga.
10