Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 150
148
sambands íslands, sem haldið var 19. apríl 1980 og færði K.í.
fjárhæð frá S.B.K. í tilefni afmælisins.
Safnað var heillaóskum í tilefni afmælis K.I. frá kven-
félögunum í S.B.K. og fleiri aðilum, sem birtust í Húsfreyjunni.
Á vegum Sambands borfgirskra kvenna starfa 10 nefndir og
S.B.K. á fulltrúa í 6 nefndum og stjórnum, sem starfa á vegum
ýmissa aðila í héraðinu.
3 orlofsnefndir starfa á sambandssvæðinu, þ.e. á Akranesi í
Borgarnesi og fyrir sveitirnar. Dvalist var að Laugarvatni í
endaðan júní 1980 og einnig farið í ferðalag á Strandir. í orlofs-
nefndirnar er kosið eftir lögum frá Alþingi til 3ja ára í senn.
Sambandssvæðið er eitt orlofssvæði, þó að nefndirnar séu 3.
Fjáröflunarnefnd fyrir Byggðasafnið í Borgarnesi starfar af
miklum krafti og leggur sambandinu til það fé, er því ber að
greiða til safnsins árlega. I nefndinni eru 3 konur og aðrar 3 til
vara.
Öryggismálanefnd starfar að fjáröflun og hefur meðal annars
gefíð talstöðvar til nokkurra hreppa og rætt var um á fundinum
að gefa leitarmönnum varmapoka. Nefndin aflar fjár með sápu-
sölu. í nefndinni eru 3 konur og aðrar 2 til vara.
Fjáröflunarnefnd fyrir Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
hefur starfað árum saman, en samþykkt var á aðalfundinum
1980 að leggja nefndina niður. Þessi nefnd hefur skilað miklum
og góðum árangri og staðið undir skuldbindingum S.B.K. gagn-
vart dvalarheimilinu, en sambandið er eignaraðili að því. Mun
fráfarandi nefnd hafa áfram með sölu á minningarspjöldum að
gera og rennur ágóði af sölu þeirra til að fegra heimilið en
margir fagrir munir hafa verið keyptir af nefndinni til þess.
S.B.K. er aðili að Menningarnefnd Borgarfjarðar, sem sér um
árlega Borgfírðingavöku og á 3 konur í nefndinni og kýs aðrar 3
til vara.
Tvær konur eru kosnar samkv.lögum til að sitja í skólanefnd
Húsmæðraskólans að Varmalandi og aðrar 2 til vara.
Þar sem S.B.K. er aðili bæði að Byggðasafni Borgarfjarðar og