Borgfirðingabók - 01.12.1981, Side 151
149
Dvalarheimili aldraðra kýs aðalfundur 1 fulltrúa í stjórn þessara
stofnana og annan til vara.
I stjórn Minningarsjóðs Guðmundar Böðvarssonar og konu
hans á S.B.K. 1 fulltrúa, sem jafnframt er formaður sjóðsins,
sem er Ingibjörg Bergþórsdóttir. I umhverfisnefnd Borgar-
Qarðar á S.B.K. einnig 1 fulltrúa, Steinunni Ingimundardóttur,
og er hún einnig formaður nefndarinnar.
Ferðanefnd S.B.K. starfaði árin 1978 og 1979, en aðalfundur
samþykkti að fara ekki í neina ferð 1980, en kosin var ferða-
nefnd til að skipuleggja ferð árið 1981. í nefndinni eru 4 konur.
Tvær nýjar nefndir tóku til starfa á aðalfundi S.B.K. en þær eru:
Kynningarnefnd, sem vinnur að því að viða að sér efni um lönd,
listir og annað það efni, sem áhuga gæti vakið hjá félagskonum.
Nefndin er skipuð 4 konum úr Borgarnesi og hefur nefndin
kynnt ævintýraskáldið H.C.Andersen við góðar undirtektir.
Ætlunin er að kjósa nýjar konur í nefndina árlega, annað árið
norðan heiðar og hitt árið sunnan heiðar. Nefndin hefur ferðast
milli félaganna með kynningu'na.
Utbreiðslunefnd, sem ætlað er að afla frétta af störfum kven-
félaganna og sambandsins og koma þeim á framfæri við fjöi-
miðla, einkum þó í innanhéraðsblöð. Voru 4 konur kosnar í
nefndina.
Þá var kosin á aðalfundinum 4 kvenna nefnd til þess að annast
og undirbúa skemmtiatriði á afmæliskvöldvöku S.B.K., sem
haldin verður að Bifröst laugardaginn 2.maí 1981.
A aðalfundum S.B.K. starfa yfirleitt 4 nefndir, þ.e. allsherjar-
nefnd, skýrslunefnd, fæðiskostnaðarnefnd og fjárhagsnefnd.
Hugmynd um að koma á fót atvinnumálanefnd kom fram á
formannafundi S.B.K. árið 1977. Starfar sú nefnd nú á vegum
Kaupfélags Borgfirðinga en sambandið á 2 konur í nefndinni.
Stóð nefndin fyrir skoðanakönnun um eftirspurn eftir hentugri
vinnu heima í héraði, en þátttaka var lítil og samþykkti aðal-
fundurinn eftirfarandi tillögu:
„Aðalfundur Sambands borgfirskra kvenna, haldinn að