Borgfirðingabók - 01.12.1981, Side 152
150
Hlöðum á Hvalfjarðarströnd dagana 3.og4.maí 1980,samþykkir
að fara þess á leit við Kaupfélag Borgfirðinga, stjórn og aðal-
fund að taka atvinnumál í sveitum á félagssvæðinu til umræðu
og gagngerðar athugunar í því skyni að skapa atvinnutækifæri í
sveitum fyrir fólk, sem er ofaukið við hefðbundna framleiðslu
landbúnaðarvara eða óskar eftir annarri atvinnu jafnframt".
A vegum S.B.K. var stofnaður Ferðasjóður, er hafa skyldi það
markmið að styrkja konur til þess að sækja þing eða orlof
Norræna Húsmæðrasambandsins, sem K.I, er aðili að. A vegum
N.H.F. eru haldin sumarorlof þrjú sumur í röð og fjórðaárið er
haldið þing. Hafa konur síðan farið á þingeða í orlof fyrir S.B.K.
Arið 1980 var orlofið haldið í Svíþjóð, í Biskops Arnö. 11 konur
fóru frá íslandi, þar af 3 frá S.B.K. Fór Hildur Þorsteinsdóttir í
Borgarnesi sem fulltrúi sambandsins og hefur frásögn hennar
birst í Húsfreyjunni. Arið 1980 var orlofið haldið í Danmörku, í
Vejle á Jótlandi og fór formaður sambandsins í það orlof og
gerði grein fyrir þeirri ferð á aðalfundinum að Hlöðum og sýndi
litskyggnur.
Formannafundur Sambands borgfirskra kvenna var haldinn
að Varmalandi laugardaginn l.nóv.1980. I lögum sambandsins
er kveðið svo á að halda skuli formannafund annað hvort ár eða
oftar er þörf krefji. En á árinu 1980 urðu formannaskipti í 11
kvenfélaganna innan S.B.K. og þótti því ástæða til að boða til
fundarins, þó að fundur hefði verið haldin að Valfelli 1979.
A formannafundinum gerði formaður S.B.K. glögga grein
fyrir aðild sambandsins að Byggðasafni Borgarfjarðar og rakti
aðdraganda þess máls fram á þennan dag.
A formannafundinum var kynnt væntanlegt orlof Norræna
Húsmæðrasambandsins, sem haldið verður að Hvanneyri
dagana l.-7.júlí 1981. Kvenfélagasamband Islands skipaði tvær
konur frá S.B.K. til aðstarfaí undirbúningsnefnd orlofsins, þær
Magdalenu Ingimundardóttur, formann S.B.K. og Þórunni
Eiríksdóttur, Kaðalstöðum, en hún á jafnframt sæti í varastjórn
K.Í.. Hefur sambandinu verið falið að sjá um kvöldvöku fyrir
norrænu gestina laugardaginn 4.júlí, skipuleggja skoðunarferð