Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 153
151
um Borgarfjörð sunnudaginn5. júlí og fá borgfirsk heimili til
þess að bjóða konunum heim, en það þykir jafnan hápunktur
ferðarinnar þegar þátttakendur fá tækifæri til þess að koma inn
á heimilin í viðk.landi.
S.B.K. hefur fengið leyfi til þess að reka sölubúð að Hvanneyri
orlofsdagana, og hefur farið fram á það við félagskonur að þær
búi til ýmsa muni til sölu þar, s.s. sjöl, sjónvarpssokka, lopa-
peysur ofl. Verða munirnir ýmist teknir í umboðssölu eða
þegnir að gjöf.
I tilefni af ári fatlaðara samþykkti formannafundurinn efitr-
farandi tillögu:
„I tilefni af alþjóðaári fatlaðra árið 1981, samþykkir
formannafundur Sambands borgfirskra kvenna, haldinn að
Varmalandi laugardaginn l.nóv. 1980, að sambandið vinni að
fjáröflun til styrktar sundlaugarsjóði þeim, sem stofnaður var
við Sjúkrahús Akraness í apríl 1980.
Bendir fundurinn á að engin sjúkraþjálfunaraðstaða með
sundlaug er til á Vesturlandi, en almennt er viðurkennt að
sundlaug sé nauðsynleg við þjálfun og endurhæfingu fatlaðra
og sjúkra“.
Samþykkt var að ágóði af væntanlegri verslun á Hvanneyri
skyldi ganga til þessa verkefnis.
A vegum sambandsins hefur nú verið komið á fót samstarfs-
nefnd um væntanlega verslun að Hvanneyri og fjáröflun til
sundlaugarsjóðs. Hefur hvert félag innan S.B.K. tilnefnt 1 full-
trúa í nefndina og annan til vara.
A vegum sambandsins kom kennari frá Akureyri í héraðið um
mánaðamótin nóv.-des.l980 og tók mál af 22 konum í því skyni
að aðstoða konurnar við að sauma mokkafatnað. Voru síðan
haldin 4 námskeið í janúar 1981 og reiknaðist okkur að með
vinnu sinni spöruðu konurnar um 3 miljónir g.króna í út-
gjöldum miðað við að kaupa flíkurnar tilbúnar.
A formannafundinn 1980 voru mættir fulltrúar frá öllum
félögunum innan S.B.K. auk stjórnar, varastjórnar og gesta.
Þágu fundarkonur glæsilegar veitingar í borðsal hússtjórnar-