Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 156
154
annars kr. 900. Búast má við, að fyrstu bindin gangi til þurrðar
innan fárra ára.
Æviskrár Akumesinga
Þegar Sögufélagið hóf útgáfu á Borgfirzkum æviskrám, var
tekin sú ákvörðun að skrá og gefa út sérstaklega æviskrár
Akurnesinga frá og með árinu 1931, en fram að þeim tíma
skyldu þeir skráðir með öðrum Borgfirðingum. Við þessa
ákvörðun varð að standa, þó að hún kunni vissulega að orka
tvímælis.
A stjórnarfundi Sögufélagsins hinn 13. des. 1978 var sam-
þykkt að hefjast sem fyrst handa um útgáfu á Æviskrám Akur-
nesinga. Hefur Ari Gíslason annast einn um ritun þess verks.
Hefur hann þegar lokið við handrit af tveimur fyrstu bind-
unum, en alls verða æviskrárnar í fjórum til fimm bindum. Páll
Bjarnason, menntaskólakennari, frá Akranesi, hefur tekið að
sér samræmingu og lestur handrits og prófarka. Handrit hefur
verið vélritað og er senn fullbúið til prentunar. Einnig er söfnun
mynda langt komin.
Pappír í bækurnar hefur þegar verið keyptur og greiddur af
félaginu. Vonir standa til að þessi tvö fyrstu bindi komi út fyrri
hluta næsta árs. Hér er um að ræða eitt aðalverkefni Sögu-
félagsins þetta ár og næsta, er krefst geysimikillar vinnu og
fjármuna. Hefur félagið þegar greitt á annað hundrað þúsund
nýkróna vegna verksins. Þessu verki verður haldið áfram og
stefnt að því, að öll bindin komi út innan fárra ára.
Ibúatal
Sögufélagið hefur nú gefið út nýtt Ibúatal, hið fjórða sinnar
tegundar, en fyrsta bókin, er félagið gaf út var íbúatal Borgar-
fjarðar- og Mýrasýslna 1. des. 1964. í þeim íbúatölum, er síðan
hafa komið út, hefur Akraneskaupstaður verið talinn með og
verður svo áfram.