Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 157
155
Hið nýja íbúatal er miðað við 31. janúar 1981, en þá fór fram
allsherjarmanntal í landinu.
Ibúatalið hefur notið mikilla vinsælda í Borgarfjarðarhéraði,
enda handhægt uppsláttarrit er menn sækja í upplýsingar um
héraðsbúa.
Ónnur útgáfustarfsemi
I samþykktum Sögufélags Borgarfjarðar segir m.a. að auk
skrásetningar og útgáfu æviskráa sé það enn fremur tilgangur
félagsins „að vinna að ritun og útgáfu allra borfirzkra býla og
bústaða og einstakra þátta úr borgflrzkri menningar- og at-
vinnusögu, borgfirzkrar ættfræði og örnefna og annars þess, er
varðar sögu Borgfírðinga og Borgarfjarðarhéraðs.“
Ljóst er, að hér er um risavaxin verkefni að ræða, er taka
mun marga áratugi að leysa. Það er þó vitað, að sum önnur
félagasamtök í héraðinu munu létta einhverju af þessum verk-
efnum af herðum Sögufélagsins. Þannig vinnur Búnaðarsam-
bandið að ritun og útgáfu sögu byggðar og búnaðar í Borgar-
fírði. Er ekki nema gott eitt um það að segja og ber að fagna
þessu framtaki.
Hingað til hefur Sögufélagið einbeitt sér að útgáfu ævi-
skránna, auk Ibúatalsins, enda þar um ærin verkefni að ræða, er
enn tekur a.m.k. áratug að koma í höfn.
Með útgáfu ársritsins er brotið blað í sögu félagsins. Borg-
firðingabók mun a.m.k. að einhveru leyti þjóna því markmiði
félagsins, er tekur til ritunar og útgáfu einstakra þátta úr
menningar- og atvinnusögu héraðsins.
Fjármál o.fl.
Fjárhagur Sögufélags Borgarfjarðar er nú góður og hefur
farið batnandi hin allra síðustu ár. Reikningar félagsins eru
birtir í þessu riti og bera það með sér, að félagið átti tæpar 16
milljónir gkr. í sjóði um síðustu áramót. Sakir gífuriegs kostn-