Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 1
SKÓLAR
Tók U-beygju oglærði kokkinnFanney Dóra Sigurjónsdóttir
Tjaldlífiðbjargaðiheilsunni
Sigrún HannaÞorgrímsdóttir
ÆTLAR EKKI AÐ SJÁEFTIR NEINU Í ELLINNI
F Ö S T U D A G U R 1 9. Á G Ú S T 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 193. tölublað . 110. árgangur .
SANNKALLAÐ MEIST-
ARAVERK EFTIR
BUCHANAN
STOFNUÐU
HEIMASKÓLA
Á NETINU
SKÓLABLAÐ 32 SÍÐURSÁLUMESSA Á JAZZHÁTÍÐ Í KVÖLD 29
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útflutningur á jarðefnum mun innan
fárra ára skila yfir 20 milljörðum í
útflutningstekjur á ári, ef þau miklu
áform um útflutning á vikri af Mýr-
dalssandi og móbergi úr fjalli í
Þrengslunum verða að veruleika. Nú
er nokkuð af Hekluvikri selt úr landi
en magn útfluttra jarðefna mun
meira en tuttugufaldast ef áform
ganga eftir.
Stærstu verkefnin eru útflutning-
ur EP Power Minerals á Kötluvikri
úr námu á Mýrdalssandi og útflutn-
ingur Eden Mining og Heidelberg-
sementsframleiðandans á efni sem
unnið er úr móbergi úr Litla-Sand-
felli í Ölfusi. Útflutningur þessarra
tveggja fyrirtækja verður yfir tvær
milljónir rúmmetra þegar starfsem-
in verður komin á fullt skrið.
Dregur úr útblæstri
Jarðefnin á að nota til íblöndunar
við sementsframleiðslu í Evrópu.
Mikil losun gróðurhúsalofttegunda
fylgir framleiðslunni og dregið hefur
úr framboði íblöndunarefna sem not-
uð hafa verið. Með því að blanda
unnum Kötluvikri eða móbergi frá
Íslandi í sementið er hægt að draga
úr framleiðslu á sementsgjalli og
minnka losun óæskilegra loftteg-
unda. Aka þarf með Kötluvikurinn af
Mýrdalssandi til Þorlákshafnar og
dregur sá akstur úr ávinningi fyrir
umhverfið. Hefur aksturinn verið
gagnrýndur vegna áhrifa á umferð
og vegi, eins og fram hefur komið.
Stuttur akstur er með efnið úr Litla-
Sandfelli og ekki um byggð að fara.
Umsvif í Þorlákshöfn
Heidelberg hyggst reisa stóra
verksmiðju við höfnina í Þorlákshöfn
til að vinna íblöndunarefni úr mó-
berginu fyrir útflutning. Vinnslan
verður öll innanhúss. Mun það skapa
mikil umsvif í bænum. Bæjarstjór-
inn segir að ef af því verði þurfi að
stækka höfnina enn frekar. »6
Tuttugu milljarðar
fást fyrir jarðefni
- Vikur og móberg selt til sementsframleiðslu í Evrópu
Áætlaðir flutningar
á efni á Suðurlandi
220 ferðir á
dag verða
farnar með efni til
Þorlákshafnar gangi áætlanir eftir
40.000
kmmunu þá alls vera
eknir á degi hverjum
fram og til baka frá
efnistökusvæðunum
Þorlákshöfn
Fjölmenni var í Laugardalshöllinni í Reykjavík í gær þegar
skráning hófst þar í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem
fer fram á laugardaginn. Að sögn Silju Úlfarsdóttur, upplýs-
ingafulltrúa Íþróttabandalags Reykjavíkur, höfðu í gær yfir 8
þúsund hlauparar skráð sig til leiks. Þar af ætla um þúsund að
hlaupa heilt maraþonhlaup en um 700 þeirra eru erlendir.
Aðrir ætla að hlaupa hálft maraþonhlaup, 10 kílómetra eða
skemmtiskokk.
Silja sagði að söfnun áheita í tengslum við hlaupið hefði
gengið mjög vel en þátttakendur geta hlaupið til styrktar
góðu málefni. Hafði undir kvöld í gær safnast tæp 81 milljón
króna að því er kom fram á vefnum hlaupastyrkur.is.
Morgunblaðið/Hákon
Átta þúsund hlauparar skráðir til leiks í Reykjavíkurmaraþoni
_ Það sem af er ári hafa 18 börn
greinst með insúlínháða sykursýki
hér á landi, en undanfarna áratugi
hafa nýgreiningar aukist um 3% á
ári. Það þýðir að 18 til 20 börn
hafa greinst árlega, en breytileiki
milli ára hefur þó verið mjög mik-
ill vegna lítils þýðis.
Ragnar Bjarnason, yfirlæknir
barnadeildar Landspítalans, segir
við Morgunblaðið að ekki sé hægt
að fullyrða að fjöldi greininga í ár
hafi nokkuð með Covid-19 að
gera. Til að svara þeirri spurn-
ingu þurfi mun stærra þýði. Til
stendur að slíkt verði skoðað sam-
eiginlega í Danmörku, Noregi,
Svíþjóð og á Íslandi. „Það mun
taka langan tíma að fá fram þess-
ar niðurstöður.“
„Börn greinast oft með sykur-
sýki í tengslum við veirusýkingu.
Sýkingin sjálf veldur þó ekki sjúk-
dómnum heldur flýtir greiningu
þar sem insúlínþörf eykst vegna
sýkingarinnar. Ekki er hægt að
mæta þessari auknu þörf vegna
þess að líkaminn er búinn að eyða
svo mörgum beta-frumum, sem
framleiða insúlín í brisinu.“
Átján börn hafa greinst með sykursýki
_ Skortur hefur verið á sinnepi í ár
og er helsta ástæðan miklir þurrkar í
Kanada. Þar í landi eru framleidd um
það bil fjögur af hverjum fimm sinn-
epsfræjum á heimsvísu. Verð á fræj-
unum hefur þrefaldast í kjölfar
þurrkanna og framleiðendur á sinn-
epi hafa dregið saman seglin.
Skorturinn veldur því að sinnep er skammtað á alla markaði, þar á með-
al til Íslands. Hillur hafa víða verið tómlegar í kjörbúðum landsins að und-
anförnu þar sem venjulega sitja krukkur af sinnepi. ÓJK-ÍSAM flytur inn
Maille-sinnepið vinsæla frá Frakklandi en fyrirtækið fær um helmingi
minna af vörunni til sölu en venjulega. Reynt hefur verið að stýra framboð-
inu hér á landi í ár, en víst er að Íslendingar eru loks farnir að finna fyrir
skortinum. Framleiðslan nær sér ekki á strik fyrr en eftir áramót. »4
Þurrkar valda skorti á sinnepi á heimsvísu