Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022 „Hér hafa allir hlaupið mjög hratt. Ég held að það sé góð samstaða í borgarráði milli minni- og meiri- hluta um að gera allt sem við get- um til þess að auka framboð á plássum og koma börnum á leik- skóla,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs, eftir kynningu borgarráðs á tillögum vegna leikskólavandans í gær. Alls voru sex tillögur kynntar. Kristín Tómasdóttir, fjögurra barna móðir og fjölskyldumeðferð- arfræðingur sem hefur staðið fyrir mótmælum vegna leikskólavandans í Reykjavíkurborg, tók til máls að kynningu lokinni. Kvaðst hún ekki sátt við kynningu borgaryfirvalda á tillögum þeirra á lausn vandans og telur hún borgina þurfa að gera betur. Þá sakaði hún borgaryfir- völd um kæruleysi og dónaskap og sagði kynninguna ekki innihalda nein bein svör. „Við getum ekki farið í vinnuna okkar vegna þess að þið eruð ekki að vinna vinnuna ykkar.“ Biðlistabætur ekki á meðal tillaganna Kristín kallaði eftir því að borgin myndi greiða foreldrum biðlista- bætur þar sem margir hefðu þurft að hætta vinnu. Á fundi borgarráðs þann 11. ágúst lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að foreldrar þeirra barna sem væru orðin 12 mánaða eða eldri og enn á biðlista fengju um 200.000 krónur í mán- aðarlegar biðlistabætur. Biðlista- bætur voru ekki meðal tillagnanna sem meirihluti borgarráðs kynnti í gær. Einar Þorsteinsson segir það vera snúið mál að greiða foreldrum sem eru með börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík biðlista- bætur. „Það þarf að nýta fjár- magnið sem best til að auka úrræð- in. Það eru víða biðlistar í borg- inni.“ Sem dæmi nefnir Einar bið- lista eftir félagslegu húsnæði og þjónustu við fatlað fólk. „Það er alveg viðbúið að þeir sem myndu fá biðlistabætur í leik- skólakerfinu myndu ekki vera þeir einu sem myndu gera kröfu um biðlistabætur. Af því að aðrir hóp- ar, sem eiga rétt á lögbundinni þjónustu, munu telja sig eiga skýra kröfu á að fá bætur líka. Í því sam- hengi má benda á að leikskólaúr- ræði er ekki lögbundin skylda sveitarfélaganna.“ Tillögunni um biðlistabætur var ekki hafnað af borgarráði. Var hún sendi til umsagnar hjá fjármála- og áhættustýringarsviði sem mun greina umfang hennar og þau laga- legu sjónarmið sem eru uppi varð- andi jafnræði gagnvart öðrum hóp- um. Stórt mál sem geti haft alvarlegar afleiðingar Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps borgarinnar í uppbygg- ingu leikskóla, segir biðlistabætur vera í skoðun en að það sé mjög stórt mál sem geti haft alvarlegar afleiðingar. „Við þurfum að skoða fordæmið og jafnræði gagnvart öðrum umsækjendum um grunn- þjónustu. Eiga þeir þá sama rétt eins og í þessu tilviki? Þessari til- lögu er ekki hafnað, hún fer í rýni og skoðun og fær umsögn hjá fjár- málaskrifstofunni.“ Hann segir að á biðlista eftir leikskólaplássi séu um 665 börn sem eru 12 mánaða og eldri. Segir tillögurnar ekki duga til Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, fagnar því að eitthvað sé gert til að taka á vand- anum en segir þó að tillögur meiri- hlutans dugi ekki til. „Það skortir raunhæfar tímaáætlanir, áætlanir um mönnun og tölfræði um það hversu langt þetta nær til að stytta biðlistann til framtíðar.“ Að mati Hildar koma tillögur meirihlutans heldur seint. Skúli Helgason telur aftur á móti tillögurnar til þess fallnar að bæta stöðuna mikið. „Við erum fyrst og fremst með þessum tillögum að reyna að koma til móts við foreldra sem höfðu réttmætar væntingar um að þeir kæmust með börnin inn í haust. Við byggðum okkar tímaáætlun á þeirri spá sem skóla- og frístunda- svið gaf út miðað við þær fram- kvæmdir sem voru í gangi. Sam- kvæmt þeim átti að vera hægt að taka á móti 12 mánaða börnum í haust. Svo hafa ýmsir þættir orðið til þess að tefja það plan en mark- miðið er áfram það sama. Við vilj- um koma börnum frá 12 mánaða inn í leikskólana og þurfum að finna nýjar leiðir, til viðbótar við þær sem hafa þegar verið sam- þykktar. Þessar tillögur eru inn- legg inn í þá vinnu,“ segir Skúli. Margar aðgerðir í tengslum við mönnunarvandann Spurður um mönnunarvandann segir Skúli að hann sé vel reifaður í greinargerðinni sem fylgir með til- lögunum. „Þar er sérstakur kafli um mönnunarmálin. Það eru mjög margar aðgerðir í gangi á sviðinu um þau mál. Þetta er meiri vinna varðandi mönnun en við höfum séð lengi.“ Tillögur að lausnum kynntar - Um 665 börn 12 mánaða og eldri á biðlista eftir leikskólaplássi - Kallað eftir biðlistabótum fyrir for- eldra - Borgin kynnti sex tillögur að lausn á leikskólavandanum - Telur að borgin þurfi að gera betur Morgunblaðið/Hákon Leikskólamál Kristín Tómasdóttir tók til máls eftir að meirihlutinn kynnti tillögurnar að leikskólavandanum Nýjar aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum Heimild: Reykjavíkurborg 1.OpnunÆvintýraborgar á Nauthólsvegi verði flýtt til fyrri hluta september Áhersla verður á fjölbreytta útiveru meðan unnið er að frágangi útileiksvæðis. Leikskólinn getur tekið á móti 100 börnum. 2. Laust húsnæði borg- arinnar verði nýtt til að taka við nýjum börnum í haust Verið er að kanna hvort nýta megi Korpuskóla undir leikskólastarf. Einnig tvær deildir til viðbótar í leikskólanum Bakka í Staðarhverfi. Þannig er stefnt að því að fjölga plássum um 160-200. Þá er skoðað hvort hægt er að nýta húsnæði frístundaheimila og annað húsnæði borgarinnar. 3. Nýr leikskóli í Fossvogi Reykjavíkurborg nýti forkaupsrétt sinn með kaupum á lóð í Fossvogs- dalnum, við hlið Rækt- unarstöðvar Reykjavíkur. Ævintýraborg fyrir 100 börn verði sett upp á lóðinni verði skipulagsbreytingar fyrir lóðina samþykktar. 4. Stækkun Steinahlíðar Reykjavíkurborg taki upp viðræður við Barna- vinafélagið Sumargjöf sem á húsnæði og lóð Steinahlíðar um að leik- skólinn verði stækkaður, tímabundið og/eða varan- lega. Steinahlíð rúmar 55 börn í dag. 5. Hækkun niðurgreiðslu til dagforeldra Stofnstyrkir verði hækkaðir og fleiri leiðir til úrbóta kannaðar, s.s. húsnæðisstuðningur og fræðslustyrkir. 6. Verklag leikskóla- innritunar Samþykkt var að verklag leikskólainnritunar verði endurskoðað með tilliti til bættrar upplýsingagjaf- ar til foreldra, einföldun- ar umsóknarferils og meira gagnsæis. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum því miður ekki náð að anna eftirspurn í ár. Við fáum aldrei nægjanlegt magn af vörum,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir, vöru- merkjastjóri í matvörudeild ÓJK- ÍSAM sem flytur inn hið vinsæla Maille-sinnep frá Frakklandi. Margir hafa komið að tómum hillum í kjörbúðum á höfuðborg- arsvæðinu að undanförnu sem alla jafna svigna undan ýmsum gerðum af Dijon-sinnepi. Dijon-sinnepið á sér marga aðdáendur enda þykir sú blanda, sem næst fram með því að láta brún sinnepsfræ liggja á hvítvíni, slá einstakan tón. Skortur hefur verið á sinnepi í heiminum í ár en hann má að mestu rekja til mikilla þurrka í Kanada. Þar í landi eru framleidd um 80% af öllum sinnepsfræjum í heiminum. Stríðið í Úkraínu spilar enn fremur inn í skortinn því þar er framleitt talsvert af hvítum sinnepsfræjum, sem notuð eru í gult sinnep og breskt sinnep. Eftir að hvítu fræin urðu ófáanleg sóttu margir framleiðendur í þau brúnu sem Kanadamenn framleiða. Verð- ið þrefaldaðist og því hafa fram- leiðendur dregið saman seglin. Tinna segir að skorturinn hafi verið viðvarandi allt þetta ár en það er fyrst núna sem hann bítur okkur Íslendinga. „Þetta er að koma í bakið á okkur núna. Vegna skorts á sinnepsfræjum er sinn- epið skammtað á alla markaði. Við fáum um helmingi minna en við seljum venjulega. Þannig hefur þetta verið í ár. Þó við höfum reynt að stýra framboðinu kemur þetta í bylgjum. Við vildum ekki að allt væri búið í júlí og nú er út- lit fyrir að það líti ágætlega út með framboð fyrir jólin,“ segir hún. Von er á sendingu af Maille-sinnepi eftir 1-2 vikur og þá ætti að vera hægt að næla sér í krukku í flestum búðum. Ljóst er þó að það verður ekki fyrr en á nýju ári sem framleiðslan kemst í samt horf og fólk getur gengið að tryggum birgðum. „Fólk þarf að fylgjast með þeg- ar næsta sending kemur. Svo fáum við aftur magn fyrir jólin. Það eru sterkar hefðir sem sinn- epið er hluti af og við stílum vís- vitandi inn á að hægt sé að halda í þær,“ segir Tinna Gunnlaugs- dóttir. Sinnepsskortur skekur landsmenn - Dijon-sinnep víða ófáanlegt um þessar mundir - Tómar hillur í kjörbúðum en von á sendingu eftir 1-2 vikur - Þurrkum í Kanada og stríðinu í Úkraínu um að kenna - Vona að nóg verði til fyrir jólin Morgunblaðið/Hákon Skortur Þar sem Dijon-sinnepið er vanalega að finna er nú allt tómt. Enn er þó hægt að næla sér í krukku af pólsku sinnepi og sælkerasinnepi Svövu. AFP/JEFF PACHOUD Vinsælt Hið franska Dijon-sinnep á sér marga aðdáendur. Hér má sjá veg- lega sinneps-verslun sem er að finna í borginni Dijon í Austur-Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.