Morgunblaðið - 19.08.2022, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022
✝
Jón Hermann
Arngrímsson
fæddist 11. júlí
1939 í Flatey á
Breiðafirði. Hann
lést á heimili sínu 5.
ágúst 2022.
Foreldrar hans
voru Arngrímur
Björnsson og Þor-
björg Jensdóttir
Guðmundsdóttir.
Bróðir hans var
Bjarni, f. 1936, giftur Halldóru
Gunnarsdóttur, f. 1936. Þau eru
bæði látin.
Jón kvæntist hinn 2. nóv-
ember 1962 Pálínu Georgsdótt-
ur, f. 30.11. 1932, d. 13.8. 2010.
Þau áttu börnin Hermann S.;
stúlku (látin) og Jónu Kristínu.
Þau áttu fjögur barnabörn (eitt
látið) og tvö barnabarnabörn.
Jón fæddist í Flatey á Breiða-
firði og ólst þar upp til þriggja
ára aldurs. Fjöl-
skyldan fór að Ögri
í Ísafjarðardjúpi og
var þar í tvö ár en
fluttist síðan til
Ólafsvíkur árið
1945 og þar bjó Jón
allar götur síðan.
Hann dvaldi þó
mörg sumur í Flat-
ey hjá ömmu sinni.
Jón gekk í
Grunnskólann í
Ólafsvík og síðan í Iðnskólann í
Reykjavík þar sem hann útskrif-
aðist sem meistari í rafvirkjun.
Hann vann hjá rafvirkjanum
Tómasi Þ. Gunnarssyni í Ólafs-
vík til 1971, þegar hann stofnaði
sitt eigið fyrirtæki með félaga
sínum, Trausta Magnússyni, og
starfaði þar þar til hann lést.
Útför Jóns fer fram frá Ólafs-
víkurkirkju í dag, 19. ágúst
2022, kl. 13.
Elsku pabbi minn. Þín mun ég
sakna mjög mikið, enginn var eins
ástúðlegur og þú, þú skildir ætíð
allt. Alltaf var gott að tala við þig
og þú varst svo glaður að heyra í
mér og Birtu, yngsta barnabarni
þínu.
Liðin er sú tíð þegar ég var lítið
barn, þú brosandi blítt breyttir
sorg í gleði. Þú labbaðir um bæinn
okkar og sýndir öllum litlu stelp-
una þína.
Já svona varst þú. Þú varst alla
tíð mjög hjálpsamur þinni fjöl-
skyldu og varst kominn um leið og
eitthvað bjátaði á hjá okkur systk-
inunum.
Þú varst ætíð mjög gjafmildur
og hjálpsamur, en þú vildir enga
hjálp þiggja frá okkur börnunum
þínum. Það þótti mér erfitt því ég
var boðin og búin að aðstoða þig.
En ég vissi líka að vinir þínir í
bænum okkar hugsuðu vel um þig.
Vil ég þakka sérstaklega Þórði
fyrir vinskapinn og hjálpsemina
við þig. Það gerði okkur systkin-
unum kleift að þú gast verið heima
hjá þér til andláts.
En núna verður tómlegt að
koma í víkina þína þegar þú ert
ekki lengur þar.
Ég dáði alltaf þína léttu lund og
húmorinn þinn. Það var gaman að
tala við þig því þú sást oft svo
skondið við lífið og tilveruna.
Einnig varstu listrænn, bæði mál-
aðir, ortir vísur og fleira, og munu
þessir hlutir hjálpa okkur að muna
eftir þér um ókomna tíð.
Ég mun halda áfram að koma í
sumarbústaðinn sem er í sveitinni
hennar mömmu. Þar leið þér alltaf
vel og mér líka. Finnst mér best
að vera þar þegar sorgin bankar á
dyrnar.
Seint mun ég gleyma mjúka og
hlýja handtakinu þínu þegar þú
leiddir mig upp að altarinu og
væntumþykjunni sem þú sýndir
mér. Þennan dag ætlaðir þú að tjá
þig um mig en gast það ekki því þú
varst svo meyr og megnið af saln-
um fór að gráta með þér, já svona
varstu pabbi minn. Núna munu
æskunnar ómar ylja mér þegar þú
verður lagður til hinstu hvíldar.
Nú kveð ég þig í dag, pabbi
minn. Minning um góðan pabba
mun ávallt lifa, ég mun alltaf elska
þig. Takk fyrir allt, hvíl í friði í
örmum mömmu sem þú elskaðir
og saknaðir alltaf svo mikið.
Þín dóttir,
Jóna Kristín og
dótturdóttir, Birta Mjöll.
Jón Arngrímsson lést á heimili
sínu hinn 5. ágúst sl.
Jón ól nær allan sinn aldur í
Ólafsvík, sonur Arngríms Björns-
sonar, hins góða læknis, sem hér
starfaði lengi.
Jón var mikill persónuleiki og
gáfumaður sem við fjölskyldan
vorum svo heppin að eiga samleið
með.
Ég kynntist Jóni fljótlega þeg-
ar ég flutti til Ólafsvíkur upp úr
1960. Þar sem ég var stýrimaður á
báti þar þurfti ég oft að kalla á raf-
virkja og þá mætti Jón rafvirki.
Mér leist ekkert á hann í fyrstu
enda maðurinn þungur á brún og
óð strax í verkið og kláraði á met-
tíma!
Það fór ekki fram hjá mér að
þarna fór merkilegur maður.
Fljótlega kynntist ég honum bet-
ur og komst að því að hann æfði
fótbolta og við fórum að æfa sam-
an og ekki var verra að hann hélt
með mínu liði, Arsenal. Við urðum
góðir vinir og náðum vel saman.
Hann hafði alltaf mjög mikið að
gera enda einstaklega hæfileika-
ríkur í sínu fagi sem öðru. Hann
var líka vel skáldmæltur, við hjón-
in nutum þess heiðurs að fá að gjöf
frá honum skemmtilegan brag um
hvort okkar, sem við geymum vel.
Hvert sinn sem við hittum hann
skildi hann eftir hjá okkur gleði,
góða sögu og fróðleik um menn og
málefni.
Nú seinni ár höfum við ásamt
nokkrum öðrum vinum hist hvern
virkan morgun til að spjalla um
„leikinn“, bæði í lífinu sem á vell-
inum. Staðinn sem við hittumst á
kallaði hann Bölmóðsstað, sem
sýnir vel húmorinn hans.
Við hjónin minnumst hans með
þakklæti og söknuði og sendum
börnum hans og fjölskyldu inni-
legar samúðarkveðjur.
Gunnar og Ester.
Jón H.
Arngrímsson
✝
Þorvaldur Sig-
urjón Helga-
son fæddist 29.
desember 1931 á
Kollsá í Hrúta-
firði. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð 29.
júlí 2022.
Foreldrar hans
voru Helgi Hann-
esson, f. 1901, d.
1988, trésmiður
og Sólveig Tómasdóttir, f.
1900, d. 1973, húsmóðir.
Systkini Þorvaldar: Tómas
Valtýr, f. 1929, d. 1992, Þrúð-
ur Ingibjörg, f. 1929, d. 1929,
og Hannes Grétar, f. 1935.
Hinn 14. ágúst 1954 giftist
Þorvaldur eftirlifandi eigin-
konu sinni, Helgu Ingvars-
dóttur. Foreldrar hennar
voru Ingvar Magnússon, f.
1905, d. 1986, bóndi og Sig-
rún Einarsdóttir, f. 1893, d.
1981, húsmóðir.
Börn Helgu og Þorvaldar
eru: 1) Ingvar Sigurjón, f.
1955, giftur Önnu Maríu
Bjarnadóttur og eiga þau
börnin Huldu Björgu og
Bjarna Rúnar, barnabörnin
eru fimm. 2) Helgi Benedikt,
f. 1957, giftur Elínu H. Ragn-
arsdóttur og eiga þau Ragnar
rak Þorvaldur búvéla- og bif-
reiðaverkstæði.
Hestamennska átti allan
hans hug og var hann með
hesta alla tíð. Lengst af í
Gusti í Kópavogi þar sem
hann var virkur félagsmaður.
Hestaferðalög voru í miklu
uppáhaldi hjá Þorvaldi. Þor-
valdur og Helga áttu sér un-
aðsreit í Borgarfirði þaðan
sem Helga er ættuð. Á Hofs-
stöðum í Stafholtstungum
byggðu þau sér bústað sem
þau voru mikið í alla tíð. Á
Hofsstöðum bjuggu foreldrar
Helgu sem og systir hennar
Ingunn, sem var gift bróður
Þorvaldar, Tómasi. Í Þrúð-
arseli, sem var heitið á bú-
staðnum þeirra, áttu þau góð-
ar stundir og sinnti Þorvaldur
viðhaldi allt fram á síðasta
dag.
Þorvaldur bjó lengst af í
Kópavogi, nánar tiltekið á
Hraunbraut 2, í húsi sem for-
eldrar hans byggðu. Bjó hann
þar þangað til í október 2021
þegar heilsu hans og getu fór
að hraka. Í kjölfarið fór hann
í Sunnuhlíð og var þar ásamt
konu sinni. Helga fór á hjúkr-
unarheimili 2014 vegna heilsu-
brests. Frá þeim tíma bjó Þor-
valdur hjá dóttur sinni Sól-
veigu, manni hennar Reyni og
dætrum þeirra þremur, Sóldísi
Birtu, Kolfinnu Bjarneyju og
Emmu Sóllilju.
Þorvaldur verður jarðsung-
inn frá Kópavogskirkju í dag,
19. ágúst 2022, kl. 15.
Má, Helgu Dögg
og Andra Þór,
barnabörnin eru
sex. 3) Rúnar Sól-
berg, f. 1960, gift-
ur Helgu J. Karls-
dóttur, börn
þeirra eru Sig-
urður Karl, Þór-
unn Valdís og
Rúnar Freyr,
barnabörnin eru
10. 4) Valdimar
Tómas, f. 1965, giftur Adrian
Estorgio. 5) Sólveig Þrúður, f.
1974, gift Reyni Þór
Valgarðssyni, dætur þeirra
eru Sóldís Birta, Kolfinna
Bjarney og Emma Sóllilja.
Fyrir á Reynir soninn Arnór
Gísla.
Fyrir átti Þorvaldur soninn
Bjarna Þór, f. 1953, með
Helgu Ágústu Vigfúsdóttur.
Þorvaldur ólst upp á Kollsá
í Hrútafirði fram á unglings-
ár þegar hann flutti til
Reykjavíkur til að læra. Hann
lærði bifvélavirkjun hjá Sím-
anum og vann þar í nokkur
ár. Þorvaldur vann lengst af í
Loftorku Hafnarfirði sem bif-
vélavirki.
Á árunum 1966-1972
bjuggu Þorvaldur og Helga á
Borðeyri við Hrútafjörð. Þar
Elsku pabbi minn, allt mitt líf
hef ég kviðið fyrir þessum degi
sem rann upp hinn 29. júlí sl.
þegar þú lést. Allt í einu varð ég
bara fimm ára og vildi ekki trúa
því að þú yrðir ekki eilífur. Allt
mitt líf hef ég verið með þér og
kringum þig, þú varst maðurinn
í mínu lífi sem allt kunnir og allt
gast. Þú varst með stærstu
hendurnar sem vermdu mig svo
vel þegar mér var kalt. Hver á
að verma hendurnar mínar
núna? Ég er svo heppin að hafa
fengið þig og mömmu sem for-
eldra og alla þessa bræður líka,
allir báru mig á höndum sér og
pössuðu upp á mig. Ekkert mátti
koma fyrir litlu prinsessuna
allra. Ég var yndið þitt yngsta
og besta og einnig eina stelpan
ykkar. Elsku pabbi, það sem ég
sakna þín og stundanna okkar
þar sem við gátum setið saman,
stundum með „ég munda“,
stundum með Reyni og stelpun-
um okkar og stundum bara við
tvö. Þær stundir voru alltaf svo
yndislegar af því að við pabbi
vorum svo lík, við þurftum ekki
mikið af orðum og kunnum svo
vel að sitja og þegja saman.
Ég minnist með svo mikilli
hlýju og þakklæti allra stund-
anna okkar í Þrúðarseli eða á
Hraunbrautinni. Ég og þú elsku
pabbi minn. Ég var svo heppin
þegar ég kynntist hinum mann-
inum í mínu lífi, honum Reyni
mínum, hvað þið smulluð vel
saman. Það sem þið gátuð spáð
og spekúlerað. Stundum hér á
Hraunbrautinni og stundum
uppi á Hofsstöðum.
Það voru forréttindi fyrir okk-
ur fjölskylduna og ekki síst fyrir
stelpurnar mínar að fá að alast
upp í ömmu og afa húsi. Fyrst
við uppi og þið mamma niðri og
svo við í öllu húsinu, mamma
komin í Sunnuhlíð og þú bjóst
hjá okkur. Þú varst svo mikill
partur af okkar lífi og tókst þátt
í öllu með okkur. Ég minnist
ferðalags sem við fórum í fyrir
tveimur árum um Suðurlandið.
Þá fórum við, ég og þú, Reynir
og elsku Emma þín, með nesti
og nýja skó og gerðum vel við
okkur og gistum á hótelum og
borðuðum á veitingastöðum. Í
þessari ferð fórum við til Vest-
mannaeyja en þangað hafðir þú
aldrei farið. Þetta var yndisleg
ferð og skildi eftir sig margar
minningar.
Síðustu dagana þína dró
smátt og smátt af þér, stundum
fannst mér samt eins og þú vær-
ir að bíða eftir mér að ég kæmi
heim. Ég var erlendis þegar þú
kvaddir elsku pabbi minn en
daginn áður en þú fórst náði ég
myndsímtali með þér þar sem ég
hvíslaði að þér að þú mættir fara
í sumarlandið þitt sem þú varst
alveg með á hreinu hvernig liti
út. Ég sagði þér að loka aug-
unum og hvíla þig vel, ég elskaði
þig og gæfi þér leyfi til að fara.
Þegar stundin þín kom hafðirðu
þetta alveg eins og þú varst allt-
af, fórst hægt og hljótt. Þú meira
að segja beiðst eftir því að þið
mamma væruð ein og þar héld-
ust þið í hendur og þú dróst síð-
asta andardráttinn einn með
kærustunni þinni sæll og glaður.
Elsku pabbi minn, núna er
komið að því að kveðja þig og
eftir standa allar þær minningar
sem ég á af mér með þér. Þessar
minningar ætla ég að geyma og
varðveita í hjartanu um ókomin
ár. Góða ferð í sumarlandið, þú
ert alveg örugglega kominn á
bak á Andvara með Kolla á eftir
þér.
Lof jú!
Þín pabbastelpa alltaf,
Sólveig Þrúður.
Elsku afi, ég sakna þín óend-
anlega mikið. Ég vildi að þú vær-
ir hérna hjá mér að verma hend-
urnar mínar. Og þegar ég kom
heim úr skólanum sagðir þú við
mig: „Hvað varstu að gera í skól-
anum í dag?“ Þú sýndir mér allt-
af svo mikinn áhuga og sagðir
alltaf Emma mín. Þegar ég kom
heim úr skólanum vildirðu alltaf
heyra mig lesa. Þegar ég var lítil
varst það þú sem naglalakkaðir
mig. Ég man líka að á jólunum
bökuðum við parta saman. Þá
gerðum við deigið og þú steiktir.
Elsku afi minn, ég veit að þú ert
kominn í sumarlandið og þar líð-
ur þér vel. Ég skal passa ömmu
fyrir þig.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Ég elska þig.
Þín afastelpa,
Emma Sóllilja.
Elstu minningar mínar af
Valda afa eru sennilegast af hon-
um á Hraunbrautinni að gefa
mér í nefið. Ef ég sá afa fá sér í
nefið þurfti ég alltaf að fá líka og
afi gaf mér nokkur korn sem ég
blés af handarbakinu. Ég elskaði
að vera á Hraunbrautinni hjá
ömmu og afa og ef maður heyrði
af því að þau væru að fara í
sveitina þá reyndi maður að fara
með. Ef ég fór ein í bíl með afa
þá fékk ég að sitja frammí, hafa
gluggann opinn og stoppa í
sjoppu í Hvalfirðinum, annað en
hjá mömmu og pabba.
Afi var mikill hestamaður og
sótti ég mikið í að fá að fara með
honum í húsin og á hestbak.
Þegar ég var 10 ára datt ég af
baki og missti kjarkinn þótt mig
langaði alltaf á bak. Afi, svo ljúf-
ur og þolinmóður, tók mig með
sér í aukataumi í útreiðartúra al-
veg þar til ég fór að hafa kjark-
inn til að ríða ein út, og það tók
nú alveg tímann sinn að ná
hræðslunni úr stelpunni. Stund-
irnar sem ég átti með afa í hest-
húsinu voru ómetanlegar, við
hjálpuðumst að við að moka og
gefa, fórum á hestbak, spjölluð-
um og afi sagði manni sögur. Svo
hitti maður hina og þessa félaga
afa yfir spjalli í húsunum.
Ég man ekki eftir því að afi
hafi skammað mig, ég man eftir
honum skammast, en hann varð
aldrei reiður við mig. Ég fékk
bílinn þeirra ömmu lánaðan til
að keyra um í sveitinni viku fyrir
17 ára afmælið mitt. Það fór ekki
betur en svo að ég gleymdi mér
aðeins og keyrði út af, braut
spegilinn og rispaði bílinn. Það
sem ég var hrædd við að segja
afa frá þessu. En afi tók því
ósköp rólega. – Ég gæti þó trúað
því að þessi bílferð mín hafi verið
ástæðan fyrir því að afi var ekk-
ert hrifinn af því að lána yngri
frændsystkinum mínum bílinn
sinn.
Eftir að ég varð fullorðin voru
flestar okkar samverustundir í
sveitinni. Þegar Maggi minn var
um tveggja ára fór hann að kalla
afa Gomba og einhvern veginn
festist það við hann hjá mínum
börnum. Þegar maður mætti í
sveitina kom maður alltaf við hjá
afa í kaffibolla og smá spjall.
Maggi minn var ekki hár í loft-
inu þegar hann fór að byrja alla
morgna á því að kíkja yfir til
ömmu og afa í morgunspjall.
Eitt sumarið þegar ég var með
krakkana í sveitinni var ég að
verða fatalaus og þurfti að kom-
ast í þvottavél. Afi var með litla
þvottavél í athvarfinu sínu sem
hann bauð mér að nota. Ég
mætti með stóran poka af þvotti
og setti í fyrstu vél. Þegar ég
ætlaði svo að koma og taka úr
henni var afi búinn að hengja allt
upp fyrir mig og setja í næstu.
Ég gat nú ekki annað en dáðst
að dugnaðinum í honum afa mín-
um. Þá var mér bent á það að
honum leiddist það ekki því að
hann væri með kassa af bjór í at-
hvarfinu og fengi sér alltaf einn
þegar hann færi að taka úr vél-
inni.
Þau eru svo ótalmörg lýsing-
arorðin sem eiga við hann Valda
afa minn og minningarnar um
hann eru óteljandi. Eitt er víst
að ég á aldrei eftir að keyra fram
hjá Þrúðarseli á leið heim úr
sveitinni án þess að verða hugs-
að til afa, því að kveðja afa var
alltaf það síðasta sem maður
gerði þegar maður keyrði af stað
heim.
Hvíl í friði elsku afi minn og
takk fyrir allt.
Þín
Þórunn Valdís Rúnarsdóttir
(Dísa).
Elsku hjartans afi minn, mikið
þykir mér erfitt að setjast niður
og skrifa um þig í þátíð. Þú varst
svo stór maður, svo stór per-
sónuleiki og svo gríðarlega stór
partur af mér og mínu lífi. Ég
minnist allra sveitaferðanna, bíl-
túranna og pólitísku samræðn-
anna okkar þar sem við gátum
rætt allt milli himins og jarðar.
Ekki vorum við alltaf sammála
en urðum þó alltaf að lokum
sammála um að vera ósammála.
Ég ólst upp í faðmi ykkar ömmu,
og þvílík forréttindi sem það
voru. Þú hafðir frá svo mörgu að
segja og gátum við eytt mörgum
klukkustundum í að ræða málin
og þá oft á tíðum töluðum við um
gamla tíma. Þú sagðir mér ýms-
ar sögur frá því hvernig þú ólst
upp og hvernig þið amma fet-
uðuð ykkar fyrstu fótspor, sem
gaf mér gott veganesti út í lífið.
Þú varst staðfastur á þínu fram
að síðasta degi, þegar þú tókst
ákvörðun var ekki hægt að
hreyfa við henni, sama hvort sú
ákvörðun hafi verið rétt eða röng
að mati okkar hinna. Ég man
hvað þú hafðir skrítinn smekk á
mat, og var þorrinn þinn eft-
irlætistími. Ég laumaði því oft að
þér hvort það væri hollt að borða
skemmdan mat, en þau ummæli
voru afar óvinsæl í þínum eyrum
enda þótti þér þorramatur lost-
æti. Ég bað þig oft á tíðum að
borða þennan óþverra úti, og þá
rakstu upp hlátur og bauðst mér
smakk, sem ég afþakkaði pent.
Elsku afi, mér þykir vænt um að
hafa fylgt þér síðasta spölinn og
ég geri ráð fyrir að þú sért far-
inn í útreiðartúr á öðrum slóðum
í góðra vina hópi. Ég held fast í
höndina á ömmu og mun passa
hana fyrir þig, eins og ég lofaði
þér. Þegar ég vissi í hvað stefndi
samdi ég ljóð, og mig langar til
að láta það fylgja með. Við
sjáumst hinum megin þegar
minn tími kemur, þangað til ylja
allar minningarnar um heimsins
besta afa ásamt því dýrmæta
sem þú skildir eftir.
Ég þakka þér afi liðin ár,
þær stundir er áttum við saman.
Af hvörmum mér falla sorgartár,
ég minnist hve alltaf var gaman.
Heima á Hraunbraut við hugsum til
þín,
hve gott var þig ávallt að hafa.
Sjá það svo betur að hamingja mín,
var að eiga svo indælan afa.
Hér sólin er sest hjá þér afi minn,
á öðrum stað skín hún bjartar.
Nú sál þín og andi þar friðinn finn,
guðsbirtan fegurð þar skartar.
Kvöldið er komið afi minn,
þú hvílir nú friðsæll og sefur rótt.
Ég legg að vanga tárvota kinn,
og býð þér í hinsta sinn góða nótt.
Þín afastelpa,
Birta.
Þorvaldur Sigurjón
Helgason
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar