Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022
✝
Ingibjörg
Bjarnadóttir,
bóndi og húsfreyja
í Gnúpufelli í
Eyjafjarðarsveit,
fæddist 22. sept-
ember 1926. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Lögmannshlíð á
Akureyri 21. júlí
2022.
Ingibjörg fædd-
ist í Lambadal í Dýrafirði og
ólst þar upp. Foreldrar hennar
voru hjónin Bjarni Sigurðsson,
fæddur í Botni í Dýrafirði
27.5. 1868, d. 3.10. 1951, bóndi
og sjómaður á Fjallaskaga við
Dýrafjörð og síðar í Lambadal,
og seinni kona hans Sigríður
Gunnjóna Vigfúsdóttir, fædd í
Alviðru í Dýrafirði 16.9. 1881,
d. 1.10. 1964, húsfreyja á
Fjallaskaga og í Lambadal.
Ingibjörg var yngst systkina
sinna en hún átti þrettán al-
systkini og eina hálfsystur.
Þau eru öll látin. Hálfsystir
Ingibjargar samfeðra var
Rannveig Sigríður, f. 1901. Al-
systkini Ingibjargar: Sigríður
Guðrún, f. 1907, Jónasína, f.
27.2. 1952, tækniteiknari.
Fyrrverandi sambýlismaður
Þórlaugar var Stefán Svein-
björnsson, f. 1951, offsetprent-
ari í Reykjavík, sonur þeirra
er Tómas, f. 1976. Þórlaug býr
í Bandaríkjunum. 3) Frið-
finnur Knútur, f. 5.5. 1954,
verkfræðingur. Kona hans er
Arna Þorvalds, f. 1956, leik-
skólakennari, þau búa í
Reykjavík. Börn þeirra eru
Hilda, f. 1976, og Birkir, f.
1982. 4) Svanhildur, f. 1.7.
1958, framhaldsskólakennari.
Maður hennar er Gunnar Jóns-
son, f. 1950, fv. skrif-
stofustjóri, þau búa á Ak-
ureyri. Synir þeirra eru
Daníel, f. 1979, og Sigurður
Þorri, f. 1989. 5) Friðjón Ás-
geir, f. 1.8. 1967, múrarameist-
ari. Kona hans er Heiðrún
Arnsteinsdóttir, f. 1969, meist-
ari í kjólasaum. Dætur þeirra
eru Valdís Halla, f. 1996 og
Magnea Björg, f. 1999. Lang-
ömmubörn Ingibjargar eru tíu.
Ingibjörg stundaði nám við
Héraðsskólann á Núpi í Dýra-
firði og síðan við Gagnfræða-
skólann á Akureyri þaðan sem
hún lauk gagnfræðaprófi vorið
1947. Hún lauk námi frá Hús-
mæðraskólanum á Laugalandi
í Eyjafirði vorið 1949.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag, 19.
ágúst 2022, klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni.
1908, Sigurður, f.
1909, Guðmundur,
f. 1910, Ólöf, f.
1911, Sæmundur,
f. 1913, Vigdís, f.
1914, Jóhannes, f.
1915, Sigurlaugur,
f. 1916, Jón, f.
1917, Sína (Vigfús-
ína), f. 1918, Ingi-
bjartur, f. 1921 og
Árný, f. 1923.
Ingibjörg giftist
21.6. 1950 Daníel Pálmasyni, f.
21.6. 1912, d. 19.3. 1999, bónda
í Gnúpufelli. Foreldrar hans
voru Pálmi Jónas Þórðarson, f.
1886, d. 1956, bóndi í Gnúpu-
felli, og Anna Rósa Ein-
arsdóttir Thorlacius, f. 1872,
d. 1948, hannyrðakona.
Börn Ingibjargar og Daníels
eru: 1) Anna Rósa, f. 9.4. 1950,
hjúkrunarfræðingur. Maður
hennar er Stefán Albertsson, f.
1954, rafverktaki, þau búa í
Reykjavík. Fyrri maður Önnu
Rósu var Sævar Örn Sigurðs-
son, f. 1951, rafeindavirkja-
meistari á Akureyri. Dætur
Önnu Rósu og Sævars eru
Linda Björk, f. 1973, og Katrín
Björk, f. 1981. 2) Þórlaug, f.
Þó þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót.
Frænka eldfjalls og íshafs
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós
sonur landvers og skers.
(SGS)
Mamma var náttúruafl. Vest-
firsk inn í merg. Fædd með tvær
hendur tómar. Í þá daga voru
Vestfirðir jafn langt frá Eyjafirði
og tunglið. Mamma var sauma-
stofa, bakarí, þvottahús, kjöt-
vinnsla, mötuneyti, dýralæknir,
apótek, bóndi, móðir, skáld, hús-
freyja, eiginkona. Ötul og seig.
Stundum óþolandi dugleg. Yfir-
gengilega stundvís og vissi allt áð-
ur en maður sagði henni það.
Engin þörf var á óléttuprófum.
Það var nóg að spyrja mömmu.
Aldrei aftur verður til svona fólk
eins og kynslóð mömmu. Í dag
þurfum við nútímafólkið á nám-
skeið hjá sérstökum fræðingum
til þess að læra um matarsóun og
nýtni. Mamma hefði hinsvegar
þurft nútímahjálp til að losna við
sorgina úr sálinni. Enginn sagði
mömmu fyrir verkum. Svo kom
vorið. Mamma lagði árarnar í bát-
inn og lét berast með golunni yfir
móðuna miklu. Sátt og glöð og
frjáls. Hún hlakkaði til og var
spennt að sjá hvað væri handan
móðunnar. Góða ferð og takk fyrir
allt, elsku mamma.
Kveikt er ljós við ljós,
burt er sortans svið.
Angar rós við rós,
opnast himins hlið.
Niður stjörnum stráð,
engill framhjá fer.
Drottins nægð og náð
boðin alþjóð er.
(SS)
Svanhildur Daníelsdóttir.
Duglega, fallega, söngelska og
snjalla frænka mín er flogin burt.
Hún kom í Eyjafjörð á eftir móð-
ur minni Árnýju til þess að
mennta sig og vera nær systur
sinni. Einstakt systrasamband
var milli þeirra. Sem dæmi um
vinskap þeirra systra var þegar
móðir mín hafði saumað sér spari-
kjól sem hún ætlaði að gifta sig í
skömmu síðar, lánaði hún Ingu
hann til þess að fara á ball en hún
átti þá engan nothæfan kjól.
Inga gekk í Gagnfræðaskóla
Akureyrar en hún átti þann
draum að verða ljósmóðir. Sá
draumur rættist ekki en í staðinn
kynntist hún einstökum öðlingi,
Daníel bónda í Gnúpufelli, sem
hún giftist og saman eignuðust
þau fimm mannvænleg börn.
Móðir mín lést 1957 svo samvera
þeirra systra varð mun styttri en
vonir stóðu til. Inga endurgalt
margfalt kjólalánið og reyndist
okkur systkinunum einstaklega
vel. Ég var í sveit hjá þeim hjón-
um í það minnsta þrjú sumur. Þar
var gott að vera. Ég man aldrei
eftir að vera skömmuð eða að
styggðaryrði félli af vörum nokk-
urs manns. Börnin á heimilinu
voru mér eins og bestu systkin.
Við lékum okkur saman í alls kon-
ar leikjum þegar fullorðna fólkið
lagði sig á daginn. Við unnum létt
störf eins og tíðkast á heimilum en
aldrei var ætlast til of mikils.
Ég fór mjög margar ferðir í
Gnúpufell með mjólkurbílnum, í
flestum fríum frá skóla og vinnu.
Þetta tímabil stóð í nokkur ár.
Þegar ég var fjórtán ára fórum við
fjórar vinkonur á Leyningshóla-
daginn með rútu. Við skemmtum
okkur vel og okkur langaði mikið
að fara á ball í Sólgarði um kvöld-
ið. Inga leysti það vandamál. Hún
bjó um okkur allar á stofugólfinu
og á ballið fórum við glaðar og
kátar. Þá tíðkaðist að unglingar
færu með fullorðna fólkinu á
svona mannfagnaði.
Inga var einstaklega dugleg
kona. Hún vann öll störf sem
þurfti að vinna inni sem úti. Heim-
ilið var fjölmennt því auk hennar
barna voru þar önnur börn í sveit
og þrjú gamalmenni á heimilinu
sitt á hverju tímabilinu.
Inga var mjög vel ritfær, orti
ljóð og skrifaði skemmtilegar frá-
sagnir af liðnum atburðum.
Hún var mjög hjálpsöm. Þegar
ég varð gagnfræðingur bauðst
hún ásamt Sínu systur sinni til að
hjálpa mér að fara í Kennaraskól-
ann í Reykjavík. Ég þáði það ekki
því ég var farin að leigja herbergi
úti í bæ og sjá um mig sjálf. Auk
þess var ég búin að finna manns-
efnið mitt og tímdi ekki að fara.
Rúmu ári síðar hittumst við þegar
hún var að fara að fæða sitt
yngsta barn. Ég var þá trúlofuð
og ófrísk að mínu fyrsta barni og
leigði enn herbergi úti í bæ. Hún
spurði hvernig ég færi að þegar
barnið fæddist. Við foreldrarnir
vorum bæði átján ára og hann í
skóla og vorum ekki búin að finna
úrræði. Þá sagði Inga: „Þú veist
að ef þú lendir í vandræðum kem-
ur þú til mín.“ Það góða boð þurfti
ég ekki að þiggja en þetta eru tvö
dæmi af mörgum um hennar kær-
leik. Ég er ekki eini fjölskyldu-
meðlimurinn sem naut gæsku
hennar því þegar hún var komin
hátt á áttræðisaldur breiddi hún
sinn verndarvæng yfir unga
frænku sína og nöfnu og á hún
mikið hrós skilið fyrir það.
Innilegar þakkir fyrir allt og
innilegar samúðarkveðjur til af-
komenda hennar.
Helga Sigríður
(Helga Sigga).
Elsku amma. Það er komið að
kveðjustund. Stund sem að þínu
mati hefði mátt koma fyrir all-
nokkru. Þú vildir fá að fara beint
úr fallegu sveitinni þinni í sum-
arlandið og varst ekki alveg sátt
við almættið fyrir að leyfa þér það
ekki. Kvöldið fyrir andlátið þitt
varstu þó búin að taka guð þinn í
sátt. Ég sagði þér að Arna Maren
mín væri að fara að taka bílpróf og
þú brostir og sagðir: „Já það er
svo gott að verða sjálfstæður.“
Þegar ég hugsa um þessi orð
finnst mér að í þeim hafi falist
dýpri merking en ég heyrði fyrst.
Sjálfstæðið var nokkuð sem var
ekki sjálfsagt fyrir þér. Þú barðist
oft hart fyrir því á þinni löngu lífs-
leið. Og gafst aldrei upp. Þú hafðir
líka sterka réttlætiskennd og lést
engan vaða yfir þig.
Þegar ríkið ætlaði að gera
hluta af jörðinni ykkar afa upp-
tækan á grunni þess að hún væri
þjóðlenda var þér illilega misboð-
ið. Þú varst orðin áttræð en gast
ennþá bitið frá þér. Þú fórst í
rannsóknarvinnu og lagðir á end-
anum fram skjal frá 17. öld sem
fannst í Kaupmannahöfn og stað-
festi að afréttur Gnúpufells til-
heyrði sannarlega þinni jörð. Þú
varðir drjúgum hluta af ævikvöldi
þínu í þessa baráttu en gafst aldr-
ei upp og hafðir að lokum sigur.
Samband okkar var ekki sér-
lega náið fyrr en nú síðustu árin.
Held að þú hafir kunnað betur að
meta fólk eftir því sem það þrosk-
aðist. Ég á þó margar minningar
um þig úr barnæskunni. Ekki af
því að við höfum spjallað svo mik-
ið heldur af því sem ég sá. Í mín-
um huga varstu sterk, stolt og
sjálfstæð. Náttúrubarn fram í
fingurgóma.
Ein dýrmætasta minning mín
um þig er frá sumrinu þegar ég
dvaldi hjá ykkur afa á unglings-
árum. Þú vaktir mig um miðja
nótt og sagðir að nú þyrfti ég að
koma og hjálpa þér úti í fjósi. Þar
var kýr að bera og hún kom kálf-
inum ekki frá sér. Þú leiðbeindir
mér með að fara með höndina inn
og ná í fætur. „Svo dregurðu þeg-
ar ég segi til.“ Sjálf sastu í básn-
um hjá kúnni og talaðir við hana
og róaðir. Þú hafðir enda einstakt
lag við dýrin, held að þú hafir skil-
ið þau og lesið á annan hátt en
flestir. Að hjálpa þessu litla lífi í
heiminn var það stórkostlegasta
sem ég hafði nokkurn tímann
upplifað.
Eftir því sem árin liðu dýpkaði
samband okkar. Í fyrra fékk ég
tækifæri til að vera hjá þér þegar
þú áttir orðið erfitt með að vera
ein heima. Þá unnum við upp allar
spjallstundir sem við áttum inni.
Þú sagðir mér frá sorginni sem
fylgdi þér alltaf eftir að þú misstir
barn á meðgöngu. Og þá felldirðu
tár. Mikið fann ég til með þér. Þú
leyfðir mér líka að lesa smásög-
una þína um það þegar gamla hús-
ið ykkar brann. Hún er stórkost-
lega vel skrifuð og vonandi fær
hún að hljóma í útvarpinu einn
góðan veðurdag.
Í lokin er kveðja frá pabba:
Þú lagðir til ljósið á slóðina mína
lífið sjálft gafst mér og atlæti best.
Mál er að þakka nú umhyggju þína,
þótt hniginn sé dagur og sólin rétt sest.
(Friðfinnur K. Daníelsson)
Takk fyrir samfylgdina elsku
amma.
Hilda Friðfinnsdóttir.
Nú hefur Ingibjörg móðursyst-
ir mín skipt um svið, tæplega 96
ára. Hún var yngst 15 barna
Bjarna afa míns. Rannveig Sigríð-
ur móðir mín, hálfsystir Ingu, var
elst, f. 1901, en Inga yngst, f. 1926
í Lambadal í Dýrafirði og kveður
síðust systkina sinna. Móðir mín
fluttist suður í Flóa 1926.
Fyrst hitti ég Ingu frænku vor-
ið 1947 heima í Stóru-Sandvík. Því
gleymi ég aldrei. Hún var þá ný-
útskrifuð gagnfræðingur frá Ak-
ureyri, með húfuna, svo geislandi
glöð og frjálsleg í fasi. Ég var 12
ára og hugsaði að svona vildi ég
verða. Hún skrifaði mér að vest-
an, sagði frá búskapnum heima í
Lambadal o.fl. Hún fór fyrst til
Ísafjarðar 14 ára með systkinum
sínum, Vigfúsínu, Árnýju og Sæ-
mundi, og var þá tekin mynd hjá
Simsen. Ævintýraferð. Inga fór á
Núpsskóla 1944-6. Hún var fróð-
leiksfús og minnug. Vegna fjöl-
skylduaðstæðna fór hún til Akur-
eyrar í vinnu, lauk þar
gagnfræðaprófi og fór síðan í
Húsmæðraskólann á Laugalandi.
Daginn sem hún kvaddi æsku-
heimilið kallaði Bjarni afi hana á
eintal og mælti: „Nú ert þú að fara
alfarin úr þessu skjóli út í heim
sem er harður og viðsjáll. Gættu
vel að þér, þú berð algera ábyrgð
á sjálfri þér. Vertu heiðarleg,
segðu ávallt satt, segðu heldur
ekkert.“ Samgöngur við Dýra-
fjörð voru oft erfiðar og stundum
sárt að vera langt frá fólkinu sínu.
Dreymir mig Dýrafjörð
dagsljósi gullnu í,
ekkert á okkar jörð
orkar að breyta því.
Örlögin ungri mér
ýttu af heimaslóð,
flaut eg úr faðmi þér
friðsæla byggðin góð.
(I.B.)
Í Eyjafjarðarsveit fann Inga
prinsinn sinn, Daníel Pálmason
(1912-99), bónda á Gnúpufelli.
Hún fluttist þangað 1949 og eign-
uðust þau fimm myndarleg börn
og fjölda afkomenda. Hún bjó þar
í 72 ár, átti göfugan og fjölhæfan
mann, sveitarstólpa, sem hún
elskaði og var jafnræði með þeim.
Inga var vel af Guði gerð, með
gott veganesti að heiman. Hún
var vel hagmælt, söngvin, trúuð,
félagslynd, hestamaður og hafði
yndi af dýrum. Hún unni jörðinni
Gnúpufelli og voru hjónin sam-
hent í að bæta hana, byggja upp,
rækta skóg og 10 árum eftir lát
Daníels tókst henni, 83 ára, að
„bjarga“ Gnúpufells- og Þormóðs-
staðadölum fram af Sölvadal, sem
óbyggðanefnd ríkisins hafði ætlað
sér. Hún undi sér hvergi betur en
á Gnúpufelli og var heima þar til í
nóv. sl. Henni var gert það kleift
með hjálp ættingja, nágranna og
sveitarfélags, sem ber að þakka.
Inga gaf út ljóðabók 90 ára. Ár-
ið 2018 skrifaði hún mér: „Nú er
frænka gamla eins og kýr í geld-
stöðu, mér dettur ekkert gott í
hug til að skrifa til þín eða ann-
arra, samt hef ég það gott, en
nenni engu, ekki einu sinni að elda
almennilegan mat.“ Hún var
mannvinur. Leitandi sál og fann
styrk í bæninni sem hún þroskaði,
m.a. sitjandi í bænahópi með kær-
leika til alls sem anda dregur, of-
urnæm og hjálpfús. Við Sigríður
systir mín nutum líka andlegra
krafta hennar suður í Flóa, sem
ég vil hér með minnast og þakka.
Að lokum kveð ég kæra frænku
með hennar ljóði sem varð til á
heimleið úr sjúkravitjun, sagði
hún mér:
Hann gleður ei neinn þessi óður sem
aldrei var kveðinn,
og ástin sem gleymdist að sýna þér
visnar og deyr.
En gefirðu af kærleik mun sérhverri
bæn sem er beðin
í blómagarð almættis plantað sem ilm-
andi reyr.
Við skulum þess vegna vanda það vel
sem við gerum,
hvert vinarhót þakka og gjalda með
hlýju hvert orð.
Við skulum muna að ábyrgð á öllu við
berum
sem okkur er boðið að njóta við
skaparans borð.
(I.B.)
Rannveig Pálsdóttir.
Í dag fylgi ég Ingibjörgu í
Gnúpufelli vinkonu minni til graf-
ar, hún var einn af föstu punkt-
unum í lífi mínu og mikið sem ég á
eftir að sakna hennar. Vinskapur
okkar hófst fyrir nokkrum ára-
tugum (þegar ég var í sveit hjá
henni óharðnaður unglingur sem
vildi gjarnan standast kröfurnar
hennar) og stendur enn. Hún var
ern fram á síðasta dag og það var
alltaf gaman að heyra í henni, í öll-
um samtölum okkar fann ég svo
skýrt umhyggju hennar fyrir mér
og mínum ásamt þakklæti yfir
sínu eigin lífi.
Hún setti mark sitt á margt í
sveitarfélaginu sem ég áttaði mig
auðvitað ekki á fyrr en eftir að ég
flutti aftur fram eftir með mína
eigin fjölskyldu. Hún var heiðurs-
félagi í kvenfélaginu Hjálpinni og
gegndi þar mörgum trúnaðar-
störfum á árum áður. Einnig
samdi hún með fleirum bókina
Drífandi Daladísir sem fjallar um
100 ára sögu kvenfélagsins og
kemur út í næsta mánuði. Nafnið
á sveitablaðinu okkar Eyvindi er
komið frá henni og ekki mörg ein-
tök í 30 ára sögu þess þar sem hún
átti ekki ljóð eða texta af ein-
hverju tagi. Meðfylgjandi er síð-
asta erindið í Trúarjátningu
bóndakonunnar eftir hana sem
birtist í Eyvindi árið 2019 og veit-
ir mér huggun í dag.
Stundum fórum við hjónin
fram í Gnúpufell að hjálpa henni
með tölvuna eða annað smálegt
og það var svo gaman að sjá hvað
hún skrifaði lengi og hafði mikinn
metnað fyrir því sem hún skrifaði.
Hún lét engan bilbug á sér finna
þó að ritvinnsluforritið „týndist“
ítrekað á tölvuskjánum og seigla
hennar var einstök. Dýrmætastar
eru mér minningarnar af okkur
við eldhúsborðið í Gnúpufelli þar
sem hún sagði mér sögur af lið-
inni tíð. Ég mun halda áfram að
hugsa til hennar þegar ég stend
við suðurgluggann hjá mér og
horfi yfir í Gnúpufell og efst í
huga mér verður hlýja og þakk-
læti.
Takk elsku Ingibjörg mín fyrir
ljóðin þín, takk fyrir að vita hve-
nær Kormákur Villi myndi fæð-
ast, takk fyrir að dæla orku inn á
kerfið mitt í gamla daga þegar
allt var orðið tómt, takk fyrir að
kenna mér að skúra, takk fyrir
hænurnar, takk fyrir umhyggj-
una og þakklætið, takk fyrir sög-
urnar og trúnaðartraustið, takk
fyrir að sýna mér stærra sam-
hengi lífsins, takk fyrir að sýna
mér að við erum aldrei of gömul
til að læra nýja hluti og vera for-
vitin og áhugasöm, takk fyrir
flottu krakkana þína og afkom-
endur, takk fyrir allt og allt og
góða ferð.
Í ríki Guðs er allt af einum sprota
ég og þú.
Og mosasæng sem þekur þúfu vota
á þessa trú
að allt sem er sé einnar náðar kraftur,
allt sé það
sem vekur grös og leggur augu aftur
frá einum stað.
(Ingibjörg Bjarnadóttir)
Þín vinkona,
Auður Thorberg
Jónasdóttir í Öldu.
„Við megum ekki týna okkur
sjálfum,“ sagði hún. Hún vildi
varðveita menningu íslenskrar
þjóðar og alþýðu. Það beindi
henni til okkar sem stofnuðum
kvæðamannafélagið Gefjuni árið
2005. Að standa vörð um það ís-
lenskasta og alþýðlegasta, gagn-
vart innfluttri menningarneyslu.
Stuðlana og rímið, og kvæðalögin.
Þegar Ingibjörg kvað sjálf notaði
hún kvæðalög sem ekki voru finn-
anleg í kvæðasöfnum Iðunnar né
öðrum söfnum, lög sem hún lærði
af móður sinni. Eftir kveðskap-
inn, á góðum stundum, gat hún
sagt okkur sögur frá æskustöðv-
um sínum vestur í Dýrafirði.
Hvernig fólk bjargaðist þar við
önnur kjör.
Ingibjörg ólst upp við fátækt.
Stundum sárafátækt, 13 börn á
rýru koti. Hún yngst. Faðirinn
fæddur 1868. Líf hennar hefur
verið barátta. Ung var hún haldin
mikilli lestrar- og menntunarþrá.
„Ég vildi ekki verða vinnukona,
mig langaði að verða kennari eða
ljósmóðir.“ Hún náði að klára
gagnfræðaskóla og kvennaskóla,
hún komst það af sterkum vilja,
og á hnefunum. Auðvitað þurfti
hún að vera vinnukona. M.a. á
Gnúpufelli í Eyjafirði. En þar
lyftist hún skyndilega upp um
stétt, í það að verða húsmóðir á
mektarheimili, þegar hún giftist
Daníel. Það var stórt heimili,
margt gamalt fólk og vaxandi
barnahópur. Framan af var það
síst auðveldara en vinnumennsk-
an. Hún þurfti að sanna sig í nýju
en gamalgrónu umhverfi, alþýðu-
stúlka að vestan. Baráttan harðn-
aði svo enn þegar íbúðarhúsið
brann ofan af þeim eitt sumar-
kvöld.
Verkaskiptingin á Gnúpufelli
var ekki hefðbundin. Ingibjörg
var aðalbóndinn á bænum. Daníel
var félagsmálamaður, oddviti,
hreppstjóri og kennari m.m. og
ekki líkamlega sterkur. Hún var
aftur mikill skepnuhirðir og sér-
stakur dýravinur. Kýr og kindur,
blandað bú. Ég kynntist þeim
Ingibjörg
Bjarnadóttir
Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURBERGUR GUÐNASON,
Úthaga 15, Selfossi,
andaðist 6. ágúst á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir
til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Elín Lilja Árnadóttir
Guðný Ósk Sigurbergsdóttir Arnlaugur Bergsson
barnabörn og barnabarnabörn