Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022 raddböndin, en báðir höfðum við gaman af söng og hefur það loðað við okkur alla tíð. Við skárum út fangamörk okkar í hellinn sem við sváfum í og eru þau vitnisburður um dvöl okkar þar. Hellirinn er nú útskorinn af fangamörkum og ár- tölum. Faðir okkar sótti okkur á tilsettum tíma og þóttumst við hafa gert frægðarför mikla. Ég votta börnum og barna- börnum Þorsteins samúð mína. Það er gott að eiga góðar minn- ingar um góðan dreng að loknu ævistarfi. Gjarnan vil ég fá tæki- færi til þess að segja börnum og barnabörnum bróður míns frá mörgum skemmtilegum atvikum sem við bræður áttum saman í æsku og ekki er pláss fyrir í lítilli minningargrein. Reynir Ragnarsson. Minn kæri bróðir, Þorsteinn Ragnarsson, er látinn. Hann kvaddi 27. júlí sl. á Hjúkrunar- heimilinu Höfða á Akranesi. Þangað flutti hann í maí, eftir stutta dvöl á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Hann bjó og starfaði mestan hluta ævi sinnar á Akra- nesi. Hann lærði ungur blikksmíði og vann meðal annars við það. Síð- ar vann hann við Skagaprjón og tók þátt í rekstri þess og hannaði vinsæl mynstur sem eru enn við lýði. Síðast var hann yfirmaður við Reykvirki á Grundartanga til margra ára. Þorsteinn var vin- margur og félagslyndur og tók þátt í fjölmörgum félagsstörfum á Skaganum. Var í Karlakórnum Svönum auk Grundartangakórs- ins, starfaði í Leikfélagi Akraness og var í stjórn Búmanna, formað- ur björgunarsveitarinnar og auk þess var hann í bæjarstjórn Akra- ness um tíma. Þorsteinn bróðir var góður bróðir, faðir, afi og eig- inmaður en Erna kona hans lést fyrir sex árum. Þorsteinn var að mestu leyti farinn að heiman þegar ég man eftir mér en kom heim í fríum og tók þátt í bústörfunum. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar von var á Þorsteini bróður heim. Hann var gamansamur og ljúfur og oft færði hann okkur systrum ávexti, leikföng eða ævintýrabæk- ur sem við lásum upp til agna. Hann fór ungur til sjós, bæði á fiski- og millilandaskip, oft ráðinn í ábyrgðarstöður enda bæði dug- legur og samviskusamur. Margar góðar minningar á ég um Þor- stein. Man ég þegar hann og Reynir bróðir sungu oft dúett við mjaltirnar. Reynir söng tenórinn en Þorsteinn bassann. Heyrðist söngurinn vel inn í bæ og fannst mér hann hljóma vel. Seinna þeg- ar ég fór í framhaldsskóla til Reykjavíkur sendi hann mér fyrstu gallabuxurnar sem ég eign- aðist og nýmóðins peysu, mér til mikillar gleði, því ég þótti víst heldur sveitó í heimasaumuðu föt- unum mínum. Einn vetur, þegar pabbi lenti í bílveltu og slasaðist, kom Þor- steinn heim og tók við barna- kennslu fyrir austan heiði eins og kallað var. Kenndi hann okkur systrum og systrunum frá Fagra- dal og Kerlingardal. Okkur þótti hann hinn ágætasti kennari og sérstaklega fannst mér hann gefa okkur lengri frímínútur, sem voru nýttar til útileikja. En á þessu tímabili sem hann var við kennslu fórst báturinn Illugi sem hann hafði verið á. Seinna kom hann oft í heimsókn með Ernu sína og fjöl- skyldu hennar áður en þau eign- uðust börnin, var þá oft glatt á hjalla því Þorsteinn var góður sögumaður. Fengum við systur þá stundum að fara með þeim á böll í sveitinni þegar við höfðum aldur til. Reyndi hann þá að kenna okk- ur að dansa og þótti okkur ekki leiðinlegt að dansa við myndarleg- asta herrann á ballinu. Í síðustu heimsókn minni til Þorsteins bróður á hjúkrunar- heimilið Höfða sagði hann mér að sér fyndist hann hafa átt góða ævi og kveddi lífið sáttur. Stoltastur sagðist hann vera af afkomendum sínum, sem væri orðinn stór hóp- ur af mannvænlegu og duglegu fólki. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til hinna yndis- legu barna, tengdabarna og barnabarna hans og bið Guð að blessa minningu hans. Salome (Sallý) systir. Hann bróðir minn sýslaði margt á langri ævi. Fjölskyldan flutti að Höfðabrekku í Mýrdal, ég var fjórða ári en Þorsteinn því sjöunda. Býlið var afskekkt og því engir leikfélagar í næsta ná- grenni. Eldri bróðir okkar, Reyn- ir, þá níu ára, var því leikfélagi í forgangi en litla systir var samt gjaldgeng. Þorsteinn átti forláta skútu, hún var líklega um 50 cm á lengd, úr gulum málmi og seglum prýdd. Nú var engin Reykjavík- urtjörn til að sigla á. Við sátum og ræddum um áhöfnina sem bjó neðan þilja, hún sat þar við borð og spilaði, borðaði dýrindis mat eða ræddi saman. Hugsanlega talaði hún framandi tungumál. Þá lá beinast við að taka skútuna í sundur og komast í kynni við áhöfnina! Það vantaði aldrei hugmynda- flugið hjá okkur. Við fundum pa- trónur, ca 5 cm, tóm skothylki, þær fengu nýtt hlutverk, voru fluttar á heimasmíðuðum bílum sem mjólkurbrúsar sem settir voru á þar til gerða brúsapalla. Vegakerfið var listilega lagt um hæðir og hóla í moldarbarði. Bæj- arlækurinn var stíflaður að hluta og þar gerðar hafnir. Bátar sigldu á milli, hlaðnir varningi. Stundum brustu stíflur og hafnir eyðilögð- ust. Var þá grunur uppi um skemmdarverk. Verst þótti mér þegar Þor- steinn byrjaði í skóla, þá fór hann til Reykjavíkur. Haustin voru því sorgartími, bræðurnir hurfu líkt og haustlömbin. Í jólafríum komu bræðurnir heim. Þá var gaman! Húsið angaði af eplum, sem að- eins voru til á jólum. Við Þor- steinn vorum b-fólk. Drolluðum á kvöldin og lásum fram á nótt. Skiptumst á að lesa jólabækurn- ar, hittumst í búrinu þar sem við nældum okkur í smákökur og mjólkurglas. Bæjarlækurinn, sem átti að sjá heimilinu fyrir raf- magni, átti til að stíflast, þá fór ljósið, jafnvel þó að bókin væri ekki fulllesin! Gott var að hafa vasaljós við höndina, stundum var hægt að notast við ljósið frá tunglinu. Það var mikið haft fyrir því að halda rafmagninu gang- andi, margar ferðir niður fyrir hamrana til að stilla vatnsinntak- ið á túrbínunni eftir rennslinu í læknum. Þessar tilfæringar þurfti að gera í hvaða veðri sem var, óháð árstíðum. Sumrin liðu fljótt, mikið unnið. Alltaf voru krakkar í sveit á Höfðabrekku, flest tengd eða skyld fjölskyldunni. En mikið gaman, ekki síst ef huggulegar ungar stúlkur voru í kaupavinnu, mátti þá sjá „glampa“ í augum bræðranna! Þorsteinn fór til sjós, var á veiðiskipum og síðar á kaupskip- um. Kom hann þá oft færandi hendi. Eitt sinn kom hann með bleikan prjónakjól frá Ameríku. Það var mikil uppáhaldsflík. Um tíma voru fjölskyldur okkar Þor- steins að svamla í laxveiðiám á Vesturlandi. Var oft glatt á hjalla í veiðihúsum, krakkaskari mikill og fjörugur. Karlarnir veiddu lax- inn og konurnar reyndu að sjá til þess að krakkarnir sulluðu ekki í ánni. Að kvöldi var glösum lyft og drukkinn „hreppstjórakokteill“. Það var alltaf gaman að heim- sækja Þorstein og Ernu á Skag- ann og ófáar veislur setnar. Fermingar, brúðkaup og afmæli gáfu tilefni til samveru. Elsku bróðir minn, nú ertu far- inn í þessa ferð, ég er þess viss að við sjáumst þegar þar að kemur. Ást og friður. Valdís Ragnarsdóttir. - Fleiri minningargreinar um Þorstein Viðar Ragnars- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Emil Lúðvík Guðmundsson fæddist í Reykja- vík 19. september 1935. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 7. ágúst 2022. Foreldrar hans voru Helga Emilía Sigmundsdóttir húsmóðir, f. 24. nóvember 1906, d. 17. apríl 1974, og Guðmundur Nóvember Hannesson línumað- ur, f. 29. nóvember 1901, d. 13. febrúar 1990. Emil átti þrjú systkini, Sigmar Gunnar Haf- stein, f. 25. janúar 1925, d. 27. nóvember 1999, Hannes Ing- ólf, f. 21. febrúar 1926, d. 27. desember 1998, og Henný Sig- ríði, f. 3. mars 1929, d. 22. febrúar 2021. Emil ólst upp á Nönnugötu 10a og þótti alltaf vænt um gamla bæinn og þá sem bjuggu þar á hans æskuárum. Að loknu grunnskólanámi fór Emil í Verslunarskólann og út- Eftir að Emil flutti suður vann hann bankastörf, sýning- arstörf í kvikmyndahúsum og síðustu 25 starfsárin var hann fulltrúi á Skattstofu Reykja- víkur. Emil var giftur Helgu Sófusdóttur, f. 17. ágúst 1950, frá 1985-1991. Þau bjuggu sinn búskap í Hafnarfirði. Eftirlifandi eiginkona Emils er Jóna Lára Pétursdóttir, f. 14. ágúst 1944, en þau giftust 20. mars 1992. Dætur Jónu Láru eru: 1) Steinunn, f. 23. mars 1964, gift Jóhannesi G. Harðarsyni, f. 11. júlí 1964, og þeirra dætur eru Lára Karit- as, f. 2000, og Fanney Rún, f. 2003. 2) Guðný, f. 30. maí 1967, hennar dætur með fyrr- verandi eiginmanni, Frosta Guðlaugssyni, f. 13. ágúst 1966, eru Sara Lind og Íris Dögg, f. 1998. 3) Lilja Mar- grét, f. 5. febrúar 1972. Emil og Jóna Lára áttu gott og farsælt hjónaband, þau voru samrýnd og voru virk í ýmsum félagssamtökum sem tengjast sjálfsrækt og mann- úðarstörfum. Emil og Jóna Lára ferðuðust mikið innan- lands og utan. Útför Emils fer fram frá Langholtskirkju í dag, 19. ágúst 2022, kl. 15. skrifaðist þaðan 1955, síðar fór hann í Loftskeyta- skólann og út- skrifaðist sem loftskeytamaður. Hinn 4. október 1959 giftist Emil Jónu Vestmann, f. 24. apríl 1936, d. 2. ágúst 2012. Börn þeirra eru: 1) Margrét Vala, f. 27. september 1960, d. 9. maí 1992. 2) Ellen, f. 4. desem- ber 1961, börn hennar eru Adam, f. 1985, Gústav Aron, f. 1986, og Margrét Vala, f. 1996. 3) Emil, f. 1. desember 1964. Langafabörnin eru fimm. Emil og Jóna Vestmann bjuggu ásamt börnum sínum þremur á Akureyri til ársins 1971, þar starfaði Emil sem loftskeytamaður á togurum, vann við bókhald hjá KEA og var sýningarstjóri hjá Nýja bíói á Akureyri. Emil og Jóna slitu samvistir 1983. Elsku Emil kom inn í okkar fjölskyldu fyrir rúmlega 30 ár- um, frá fyrstu stundu var nær- vera hans þægileg og góð. Sam- band mömmu og Emils var einstakt, svo samtaka með alla hluti, þau voru alltaf best fannst okkur. Á þessum tímamótum er efst í huga mér þakklæti fyrir stuðning og væntumþykju til okkar fjölskyldunnar. Alltaf uppörvandi og umfram allt styðjandi í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, ef ég hafði áhyggjur af einhverju sagði Emil „mundu að allt hefur til- hneigingu til að fara vel“ og sú var og er raunin, ég hef til- einkað mér þessa hugsun og mun alltaf gera. Stelpurnar mínar Lára Karit- as og Fanney Rún hafa alltaf litið svo mikið upp til afa síns og eru þakklátar í dag – afinn sem tók ásamt ömmu á móti þeim báðum þegar þær komu til Ís- lands, þau voru mætt fyrst og alltaf góð og umhyggjusöm – ómetanlegt og gleymist aldrei. Nú er komið að leiðarlokum en eftir standa minningar um yndislegan mann, góðar og skemmtilegar stundir – allt það góða sem Emil og mamma hafa gert fyrir okkur er fjársjóður í gullkistu minninganna. Takk fyrir allt og allt. Þín Steinunn. Elsku afi Emil. Þú varst allt- af svo frábær, yndislegur og góður afi og stoltur af mér. Þú varst alltaf svo ánægður að heyra hvað ég stend mig vel í skólanum og vinnunni, ég mun alltaf halda áfram að gera mitt besta. Við áttum svo frábærar samverustundir, til dæmis fór- um við í leikhús og sáum fullt af skemmtilegum sýningum svo eftir það fórum við saman í bak- arí og fengum okkur eitthvað gott og við hittumst oft í brunch þegar ég var í Reykjavík. Gleymi aldrei þegar þú tókst í höndina mína í sumar og sagðir „mér þykir svo vænt um þig“. Elsku besti afi hvíldu í friði – ég mun hugsa til þín og sakna þín alla daga. Þín Fanney Rún. Elsku afi Emil, ég mun svo sannarlega muna hversu góður og hjartahlýr þú varst – það var alltaf stutt í glens og gaman. Alltaf var ég velkomin til ykkar ömmu Láru á Skúlagötuna og þá töluðum við gjarnan um gamla tíma og glugguðum sam- an í bækur. Alltaf spurðir þú hvernig okkur systrum gekk í skólanum og það var svo gaman að sjá hvað þú varst stoltur og glaður þegar við sögðum ykkur ömmu frá einkunnunum okkar. Þú varst svo áhugasamur og stuðningsríkur gagnvart nám- inu og því sem ég tók mér fyrir hendur. Alltaf hlakkaði ég til að segja þér frá, stuðningur þinn og stolt reyndist mér dýrmæt hvatning í gegnum skólann og mun gera áfram. Afi Emil vissi allt, hann rat- aði allt og þar sem þú komst þekktir þú ávallt einhvern. Það var því gjarnan sagt að ef afi vissi það ekki, þá vissi það eng- inn. Þær eru margar minningarn- ar sem hafa orðið til í gegnum árin og erum við svo heppin að margar þeirra voru festar á filmu. Gjarnan var skroppið suður í vöfflukaffi til ömmu og afa og ef þið buðuð okkur í kvöldmat voru bjúgu á boðstól- um. Við fórum í sumarbústaða- ferðir saman og þeir voru ófáir rúntarnir sem þið amma tókuð í Borgarnes. Þú varst líka vana- fastur maður og áttir þitt sæti hér á heimilinu okkar í Borg- arnesi, þú fékkst þér alltaf ost og marmelaði ofan á brauð, en það fékk fljótt heitið „afa- álegg“. Þú varst sannarlega traustur og hjartahlýr sem alltaf var hægt að leita til og reiðubúinn að hjálpa, hvort sem það var að leiða okkur um Reykjavíkina sem þú þekktir svo vel eða að skutla mér upp á flugvöll fyrir allar aldir. Takk elsku frábæri og flotti afi minn fyrir stuðninginn, góð- mennskuna, samtölin og hvatn- inguna í gegnum árin. Ég mun sakna þín – halda og heiðra minningu þína með stolti. Takk fyrir tímann og minn- ingarnar. Þín Lára Karitas. Elsku besti afi Emil. Orð fá ekki lýst hversu erfitt er að kveðja þig. Við systur erum svo innilega og ævinlega þakklátar fyrir að hafa átt þig að. Þú varst einstaklega góðhjartaður og hlýr. Það er erfitt að finna betri mann en þig. Við erum þakk- látar fyrir allar þær dásamlegu minningar sem við eigum um þig elsku afi. Við munum svo vel eftir þegar við vorum yngri og þið amma fóruð með okkur nið- ur að tjörn þar sem við gáfum öndunum brauð. Þá héldum við fast í þig og pössuðum að þú dyttir ekki ofan í tjörnina. Okk- ur er einnig minnisstætt þegar við biðum í glugganum á sunnu- dagsmorgnum eftir að þú kæm- ir ásamt ömmu og við fórum saman í sunnudagaskólann. Það var alltaf ánægjuleg stund að fara saman í kirkjuna og alltaf gaman að fara heim saman í bröns á eftir. Þú hafðir einstak- lega gaman af því að spjalla og naust þess að vera með fólki sem þér þótti vænt um. Okkur þótti sérstaklega gaman að spjalla við þig um íþróttir, enda deildum við því áhugamáli. Þú varst alltaf svo stoltur af því sem við tókum okkur fyrir hendur og hvattir okkur alltaf áfram. Dýrmætar minningar munu lifa um ókomna tíð. Elsku afi okkar, hvíldu í friði. Við elskum þig, alltaf. Þínar afastelpur, Sara Lind og Íris Dögg. Elsku afi minn. Ég mun sakna þín, þú varst svo góður maður og hægt að ræða allt við þig. Þú varst virkur í leynifélag- inu og áttir nóg af kunningjum og félögum. Ég man eftir að fara í kaffi á Kaffivagninn og þú komst alltaf í heimsókn á sunnudögum með nammi og gos. Ég bar svo mikla virðingu fyrir þér, ég mun sakna þín. Ég elska þig alltaf. Þín Margrét Vala. Emil, elskulegur föðurbróður minn, kvaddi þessa jarðvist að- faranótt 8. ágúst. Ég ólst upp í húsi föðurafa og –ömmu og var sem barn í nánum samskiptum við Emil. Hann var ávallt góður við stelpuna sem leit upp til unga mannsins, en 15 ár skildu okkar að. Ég spurði hann gjarn- an þegar hann fór út í sínu fín- asta pússi á vit ævintýranna: Hvert ertu að fara? Til Spánar! – Það þótti honum rétta svarið við forvitni litlu stelpunnar. Kannski var Spánn drauma- landið hans þá. Seinna á lífsleið- inni reyndist Emil mér og mín- um vel og var ávallt gott að leita til hans. Hann var einstak- lega ljúfur og mikið góðmenni. Emil var vel menntaður og far- sæll í starfi. Emil eignaðist þrjú börn með fyrri konu sinni, Jónu Vest- mann, en eldri dóttur sína, Völu Margréti, missti hann úr krabbameini fyrir aldur fram og það setti mark sitt á líf hans. Emil var afar stoltur af börn- unum sínum og afa- og langafa- börnum. Lífshamingjuna fann hann með seinni konu sinni, Jónu Láru Pétursdóttur. Þau voru afar samstiga og ríkti mik- ið traust og ást þeirra á milli. Þar sem Jóna var þar var Emil. Þau nutu þess að ferðast saman um landið okkar og einnig fóru þau víða erlendis. Kæri frændi, blessuð sé minning þín. Hvíl í friði. Emilía (Emma) og fjölskylda. Þótt við skilnað þagni mál, það úr vanda greiðir, kveðju getur sála sál sent um óraleiðir. Gegnum tárin geisli skín, gleði og huggun vekur. Göfug andans áhrif þín enginn frá mér tekur. (Erla) Hjartans kveðja og þökk. Þín Lára. Emil L. Guðmundsson vinur minn og leynifélagi, sá síðasti höfðingjanna fjögurra í laugar- dagsdeild AA í Langholtskirkju, er fallinn frá. Ég og Magnús vinur minn gegndum lengi þjón- ustuhlutverki í þeirri deild. Þessir fjórir höfðingjar; Emil, Björn Árni og Guðmundur, sem við Magnús kölluðum oft öld- ungaráðið, voru kjölfesta deild- arinnar, mættu alltaf ef þeir voru ferðafærir og á landinu. Emil var einn af þeim sem tóku á móti mér í AA-samtök- unum og urðum við vinir upp frá því. Emil var hógvær mað- ur; hann tranaði sér aldrei fram, en viðmótið og brosið var alltaf hlýtt. Emil talaði ekki illa um nokkurn mann svo ég heyrði til; þvert á móti var hann um- talsgóður og umburðarlyndur. Lagði alltaf eitthvað gott til málanna. Emil hitti ég fyrst á bernsku- árum mínum á Akureyri. Þar var ég sendiherra, eins og það var kallað, hjá verksmiðjuaf- greiðslu KEA. Þar þeyttist ég um bæinn á reiðhjóli alla daga með alls konar pappíra og skjöl, meðal annars á skrifstofuna til Emils sem var yfirmaður í bók- haldi KEA. Alltaf var hann ljúf- mannlegur við þennan 12 ára gutta og sýndi mér vinsemd og talaði hlýlega til mín. Það var ekki sjálfsagður hlutur í fram- komu fullorðinna við krakka á þessum árum. Emil var hjálpsamur þegar leitað var til hans. Hann vann um áratuga skeið hjá Skatt- stjóraembættinu. Þar kom margur alkinn á hans fund og þáði hjálp og leiðbeiningar við að koma sínum málum á hreint gagnvart þeirri stofnun. AA-fundirnir á Vífilsstöðum eru eftirminnilegir. Við tókum þátt í að manna fundina þar í fjölda ára. Því tengt sátum við svo fundi með læknum og hjúkrunarfólki Vífilsstaðaspít- ala sem lagði mikinn metnað í að AA-fundirnir gengju vel fyrir sig og þjónuðu tilgangi sínum. Við Emil fórum saman með fundi inn á deild 33 á þriðju hæð á Landspítalanum í mörg ár. Það var ógleymanleg reynsla að fara með honum á þessa fundi. Við tókum aldrei lyftuna upp á þriðju hæð, held- ur löbbuðum. „Við skulum nota lappirnar meðan við getum,“ sagði Emil gjarnan. Sama gerð- um við að loknum fundinum; löbbuðum niður stigann. Kæri vinur. Takk fyrir allt sem þú gafst mér á samferð okkar. Við sjáumst þótt síðar verði. Skilaðu kveðju og þakk- læti til höfðingjanna þriggja. Elsku Jóna mín. Votta þér og þínu fólki mína dýpstu samúð. Almættið gefi ykkur styrk í sorginni. Guðjón Smári Valgeirsson. Emil Lúðvík Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.