Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022
Útsölustaðir: Apótek, heilsubúðir, heilsuhillur stórmarkaðanna og Heimkaup.is
EPLAEDIK
HEFUR ALDREI SMAKKAST BETUR!
AÐEINS EIN
TAFLA Á DAG
1000 MG EPLAEDIK
Í EINNI TÖFLU
100% HREIN OG
NÁTTÚRULEG VARA
SYKURLAUST
ÁN GELATÍNS OG ALLRA
GERVI- LITAR- OG BRAGÐEFNA
40 ÁRA Dagmar ólst upp í Breiðholt-
inu en býr í Salahverfi í Kópavogi. Hún
er með ML-gráðu í lögfræði frá HR og er
aðstoðarsaksóknari hjá héraðssaksókn-
ara. Dagmar er formaður Ákærenda-
félagsins. Áhugamálin eru tónlist og
dans.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Dagmarar
er Daði Gunnarsson, f. 1979, netörygg-
issérfræðingur hjá NATÓ. Synir þeirra
eru Arnór Bjarki, f. 2014, og Elvar Aron,
f. 2017. Dóttir Daða er Ásdís Brynný, f.
2008. Foreldrar Dagmarar eru hjónin
Vésteinn Marinósson, f. 1960, vélfræð-
ingur, og Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, f.
1962, forstöðumaður í Seljahlíð.
Dagmar Ösp Vésteinsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þér hættir til að telja þig yfir aðra
hafinn sem er þér til minnkunar. Njóttu þess
sem þú hefur og gerðu ekki of miklar kröfur.
20. apríl - 20. maí +
Naut Eitt og annað nýstárlegt mun reka á
fjörur þínar í dag. Hafðu jafnan varaáætlun
til taks til að komast hjá stöðnun.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Vertu ófeiminn við að útskýra mál
þitt í vinnunni ef til árekstra kemur. Komdu
fram af reisn, þolinmæði og umburðarlyndi,
öðrum til eftirbreytni.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Vertu opinn gagnvart þeim nýj-
ungum sem þér eru kynntar. Hafðu augun
opin fyrir nýjum leiðum til þess að þéna
peninga.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Eitt og annað hefur verið látið reka á
reiðanum en nú verður ekki undan því vikist
að koma skikki á öll mál. Segðu það sem
þér finnst, en kenndu ekki öðrum um líðan
þína.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þér er allt að því ómögulegt að hafa
hugann við vinnuna í dag. Þú þarft að taka
upp nýtt og betra vinnulag og forðast að
vera með allt á síðustu stundu.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Fólk er tilbúið til að hlusta á það sem
þú hefur að segja. Mundu að það eru fleiri
en ein hlið á hverju máli og því getur verið
erfitt að finna sannleikskjarnann.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Hlýddu á rödd samvisku þinn-
ar þegar þú nú stendur frammi fyrir vanda-
sömu vali. Þú ert svo kappsfullur að þér
hættir til að sýna öðrum óþolinmæði.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Láttu einskis ófreistað til þess
að koma skoðunum þínum á framfæri við
yfirmenn þína í dag. Einhver þér eldri og
reyndari gefur þér góð ráð.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Nú þegar þú ert að gera breyt-
ingar á lífi þínu skaltu hafa hugfast að allar
góðar breytingar gerast hægt.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Nú verður ekki lengur undan því
vikist að sinna því fólki sem þú hefur van-
rækt að undanförnu. Taktu því strax til
óskiptra málanna.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þótt þú hafir áhuga á félagsmálum
þarftu að gefa þér tíma til að vera einn með
sjálfum þér. Viljirðu kynnast nýju fólki er
ágæt leið að finna sér nýtt áhugamál.
hagfræði frá HÍ 2016 og sama ár
lauk hann kennsluréttindanámi á
framhaldsskólastigi. „Í náminu
leiddi eitt af öðru, ég hef alltaf
haft gaman af tungumálum og eft-
ir að hafa lært stjórnmálaheim-
spekina fór ég að hafa áhuga á
hagfræði og fór líka í meistaranám
í því, en þurfti að taka undirbún-
Skipaútgerðar ríkisins, Byggða-
stofnunar og formaður þess og
Sjúkratrygginga Íslands.
Kristinn hóf nám eftir þingferil-
inn, lauk BA-prófi í ensku frá HÍ
2012 og BA-prófi í þýsku 2019,
einnig frá HÍ, MA-prófi í stjórn-
málaheimspeki frá University of
Leeds í desember 2013, MS-prófi í
K
ristinn Halldór Gunn-
arsson fæddist 19.
ágúst 1952 í Reykja-
vík og ólst þar upp í
Hlíðunum en fluttist í
Garðahreppinn á unglingsárum.
Hann fluttist vestur á firði 1973,
bjó fyrst á Tálknafirði en hefur
búið í Bolungavík frá 1974 ef und-
an eru skilin háskólaárin. Kristinn
var í sveit á Bakka í Austur-
Landeyjum í níu sumur, 1959-67.
Hann stundaði íþróttir, lék hand-
knattleik með Val upp alla flokka
og knattspyrnu með Stjörnunni í
Garðabæ.
Kristinn gekk í Hlíðaskóla, lauk
landsprófi frá gagnfræðaskóla
Austurbæjar og stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1972. Hann var við kennslu á
Tálknafirði og í Bolungavík 1973-
75 og aftur frá 1979-1981 í Bol-
ungavík eftir að hafa lokið BS-
prófi í stærðfræði frá HÍ.
Kristinn var skrifstofustjóri hjá
byggingarþjónustu Jóns Fr. Ein-
arssonar 1981-84 og rak eigin bók-
haldsþjónustu frá 1984. Hann var
knattspyrnuþjálfari UMFB Bol-
ungavík í 2. deildinni sumarið
1975, var formaður knattspyrnu-
deildar UMFB og formaður
Verslunarmannafélags Bolunga-
víkur 1982-1992 og sat í stjórn
LÍV 1987-1991.
Hann var bæjarfulltrúi í Bol-
ungavík 1982-1998 og alþingis-
maður 1991-2009. Frá 1991-2003
var hann þingmaður Vestfjarða-
kjördæmis og 2003-2009 þingmað-
ur Norðvesturkjördæmis. Hann
var þingmaður Alþýðubandalags-
ins 1991-1998, Framsóknarflokks-
ins 1998-2007 og Frjálslynda
flokksins 2007-2009. Hann var for-
maður þingflokks Framsóknar
1999-2003 og formaður þingflokks
Frjálslynda flokksins 2007-2008.
„Stóru málin hjá mér voru at-
vinnu- og sjávarútvegsmálin. Ég
talaði fyrir nauðsynlegum breyt-
ingum á kvótakerfinu, en 20 árum
síðar eru þær enn jafn aðkallandi,
sýnist mér.“
Kristinn sat í flugráði, stjórn
Húsnæðismálastofnunar ríkisins,
ingskúrsa til að geta hafið það
nám.“ Kristinn hóf svo að kenna
við Menntaskólann við Sund 2016.
„Ég kenndi stærðfræði og þjóð-
hagfræði, það var mjög skemmti-
legt, en ég er núna hættur að
kenna.“
Kristinn keypti fréttavefinn
Bæjarins besta á Ísafirði 2018 og
hefur frá þeim tíma verið ritstjóri
þess. „Nú einbeiti ég mér að vefn-
um og að ná heilsu. Ég þurfti að
gangast undir mikla aðgerð í
fyrra, fékk illkynja æxli í höfði, en
það var skurðtækt. Aðgerðin gekk
vel, horfur eru góðar og ég sé
fram á að ná góðri heilsu. Þetta
eru stóru verkefnin í bili. Ég hef
getað sinnt vefnum þrátt fyrir
veikindin. Bæjarins besta hefur
alltaf verið góður vefur og vel
sóttur. Hann er sérstakur að því
leyti að ég sæki ekki um ríkisstyrk
og er vefurinn rekinn á auglýs-
ingatekjum.“
Bæjarins besta flytur fréttir af
öllum Vestfjörðum og það hefur
mælst vel fyrir að sögn Kristins.
„Ég reyni að fylgjast með alls
staðar á Vestfjörðum og þing-
mennskan og kunningsskapurinn
Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri og kennari – 70 ára
Hluti fjölskyldunnar Frá vinstri: Tómas í fangi Dagnýjar, Kristinn Breki og
Arnar Páll fyrir framan hann, Rakel. Aftari röð: Kristinn og Erla, árið 2012.
Það er vor á Vestfjörðum
Þingmaðurinn Kristinn að hlýða á eitthvað spaugilegt á þingi árið 2008.
Afmælisbarnið Kristinn staddur á
Silfurtorgi á Ísafirði árið 2016.
Tómas Bjartur Skúlínu-
son og Tómas Óliver
Gunnarsson tóku sig til
nýverið og héldu tom-
bólu í Álfheimum í
Reykjavík þar sem þeir
seldu gamalt dót sem
þeir notuðu ekki lengur.
Þeim tókst að safna tæp-
lega 20 þúsund krónum
sem þeir gáfu til að
styrkja starf Rauða
krossins.
Hlutavelta
Til hamingju með daginn