Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022
E60
Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960
Mikið úrval lita bæði á
áklæði og grind.
Sérsmíðum allt eftir
pöntunum.
Stóll E60 orginal kr. 44.100
Retro borð 90 cm kr. 156.200
(eins og á mynd)
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
„OG HVERSU LENGI HEFURÐU VERIÐ
SÉRFRÆÐINGUR Í ÖLLU?“
„HANN VILL BLÁAN KJÓL HANDA FRÚNNI Í
STÆRÐINNI „FEITLAGIN“.
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
að kenna honum vals!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
NAHH, ÞÚ ERT
MEIRA SVONA
NÚMER FJÖGUR
ÉG VEIT SKO HVER
ER NÚMER EITT!
JÁ! ÞÚ VEIST AÐ ÞAÐ ER ÉG SEM ER
„NÚMER EITT“, EKKI SATT?
HANN ER MEÐ FRÁBÆRA
KÍMNIGÁFU!
ÉG HEF HEYRT UM ÞIG,
HRÓLFUR! ÞÚ BÝRÐ
EKKI YFIR NEINUM
GÓÐUM KOSTUM!
EKKI RÉTT!
EINN, TVEIR,
ÞRÍR… EINN,
TVEIR, ÞRÍR…
SÍÐKJÓLAR
frá þeim tíma hefur hjálpað til við
það og maður er sæmilega vel inni
í málunum. Það er vor á Vest-
fjörðum og 30 ára undanhaldi hér
er lokið. Íbúum er að fjölga og at-
vinnulífið að styrkjast. Það er ekki
vegna kvótakerfisins heldur er það
fiskeldið sem hefur breytt þessu.
Það er því framfaraskeið fram
undan á Vestjörðum.“
Fjölskylda
Börn Kristins með fyrri eig-
inkonu sinni, Aldísi Rögnvalds-
dóttur, f. 19.3. 1956, eru: 1) Dagný,
f. 20.4. 1978, skólastjóri í Hvassa-
leitisskóla og bæjarfulltrúi í Mos-
fellsbæ. Maki: Haukur Harðarson.
Börn þeirra eru Kristinn Breki, f.
1999, Arnar Páll, f. 2004, Tómas
Örn, f. 2006; 2) Erla, f. 18.10. 1979,
með meistarapróf í endurskoðun
og er aðalbókari Rauða krossins,
búsett í Reykjavík. Dóttir hennar
er Kaðlín Rögn, f. 2020; 3) Rögn-
valdur Karstein, f. 19.9. 1981, tölv-
unarfræðingur, búsettur í Vantaa í
Finnlandi. Maki: Elisa Leinonen.
Börn þeirra eru Olavi Karstein, f.
2018, og Aldís, f. 2022; 4) Rakel, f.
5.5. 1985, bókari, búsett í Mosfells-
bæ. Seinni kona Kristins var Elsa
Björg Friðfinnsdóttir, f. 9.10. 1959,
þau eru einnig skilin.
Alsystkini Kristins: Sigrún
Bryndís Gunnarsdóttir, f. 7.9.
1954, kennari; Karl Ágúst Gunn-
arsson, f. 26.9. 1955, fisktæknir;
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, f.
6.10. 1957, d. 9.2. 2009, hjúkr-
unarfræðingur; Katrín Gunnars-
dóttir, f. 21.9. 1959, kennari;
stúlka Gunnarsdóttir, f. 6.11. 1960,
d. 7.11. 1960, og Hafsteinn Hörður
Gunnarsson, f. 22.8. 1965, líffræð-
ingur. Hálfbræður Kristins sam-
mæðra voru Gunnar Ingi Birgis-
son, f. 30.9. 1947, d. 14.6. 2021,
verkfræðingur, alþingismaður og
bæjarstjóri, og Þórarinn Sigurðs-
son, f. 26.4. 1950, d. 17.5. 2010,
kerfisfræðingur.
Foreldrar Kristins voru hjónin
Gunnar H. Kristinsson, f. 1.11.
1930, d. 27.8. 2000, hitaveitustjóri,
og Auðbjörg Brynjólfsdóttir, f.
1.11. 1929, d. 17.1. 2000, starfs-
maður heimilishjálpar í Reykjavík.
Kristinn H.
Gunnarsson
Kristján Hans Jörgen Kristjánsson
múrari í Reykjavík
Anna Sigríður Þorfinnsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Kristinn Halldór Kristjánsson
vörubifreiðarstjóri í Reykjavík
Karólína Ágústína Jósepsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Gunnar Hafsteinn
Kristinsson
hitaveitustjóri í Reykjavík
Jósef Sigmundsson
skipstjóri á Ísafirði
Ásdís Sigrún Kristjánsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Sr. Lárus Halldórsson
prestur á Breiðabólstað
Arnbjörg Einarsdóttir
húsfreyja á Breiðabólstað á Skógarströnd
Bárður Lárusson
sjómaður í Reykjavík
Dagmar Friðriksdóttir
húsfreyja í Reykjavík og Kópavogi
Friðrik Hansson
stýrimaður og verkamaður í Reykjavík
Jónína Björg Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ætt Kristins H. Gunnarssonar
Auðbjörg
Brynjólfsdóttir
starfsmaður
heimilishjálpar
í Reykjavík
Ólafur Stefánsson yrkir á Boðn-
armiði:
Á nesi suður með sjó
sífellt til tíðinda dró,
með skrölti og drunum
skjálftum í bunum
og eldur úr iðrum lands smó.
Á sama nesi við sjó,
mér sviðsmynd var um og ó:
um flugvöll til vara
í vikri og þara.
En hugmyndin hikstaði og dó.
Halldór Halldórsson skrifar: „Nú
sýnist mér að „sá vondi“ gefist
bráðum upp á þessu eldgosi og þá
er ekki seinna vænna að setja fram
vísu um hvað ég hefði gert ef ég
gæti!“
Skundar halur hátt um fjöll,
heillar fjallasalur;
en hvorki finnur frost né mjöll,
því funar Meradalur!
Anton Helgi Jónsson orti „Bað-
og geðlæknalimru dagsins“:
Ef geðlæknar geðlækna mig
en geðlæknir skítur á þig
er geðlæknastefnan
að geðlæknisnefnan
í geðlæknum baði þá sig.
Kristján H. Theodórsson kvað:
Ekki er kyn að konu og mann,
það kaldrunnið í fýsi.
Sá heilsu góðri halda kann,
sem hellir í sig lýsi.
Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson
orti:
Vindurinn um veröld fer,
vingjarnlegur stundum.
Áhyggjur þó oft hann ber
og eyðir lífi á grundum.
Ármann Þorgrímsson segir:
„Varð til í vinnunni í dag“:
Iðrakveisa er engin synd
oftast meinlaus veira
ljúft er þá að leysa vind
láta í sér heyra.
Jón Jens Kristjánsson yrkir:
Þjóðin lifir við sorg og sút
sífelldum þrautum hlaðin
öll eru málin í einum hnút
er samt þó mestur skaðinn
að verða að flytja vikur út
og vínarbrauð inn í staðinn
Hægt er þó brátt að finna frið
og fiðring í bognum hnjánum
LXS hópurinn á hér svið
og allir bíða á tánum
verður þar okkar varalið
væntanlega á skjánum.
Hrólfur Sveinsson kvað:
Hallvarður vill ná háttum
til Höllu; þó löngum sé fátt um
ástir og kjass,
þá er þetta skass
hreint afbragð í stórum dráttum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af geðlæknum og öðru fólki