Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022 NÝJUM AÐILUM fylgja ferskir vindar og ný vinnubrögð Faglegar heildarlausnir og samkeppnishæf verð. Allt á einum stað. Dalshraun 6 | 220 Hafnarfjörður | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mynd er nú að komast á mikla upp- byggingu í Árskarði í Kerlingar- fjöllum þar sem verið er að reisa há- lendismiðstöð og hótel með um 30 herbergjum. Fyrirtækið Íslenskar heilsulindir ehf. stendur að þessu verkefni en til þess verður kostað nokkru á annan milljarð króna. Ný hús og gömlum breytt Mannvirki sem fyrir voru á svæð- inu eru tekin ofan eða þeim breytt í samræmi við nýj- ar kröfur. Alls verða byggingar um 2.500 fermetr- ar og við hönnun þeirra var þess sérstaklega gætt að þær féllu vel inn í náttúru og svip staðarins. Húsin sem nú er verið að reisa í Árskarði eru þjónustubygging og hótel. Nærri þeim verður ýmis aðstaða til afþrey- ingar, meðal annars baðlaugar. Þar eru heimatökin hæg, enda eru Kerl- ingarfjöll mikið háhitasvæði. Verður nú gerð gangskör í vatnsöflun fyrir svæðið, en þangað er þegar kominn ljósleiðari og ýmsar þær tengingar sem krafist er í nútímanum. Einstök náttúra í fjöllunum Í fyrirtækinu Íslenskum heilsu- lindum ehf. fer Bláa lónið með stærsta hlutinn. Þá eru hluthafar Eldey-Kynnisferðir og fjárfestinga- sjóður Landsbréfa Icelandic Tour- ism Fund. Einnig eru með í taflinu eigendur Fannborgar ehf.; menn sem fyrr á tíð og til áratuga ráku skíðaskóla í Kerlingarfjöllum, vin- sæla og virta starfsemi. Á þeim grunni er uppbygggingin á svæðinu nú, hvar byggð er glæsileg aðstaða með þægindagistingu sem ætlað er að mæta óskum og væntingum kröfuharðra gesta. Alls verður á hót- elinu gistirúm fyrir um 100 manns – og allt á að verða tilbúið í sumar- byrjun á næsta ári. „Kerlingarfjöll eru stórkostlegur staður; náttúran hér er einstök og endalaust ber hér eitthvað nýtt fyrir augu fólks,“ segir Magnús Orri Mar- ínarson Schram, framkvæmdastjóri Íslenskra heilsulinda. Undirbúning Kerlingarfjallaverkefnins segir hann hafa tekið mörg ár, enda að mörgu að hyggja við mannvirkjagerð inni á hálendinu. Náttúra svæðisins sé við- kvæm og í öllu tilliti þurfi fram- kvæmdir að taka mið af þeim að- stæðum. Basalt arkitektar og ítalska hönn- unarfyrirtækið Design Group Italia hönnuðu byggingarnar nýju, sem að hluta til eru reisar þar sem áður voru litlir gistiskálar, svonefndar nýpur. Þær hafa nú verið fluttar niður á ár- eyrarnar þarna skammt frá. Þar verða jafnframt útbúin tjaldstæði. Friðlýsing Kerlingarfjalla tók gildi fyrir tveimur árum og skv. henni eru undir alls 344 km². Svæðið þykir hafa mikið verndargildi og er því sinnt af Umhverfisstofnun, sem meðal annars er með landverði á svæðinu. Landslag og líparít Fjallaklasinn er myndaður af tind- um úr líparíti sem þarna eru í stór- brotnu landslagi. Svæðið er megin- eldstöð og þar eru öflugir hverir; litríkir, kröftugir og engu líkir. Á svæðinu eru miklir möguleikar til útivistar og áhugaverðar gönguleið- ir, m.a. að jarðhitasvæðunum í Hveradölum. Til stendur að gera þær leiðir betur aðgengilegar og kynna betur með kortum, sem á næsta ári verða gefin út af þeim sem nú byggja upp í Kerlingarfjöllum. Segja má raunar að fjöllin séu því sem næst miðju landsins. Skv. mæl- ingum er hún í norðausturhorni Hofsjökuls, en rétt sunnan hans eru Kerlingarfjöll, kennd við kerlingu nokkra sem segir frá í íslenskum þjóðsögum. Reisa glæsihótel í Kerlingarfjöllum - Uppbygging fyrir á annan milljarð króna - Byggingar falli að svip náttúru - Nærri miðju Íslands - Rúm verði fyrir 100 gesti - Nýpur fluttar á nýjan stað - Friðlýstur fjallgarður með möguleika Morgunblaðið/Sigurður Bogi Árskarð Hér eru hús undir brekku og háum hjalla. Um þrjátíu herbergi verða á hótelinu nýja og svo margvísleg þjónusta við ferðafólk, enda gerir fólk hjá Íslenskum heilsulindum ráð fyrir að staðurinn verði fjölsóttur á næstu árum. Náttúran í Kerlingarfjöllum sé einstök og staðurinn eigi því mikla inneign. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hveradalir Í djúpum giljum í fjallaklasanum mikla eru kraumandi hverir og sérstakar jarðmyndanir sem sýna litbrigði jarðar sem sífellt er að breytast. Magnús Orri M. Schram Mannanafnanefnd hefur samþykkt að setja á annan tug eiginnafna á mannanafnaskrá, þar af átta kven- nöfn, sex karlmannsnöfn og eitt kyn- hlutlaust. Nefndin hafnaði hins veg- ar umsókn um eitt millinafn. Samkvæmt úrskurðum nefndar- innar verða kvenmannsnöfnin Myrí- am, Menja, Lárentína, Emelí, Heró, Gunna, Ílena og Hind færð á manna- nafnaskrá og karlmannsnöfnin Mar- þór, Týri, Salvadór, Iðar, Sigurhörð- ur og Marino. Nafnið Snæfrost verður fært á skrá yfir kynhlutlaus nöfn. Mannanafnanefndin hafnaði hins vegar millinafninu Irisar á þeirri for- sendu að það væri ekki dregið af ís- lenskum orðstofni og uppfyllti því ekki lagaákvæði. Umsækjandinn óskaði eftir að nafnið yrði allt að einu samþykkt á grundvelli lagagreinar þar sem segir að millinafn sé heimilt þegar svo stendur á að eitthvert al- systkini þess sem bera á nafnið, for- eldri, afi eða amma beri eða hafi bor- ið nafnið sem millinafn. Nefndin sagði hins vegar að umsækjandinn óskaði ekki eftir að fá nafn móður sinnar samþykkt sem millinafn, eða kenninafn svo sem hún ætti rétt á, heldur óskaði hún þess að kenna sig við móður sína en stafsetja nafn móður á annan máta. Ekki væru skilyrði fyrir því í mannanafnalög- um. Morgunblaðið/Ófeigur Ný nöfn Stöðugt fjölgar nöfnum sem færð eru á mannanafnaskrána. Á annan tug nýrra nafna færð á skrá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.