Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
chicaco sun times
New york times
Bráðfyndin og skemmtileg gamanmynd
fyrir alla fjölskylduna með uppistandaranum
Jo Koy í aðalhlutverki
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það hefur verið ótrúlega spennandi að fylgjast
með æfingum, því verkið er eins og stórt skrímsli
sem verið er að vekja aftur til lífs,“ segir Jakob
Buchanan um verk sitt Buchanan Requiem sem
flutt verður í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20. Verk-
ið er kynnt sem nútímaleg sálumessa sem sameini
kórtónlist, nútímadjass, tónlist fyrir stórsveit og
klassíska tónlist, auk þess að brúa bil á milli hins
andlega heims og veraldlega.
„Þetta er auðvitað risastórt verk,“ segir Buch-
anan, en flytjendur í Hallgrímskirkju í kvöld eru
Stórsveit Reykjavíkur, kórarnir Cantoque
Ensemble frá Íslandi, Ensemble Edge frá Dan-
mörku og Club for Five frá Finnlandi. Ragnheið-
ur Gröndal syngir einsöng og á hljóðfærin leika
Anders Jormin frá Svíþjóð á bassa, Hilmar Jens-
son á gítar, Magnús Trygvason Eliassen á slag-
verk og Buchanan sjálfur á trompet. Stjórnandi
er Geir Lysne frá Noregi. Buchanan bendir á að
flutningurinn sé styrktur af Culture Point sem
gerir tónlistarfólki frá ýmsum löndum kleift að
hittast og skapa tónlist. „Verkið mótast ávallt af
flytjendum sínum, enda skil ég á lykilstöðum eftir
rými fyrir spuna,“ segir Buchanan og bendir á að
texta sem Indra Rios-Moore söng upphaflega á
spænsku syngi Ragnheiður Gröndal nú á íslensku,
„sem gefur verkinu allt annan lit“.
Metnaðarfullt og hugsandi tónskáld
Að sögn Buchanans var sálumessa hans frum-
flutt í dómkirkjunni í Árósum 2015 og samhliða
tekin upp og gefin út á hljómdiski. Verkið var í
framhaldinu valið verk ársins og plata ársins á
dönsku tónlistarverðlaununum í djassflokki auk
þess sem Buchanan var verðlaunaður sem tón-
skáld ársins.
„Þetta er án efa ein mikilvægasta plötuútgáfa
áratugarins í dönskum djassi, sannkallað meist-
araverk,“ skrifaði Ivan Rod, rýnir danska tónlist-
artímaritsins Gaffa, um plötuna og gaf henni fullt
hús. „Requiem er stórt verk og mun vonandi
varpa kastljósinu á Buchanan. Hann hefur sannað
að hann er metnaðarfullt og hugsandi tónskáld
sem vinnur með tónlist fortíðar og færir sálu-
messuformið inn í framtíðina,“ skrifaði Jakob
Baekgaard, rýnir hjá All About Jazz, um verkið.
Hyllum lífið með að minnast hinna látnu
„Mér þótti auðvitað vænt um þessar góðu við-
tökur, en það sem mér þótti ekki síður frábært
var að verkið veitti öðrum tónskáldum innblástur
til að skrifa djassverk fyrir stórsveit og klassískan
kór,“ segir Buchanan. Sú samsetning er einmitt
frekar óvenjuleg og því liggur beint við að spyrja
Buchanan hvernig honum hafi dottið það í hug á
sínum tíma. „Í raun var það tilviljun sem réð för.
Ég var að spila með dómkirkjukór Árósa og var í
framhaldinu spurður hvort ég væri viljugur til að
skrifa verk fyrir kórinn og sálumessa nefnd í því
samhengi. Á svipuðum tíma hafði fulltrúi frá
Jazzhátíð Árósa samband við mig falaðist eftir því
að ég myndi skrifa verk fyrir hátíðina. Og þá datt
mér í hug að það gæti verið spennandi að sameina
þessa tvo heima,“ segir Buchanan og bendir á að
samkvæmt hefð sé fagurfræðin sem ræður ríkjum
í stórsveit annars eðlis en hjá klassískum kór.
„Það þýðir að maður verður að hlusta á annan
hátt en áður og flétta brasshljóminn inn í kór-
hljóminn til að mynda eina heild. Mér fannst svo
ótrúlega spennandi að hlusta á nýjan hátt,“ segir
Buchanan og tekur fram að það hafi verið áskorun
að skrifa verkið meðan móðir hans var alvarlega
veik. „Hún hafði verið krabbameinsveik í mörg ár,
en lést þegar ég var að skrifa sjöunda kafla verks-
ins af níu. Við andlát hennar fékk textinn skyndi-
lega allt aðra merkingu en áður,“ segir Buchanan
og bendir á að þótt sálumessa feli í sér minningu
um hina látnu fjalli hún í hans huga ekki síður um
lífið. „Við tölum sjaldan um dauðann og látum eins
og hann bíði okkar ekki. Sú vissa að við deyjum
ætti hins vegar að hvetja okkur til að skoða betur
líf okkar og hvað það er sem við viljum. Þegar við
minnumst hinna látnu erum við í vissum skilningi
að hylla lífið,“ segir Buchanan og tekur fram að
sér hafi ávallt fundist mikilvægt að Buchanan Re-
quiem væri flutt í kirkjum og ekki í tónleikasölum.
„Verkið er skrifað fyrir heilagt rými og er í eðli
sínu trúarlegt, óháð trúarbrögðum, enda nota ég á
sumum stöðum búddíska texta. Kirkjan hentar af-
ar vel fyrir verkið, enda er þetta staður sem rúm-
ar allar stærstu stundir lífsins, allt frá giftingu og
skírn til útfarar,“ segir Buchanan. Aðspurður seg-
ist hann njóta þess mjög að skrifa fyrir raddir.
„Mér finnst manneskjur verða svo fallegar þeg-
ar þær syngja,“ segir Buchanan, sem vissi ungur
að hann vildi verða tónskáld. „Sem barn sat ég oft
við píanónið á heimilinu og lék mér að því að
skapa litríkar stemningsmyndir,“ segir Buchanan
sem síðar lærði á trompet og hefur getið sér gott
orð í dönsku djasssenunni. „Þegar ég fór að semja
tónlist leitaði ég markvisst aftur í bernskuna og
þá tilfinningu að sitja við píanóið og leita að laglín-
um, litum og myndum án þess að vinna innan
ákveðinna tóntegunda, þótt vissulega bæti ég síð-
ar í ferlinu við hefðbundnari hljómum.“ Þess má
að lokum geta að miðar fást á vefnum tix.is.
Morgunblaðið/Hákon
Messa „Þetta er auðvitað risastórt verk,“ segir Jakob Buchanan um sálumessu sína á Jazzhátíð.
„Sannkallað meistaraverk“
- Buchanan Requiem flutt í Hallgrímskirkju í kvöld á Jazzhátíð Reykjavíkur
- Tónskáldið Jakob Buchanan segir spennandi að semja fyrir stórsveit og kór
Kvikmyndirnar Berdreymi eftir
Guðmund Arnar Guðmundsson og
Volaða land eftir Hlyn Pálmason eru
á meðal kvikmynda í forvali til Evr-
ópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár
en þau verða veitt í Reykjavík í des-
ember. Berdreymi var heims-
frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í
Berlín í febrúar og hlaut þar Europa
Cinemas Label-verðlaunin sem besta
evrópska myndin í Panorama-flokki.
Hefur hún unnið til fjölda annarra
verðlauna. Volaða land var heims-
frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í
Cannes í vor og hlaut mikið lof
gagnrýnenda. Hún verður frumsýnd
hér á landi í vetur.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin
eru veitt árlega og til skiptis í Berlín
og öðrum borgum Evrópu.
Í forvali Stilla úr Berdreymi.
Berdreymi og Vol-
aða land í forvali
23 listamenn og
hljómsveitir hafa
bæst við dagskrá
tónlistarhátíðar-
innar Iceland
Airwaves sem
haldin verður
3.-5. nóvember. Í
þeim hópi eru
m.a. Metronomy,
Arlo Parks,
Amyl & the Sniff-
ers og Röyksopp. Segir í tilkynn-
ingu að Röyksopp „leiði tilkynn-
ingu dagsins en þetta magnaða
norska raftónlistarband verður
með hressandi DJ-sett á hátíðinni“.
Af íslenskum flytjendum sem bæt-
ast við dagskrána má nefna sigur-
vegara Músíktilrauna, KUSK, og
tónlistarkonurnar Laufeyju og
Sóleyju. Frekari upplýsingar má
finna á icelandairwaves.is.
Röyksopp á
Iceland Airwaves
Norski dúettinn
Röyksopp.