Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ingvar Gíslason fyrr-
verandi alþingismaður
og ráðherra lést sl.
miðvikudag á hjúkr-
unarheimilinu Seltjörn
á Seltjarnarnesi, 96 ára
að aldri.
Ingvar fæddist í Nesi
í Norðfirði 28. mars
1926. Foreldrar hans
voru hjónin Gísli
Hjálmarsson Krist-
jánsson útgerðarmaður
og Fanný Kristín Ingv-
arsdóttir húsmóðir.
Ingvar lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1947. Hann
stundaði nám í íslenskum fræðum
við Háskóla Íslands 1947-1948 og í
sagnfræði við háskólann í Leeds á
Englandi 1948-1949. Hann lauk lög-
fræðiprófi við Háskóla Íslands árið
1956.
Ingvar gegndi ýmsum störfum
eftir námið og var m.a. skrifstofu-
stjóri Framsóknarflokksins á Akur-
eyri 1957-1963 og stundaði jafnframt
ýmis lögfræðistörf. Hann var árið
1961 kjörinn á Alþingi fyrir Fram-
sóknarflokkinn og var alþingis-
maður Norðurlands eystra frá 1961
til 1987. Árið 1980 var Ingvar skip-
aður menntamálaráðherra og
gegndi því embætti til 1983. Hann
var forseti neðri deildar Alþingis á
árunum 1978-1979 og 1983-1987.
Hann var formaður
þingflokks Framsókn-
arflokksins 1979-1980.
Ingvar sat um árabil
í stjórn atvinnubóta-
sjóðs, síðar atvinnu-
jöfnunarsjóðs. Hann
átti m.a. sæti í rann-
sóknaráði, í stjórn
Framkvæmdastofn-
unar ríkisins og sat í
húsafriðunarnefnd
1974-1983. Ingvar átti
sæti í Kröflunefnd
1974-1980. Hann var
fulltrúi á þingi Evrópu-
ráðsins 1971-1980 og
1983-1987 og sat nokkur ár í forsæt-
isnefnd þess. Hann var í útvarps-
réttarnefnd og í stjórn Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands í mörg ár.
Þá var Ingvar um skeið í úthlutunar-
nefnd starfslauna rithöfunda. Ingvar
var einnig ritstjóri tímarita og blaða,
m.a. Stúdentablaðsins, Vikutíðinda
og var ritstjóri Tímans 1987-1991.
Hann ritaði fjölda greina í blöð og
tímarit og birt voru eftir hann nokk-
ur ljóð. Hlaut hann verðlaun í ljóða-
samkeppni á vegum menningar-
málanefndar Akureyrar 1989. Árið
2016 sendi hann frá sér bókina Úr
lausblaðabók – Ljóðævi.
Eiginkona Ingvars var Ólöf Auður
Erlingsdóttir, f. 1928, d. 2005. Börn
þeirra eru: Fanný, Erlingur Páll,
Gísli, Sigríður og Auður Inga.
Andlát
Ingvar Gíslason
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Þetta mál er auðvitað bara nýr kafli
í fíkniefnasögu Íslands,“ segir Helgi
Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og
prófessor í félagsfræði við Háskóla
Íslands, í samtali við Morgunblaðið,
spurður út í stærsta kókaínmál er
upp hefur komið á landinu. Nýverið
gerði lögreglan eitt hundrað kíló-
grömm af efninu upptæk.
„Fíkniefnamál eru ólík öðrum
brotamálum. Enginn sem kemur að
þessu hefur beinlínis hag af því að
tilkynna lögreglunni um það. Þetta
er ekki eins og þegar hjólum er stolið
eða einhver verður fyrir ofbeldi,
þetta eru glæpir
sem kalla mætti
án fórnarlambs,
sölumaðurinn
ætlar sér að selja
og neytandinn vill
kaupa,“ heldur
prófessorinn
áfram.
Hann segir það
vissulega algenga
skoðun að neyt-
endurnir séu þolendurnir en málið sé
þó ekki svo einfalt þegar fíkniefni
eru annars vegar. „Fólk ætlar sér að
nota þessi efni, alveg eins og fólk fer
í ríkið og kaupir sér áfengi. Þetta
mál sprengir alla skala, þolir íslenski
markaðurinn hundrað kíló af kók-
aíni? Almennt er talað um að nægt
framboð lækki verðið. Ég er ekkert
viss um að þeir sem standa á bak við
þetta vilji það,“ segir Helgi og veltir
upp þeirri hugmynd hvort efnin hafi
verið á leið á annan áfangastað.
Smygl frá Íslandi fáheyrt
„Engum dettur í hug að verið sé
að smygla einhverju frá Íslandi. Var
kannski verið að nota Ísland sem
umskipunarhöfn, svo þessi efni ættu
greiðari leið inn á evrópskan markað
vegna þess að enginn reiknar með að
smyglvarningur sé að koma frá Ís-
landi, gæti það verið?“ spyr Helgi
Gunnlaugsson prófessor.
„Þetta hefur kannski áhrif í ein-
hverjar vikur en það er alveg nóg
sem kemur inn. Jú, jú, nú voru
hundrað kíló tekin en ég er ekki viss
um að þetta valdi neinum skorti,“
sagði íslenskur kókaínsali í samtali
við mbl.is í gær.
Efnum mokað inn
„Það er alltaf nóg til af dópi. Toll-
urinn nær kannski fimm til tíu pró-
sentum, er ekki alltaf talað um það?
Ég held að það sé nokkuð nærri
lagi. Það er verið að moka þessum
efnum inn. Fólk kemur með þetta í
flugi, það er verið að senda þetta í
pósti og gámaskipin eru auðvitað
góð flutningsleið, erfitt að leita í
þeim, og ekki gleyma Norrænu, þar
kemur hellingur inn,“ sagði sölu-
maðurinn.
Helgi Gunnlaugsson heldur
áfram: „Manni finnst ekki líklegt að
á bak við þetta standi menn sem
ætli sér að mjaka þessum efnum út
á markaðinn yfir nokkurra ára
tímabil. Það passar bara ekki við
þennan bransa. Því finnst mér lík-
legt að þessum efnum hafi verið
ætlað að stoppa tímabundið á Ís-
landi til að draga úr grunsemdum
við flutning þeirra áfram, en það
veit maður auðvitað aldrei. Í raun
veit enginn með vissu hve stór fíkni-
efnamarkaðurinn er á Íslandi,“ seg-
ir Helgi Gunnlaugsson að lokum.
Fíkniefnamál ólík öðrum brotamálum
- „Fólk ætlar sér að nota þessi efni“ - Helgi Gunnlaugsson og íslenskur fíkniefnasali ræddu kókaínmálið
Helgi
Gunnlaugsson
Nýr útsýnispallur á Hafnartang-
anum á Bakkafirði var formlega
vígður í gær eftir íbúafund í þorp-
inu. Íbúafundurinn var haldinn í
skólahúsinu af verkefnastjórn
verkefnisins Betri Bakkafjörður
sem er eitt verkefna Brothættra
byggða á vegum Byggðastofn-
unar.
Fyrirtækið Garðvík í samvinnu
við Faglausn sá um hönnun og
smíði útsýnispallsins.
Í björtu veðri er frábært útsýni
til Gunnólfsvíkurfjallsins sem þar
rís bratt úr sjó. Fundurinn var vel
sóttur af íbúum Bakkafjarðar og
nágrennis – líklega á fjórða tug
manna – en íbúar á Bakkafirði eru
einungis um sextíu. Fjallað var um
búsetugæði á Bakkafirði ásamt
kynningum á verkefnunum sem
hlotið hafa styrki vegna Betri
Bakkafjarðar en útsýnispallurinn
var einmitt eitt þeirra. Um er að
ræða fyrsta áfanga verkefnisins
Hafnartanginn á Bakkafirði – án-
ingarstaður við ysta haf. Sérstak-
lega er gætt að góðu aðgengi fyrir
fatlaða á pallinn. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Vígðu nýjan
útsýnispall
„Mönnun heilbrigðiskerfisins er
áskorun og því forgangsverkefni
innan heilbrigðisráðuneytisins. Gott
samtal og samstarf er milli ráðu-
neytisins, Landspítala, annarra
stofnana og fagfélaga. Mikil grein-
ingarvinna er í gangi til skemmri og
lengri tíma og verða ákvarðanir
byggðar á henni,“ segir Willum Þór
Þórsson heilbrigðisráðherra, spurð-
ur hvernig ráðherra ætli að bregð-
ast við mönnunarvanda á Landspít-
ala. Hann segir að mönnun lækna
og annarra heilbrigðisstétta þurfi
að skoða heildstætt og bregðast við
á fleiri en einn hátt.
„Háskóli Íslands og Landspítali
eru meðal annars að greina hversu
marga nema í heilbrigðisstéttum
hægt er mennta hér á landi og mun
sú greiningarvinna ná til fleiri
stofnana. Sérnám lækna á Íslandi
hefur eflst mikið og er áfram í sókn.
Það felast líka sóknarfæri í ýmiss
konar viðbótarþjálfun og símennt-
un.“
Einnig sé verið að vinna að því að
efla vísindastarf, nýsköpun og raf-
rænar lausnir í heilbrigðiskerfinu
sem geti átt stóran þátt í því að
gera störf innan heilbrigðisstofnana
og Landspítala eftirsóknarverðari.
„Landsráð um mönnun og mennt-
un í heilbrigðisþjónustu, sem stofn-
að var á síðasta ári, vinnur líka að
margvíslegum greiningum á stöðu
mönnunar og menntunar og vinnur
að tillögum til umbóta.“
Undirbúningur hafinn
Haldið hefur verið á lofti að
Landspítali geti ekki tekið tekið við
fleiri nemendum í læknisfræði við
HÍ, en þeim var fyrir fáeinum árum
fjölgað úr 48 í 60. Runólfur Pálsson,
forstjóri Landspítalans, segir að
spítalinn hafi átt erfitt með að
tryggja klíníska hluta námsins með
fullnægjandi gæðum með þeim
fjölda starfsfólks og því fyrirkomu-
lagi kennslu sem er til staðar í dag.
Hann kveðst ekki vita til þess að
ítarleg greining hafi farið fram á því
hversu mörgum nemendum í lækn-
isfræði Landspítalinn gæti tekið við
með breytingum á fyrirkomulagi
klínískra námskeiða, en undirbún-
ingur sé þegar hafinn í samstarfi
við forseta læknadeildar HÍ.
Mönnun sé í forgangi
- Ráðherra segir að bregðast þurfi við á fleiri en einn hátt
- Greining Háskóla Íslands og Landspítalans þegar hafin
Morgunblaðið/Eggert
Landspítalinn Ráðherra segir mönnun heilbrigðiskerfisins í forgangi.