Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 26
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur
hefur samið við gríska bakvörðinn
Vangelis Tzolos um að leika með
liðinu á komandi tímabili. Tzolos er
30 ára gamall og leikur í stöðu bak-
varðar eða skotbakvarðar. Tzolos
er 192 sentimetrar á hæð og hefur
leikið allan sinn feril á Grikklandi.
Hann lék síðastliðinn vetur með
Ionikos Nikaias í grísku úrvals-
deildinni þar sem hann var með 3,7
stig að meðaltali í leik. Grindavík
hafnaði í 7. sæti úrvalsdeildarinnar
á síðustu leiktíð og féll úr leik í 8-
liða úrslitum Íslandsmótsins.
Liðstyrkur til
Grindavíkur
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Þjálfari Jóhann Ólafsson stýrir
Grindavík á komandi tímabili.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022
Fimm leikja bannið sem Arnar
Grétarsson, þjálfari karlaliðs KA í
fótbolta, fékk fyrir framkomu sína
eftir leik KA og KR í Bestu deild-
inni stendur óhaggað eftir að áfrýj-
unardómstóll KSÍ hafnaði áfrýjun
Akureyrarfélagsins. Arnar hreytti
ókvæðisorðum að Sveini Arnars-
syni, sem var fjórði dómari í leikn-
um, undir lok leiks og einnig eftir
leik. Hann fór sjálfkrafa í tveggja
leikja bann, þar sem hann hafði
fengið rautt spjald fyrr í sumar, og
var þremur leikjum bætt við það
vegna framkomu hans eftir leik.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
5 Arnar Grétarsson þarf að fylgjast
með næstu leikjum úr stúkunni.
Fimm leikja
bannið stendurMjólkurbikar karla
8-liða úrslit:
Víkingur R. – KR...................................... 5:3
Lengjudeild karla
Fjölnir – Grindavík .................................. 4:3
Kórdrengir – Vestri ................................. 4:0
Þróttur V. – Grótta................................... 0:1
Afturelding – KV...................................... 4:1
Fylkir – Selfoss......................................... 4:3
Staðan:
Fylkir 17 12 3 2 49:20 39
HK 17 12 1 4 35:21 37
Fjölnir 17 9 3 5 40:27 30
Grótta 17 9 1 7 35:24 28
Afturelding 17 7 4 6 34:28 25
Selfoss 17 7 4 6 31:29 25
Þór 17 7 2 8 27:32 23
Vestri 17 6 4 7 26:36 22
Kórdrengir 17 5 6 6 24:26 21
Grindavík 17 5 5 7 30:31 20
KV 17 3 2 12 22:45 11
Þróttur V. 17 1 3 13 7:41 6
Lengjudeild kvenna
FH – HK ................................................... 0:0
Staðan:
FH 15 11 4 0 40:7 37
HK 15 10 3 2 28:12 33
Tindastóll 14 9 4 1 28:11 31
Víkingur R. 14 8 2 4 28:20 26
Fjarð/Hött/Leik. 14 7 4 3 28:17 25
Grindavík 14 4 2 8 10:24 14
Fylkir 14 2 7 5 10:17 13
Augnablik 14 4 0 10 17:27 12
Fjölnir 14 1 1 12 6:31 4
Haukar 14 1 1 12 10:39 4
Meistaradeild kvenna
1. umferð, undanúrslit:
Valur – Hayasa ......................................... 2:0
Pomurje – Shelbourne ............................. 0:1
_ Valur mætir Shelbourne í úrslitaleik í
Radenci á sunnudaginn.
Breiðablik – Rosenborg.......................... 2:4
- Selma Sól Magnúsdóttir lék fyrstu 90
mínúturnar með Rosenborg.
Minsk – Slovácko...................................... 2:1
_ Breiðablik mætir Slovácko í leik um 3.
sætið í Þrándheimi á sunnudag.
Ajax – Kristianstad ................................. 3:1
- Amanda Andradóttir kom inn á sem
varamaður hjá Kristianstad á 73. mínútu
en Emelía Óskarsdóttir sat allan tímann á
varamannabekknum. Elísabet Gunnars-
dóttir þjálfar liðið.
Fortuna Hjörring – E. Frankfurt........... 0:2
_ Kristianstad mætir Fortuna Hjörring í
leik um 3. sætið í Hjörring á sunnudag.
Brann – ALG Sport ................................. 1:0
- Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á
sem varamaður hjá Brann á 66. mínútu en
Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat allan
tímann á varamannabekknum.
_ Brann mætir Subotica í úrslitaleik í
Backa Topola á sunnudaginn.
Juventus – Racing Lúxemborg.............. 4:0
- Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á sem
varamaður hjá Juventus á 58. mínútu.
Flora – Kiryat Gat.................................... 5:2
_ Juventus mætir Kiryat Gat í úrslitaleik í
Tórínó á sunnudaginn.
Evrópudeild UEFA
4. umferð, fyrri leikur:
HJK Helsinki – Silkeborg....................... 1:0
- Stefán Teitur Þórðarson lék fyrstu 71
mínútuna með Silkeborg.
Apollon Limassol – Olympiacos............. 1:1
- Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahóp Olympiacos.
FCSB – Viking ......................................... 1:2
- Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark
Vikings og Samúel Kári Friðjónsson lék
fyrstu 83 mínúturnar.
Molde – Wolfsberger............................... 0:1
- Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki
með Molde vegna meiðsla.
Zürich – Hearts ........................................ 2:1
Malmö – Sivasspor ................................... 3:1
Gent – Omonia Nicosia ............................ 0:2
Austria Vín – Fenerbahce ....................... 0:2
Sambandsdeild UEFA
4. umferð, fyrri leikir:
West Ham – Viborg.................................. 3:1
Fiorentina – Twente ................................ 2:1
AZ Alkmaar – Gil Vicente ....................... 4:0
CSKA Sofia – Basel.................................. 1:0
Maccabi Tel Aviv – Nice .......................... 1:0
Young Boys – Anderlecht........................ 0:1
Maribor – CFR Cluj................................. 0:0
Villarreal – Hadjuk Split ......................... 4:2
Köln – Fehervar ....................................... 1:2
4.$--3795.$
EM U16 karla
B-deild, 8-liða úrslit:
Belgía – Ísland.................................... 107:59
_ Ísland mætir Svíþjóð í leik um 5.-8. sæti
mótsins í Sofíu í Búlgaríu í dag.
EM U16 kvenna
B-deild, leikið í Podgorica:
Ísland – Svíþjóð .................................... 49:74
_ Svíþjóð 2 stig, Ísrael 2, Sviss 1, Ísland 1,
Úkraína 0.
Vináttulandsleikir karla
Finnland – Úkraína ..................... (frl.) 97:94
Litháen – Spánn ................................... 78:76
Grikkland – Georgía............................. 80:67
Frakkland – Belgía .............................. 90:71
4"5'*2)0-#
MEISTARADEILD
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Valur er komið áfram í úrslit 1. umferðar Meist-
aradeildar kvenna í knattspyrnu eftir nokkuð
þægilegan sigur gegn Hayasa frá Armeníu í und-
anúrslitum fyrstu umferðarinnar í Radenci í Slóv-
eníu í gær.
Valskonur brutu ísinn strax á 14. mínútu þegar
Cyera Hintzen kom Val yfir með frábæru ein-
staklingsframtaki og staðan því 1:0 í hálfleik.
Mariana Speckmaier innsiglaði svo sigur Vals
með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu en Speck-
maier fiskaði vítaspyrnuna sjálf og skoraði af
miklu öryggi úr henni.
„Ég er ótrúlega ánægð með að hafa klárað leik-
inn 2:0, að hafa skorað tvö mörk og að við fengum
ekki á okkur mark. Þær voru sprækar og áttu
leikmenn uppi í erminni, sem kom okkur kannski
ekki beint á óvart, en við vissum svo lítið um þær.
Ég er bara ánægð með það hvernig við mætt-
um í leikinn, við mættum af krafti og hefðum get-
að sett á þær fleiri mörk fyrstu 15 mínúturnar,“
sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, í samtali
við Morgunblaðið eftir leikinn.
Valur mætir Írlandsmeisturum Shelbourne í
úrslitaleik um sæti í 2. umferð keppninnar hinn
21. ágúst í Radenci en Shelbourne vann Pomurje
frá Slóveníu 1:0 í hinu undanúrslitaeinvíginu í
Radenci í gær.
„Við settum allan fókus á Armenana fyrir þann
leik. Svo spilast seinni leikurinn milli Pomurje og
Shelbourne í dag [í gær].
Við sendum sennilega okkar fólk á staðinn og
þá verðum við með góðar upplýsingar í hönd-
unum um það við hverju má búast í næsta leik,“
bætti Elísa við í samtali við Morgunblaðið.
Þrjú mörk á fyrstu mínútunum
Breiðablik mun ekki endurtaka leikinn í ár og
spila í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, líkt og í
fyrra, eftir tap gegn Rosenborg frá Noregi í
Þrándheimi í Noregi í gær.
Leiknum lauk með 4:2-sigri norska liðsins en
Emilie Nautnes, framherji Rosenborgar, reynd-
ist Blikum erfiður ljár í þúfu.
Nautnes skoraði þrennu í leiknum en Rosen-
borg var komið í 3:0 eftir 18 mínútna leik og
norska liðið bætti svo við fjórða markinu, strax í
upphafi síðari hálfleiks, áður en Blikum tókst að
minnka muninn í 2:4 með mörkum frá þeim Nat-
öshu Anasi og Helenu Ósk Hálfdánardóttur.
Selma Sól Magnúsdóttir, sem gekk til liðs við
Rosenborg frá Breiðabliki í janúar á þessu ári, lék
fyrstu 90 mínútur leiksins og átti þátt í tveimur
fyrstu mörkum norska liðsins en Rosenborg mætir
Minsk frá Hvíta-Rússlandi í úrslitaleik um sæti í
annarri umferðinni.
„Við erum öll svekkt með niðurstöðu dagsins og
þá sérstaklega hvernig við byrjuðum leikinn,“
sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, í
samtali við Morgunblaðið.
„Þetta var því miður allt of auðvelt fyrir þær í
upphafi leiks og þær náðu fjórum snöggum upp-
hlaupum á þessum fyrstu mínútum. Þær skoruðu
þrjú mörk úr þeim og áttu svo eitt sláarskot. Þú
getur svo ekki ímyndað þér hversu pirrandi það
var að fá þetta fjórða mark á sig strax í upphafi síð-
ari hálfleiks.
Þá komu upp aðstæður sem við réðum ekki við
því Heiðdís Lillýardóttir gat ekki haldið leik áfram
þegar hún var komin inn á völlinn. Við gátum ekki
gert skiptingu og við vorum því einni færri fyrstu
fjórar mínúturnar í síðari hálfleik. Þær skoruðu
strax eftir tveggja mínútna leik og þetta reyndist
því ansi dýrkeypt,“ sagði Ásmundur meðal annars
en Blikar mæta Slovácko frá Tékklandi í leik um 3.
sæti riðilsins í Þrándheimi.
Brann og Juventus áfram
Þá áttu Íslendingaliðin í Meistaradeildinni misjöfnu
gengi að fagna en þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir
og lið hennar, Kristianstad frá Svíþjóð, er úr leik eftir
1:3-tap gegn Ajax frá Hollandi í Hjörring í Danmörku.
Leiknum lauk með 3:1-sigri Ajax en Amanda
Andradóttir kom inn á sem varamaður hjá Kristian-
stad á 73. mínútu á meðan Emilía Óskarsdóttir sat all-
an tímann á varamannabekk sænska liðsins. Kristian-
stad mætir Fortuna Hjörring í leik um 3. sætið í
Hjörring.
_ Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á sem vara-
maður hjá norska liðinu Brann á 66. mínútu þegar lið-
ið lagði AGL Spor frá Tyrklandi en leikið var í Backa
Topola í Serbíu.
Leiknum lauk með 1:0-sigri Brann en Berglind
Björg Þorvaldsdóttir var ónotaður varamaður hjá
norska liðinu í leiknum. Brann mætir Spartak Subo-
tica í úrslitaleik um sæti í 2. umferðinni í Serbíu.
_ Þá eru Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar
hennar í ítalska stórliðinu Juventus komnar áfram í
úrslitaleik 1. umferðarinnar eftir þægilegan sigur
gegn Racing Lúxemborg í Tórínó.
Sara Björk byrjaði á varamannabekk ítalska liðsins
en kom inn á á 58. mínútu í stöðunni 3:0, Juventus í vil,
en leiknum lauk með 4:0-sigri ítölsku meistaranna.
Juventus mætir Kiryat Gat frá Ísrael í úrslitaleik í
Tórínó.
Valur steig stórt skref
í átt að riðlakeppninni
- Breiðablik er úr leik eftir skelfilega byrjun gegn Rosenborg í Þrándheimi
Morgunblaðið/Eggert
Mark Valskonur mæta meistaraliði Shelbourne frá Írlandi í úrslitaleik 1. umferð Meistaradeildarinnar.
Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykja-
vík tryggðu sér sæti í undanúrslitum bikar-
keppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum,
með afar dramatískum sigri gegn KR á Vík-
ingsvelli í Fossvogi í 8-liða úrslitum keppninnar
í gær.
Þeir Erlingur Agnarsson og Birnir Snær
Ingason skoruðu sitt markið hvor fyrir Víkinga
í fyrri hálfleik áður en Theodór Elmar Bjarna-
son minnkaði muninn fyrir KR með marki und-
ir lok hálfleiksins.
Ari Sigurpálsson kom Víkingum í 3:1 á 55.
mínútu áður en Atli Sigurjónsson minnkaði
muninn í eitt mark ellefu mínútum síðar.
Sigurður Bjartur Hallsson jafnaði svo metin
fyrir KR með marki úr vítaspyrnu á 85. mínútu
og stefndi þá allt í framlengingu. Helgi Guð-
jónsson kom hins vegar Víkingum yfir á nýjan
leik á 87. mínútu. Það mark kom einnig úr
vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Danijel
Dejan Djuric. Sigurðar Steinar Björnsson inn-
siglaði sigur Víkinga tveimur mínútum síðar.
Víkingar verða því í pottinum þegar dregið
verður í undanúrslitin ásamt FH og KA en FH
vann 4:2-sigur gegn Kórdrengum á Framvelli í
Safamýri hinn 11. ágúst og KA vann 3:0-sigur
gegn Ægi frá Þorlákshöfn á KA-vellinum á Ak-
ureyri hinn 10. ágúst.
Í kvöld mætast svo HK og Breiðablik í Kórn-
um í lokaleik 8-liða úrslitanna.
Undanúrslitin fara fram 31. ágúst og 1. sept-
ember og úrslitaleikur verður leikinn á Laug-
ardalsvelli hinn 1. október.
Meistararnir í undanúrslit
Morgunblaðið/Eggert
Fagn Birnir Snær Ingason fagnar marki.