Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 32
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
VANDAÐAR
SÆNGUROG
KODDAR Í
ÚRVALI
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
Líking nefnist einkasýning sem Jóna Hlíf Halldórs-
dóttir opnar í BERGI Contemporary í dag, föstudag, kl.
17. „Í sýningunni notar Jóna Hlíf ljósmyndir, orð, regn-
bogapappír, strá, tré, línur og margt fleira, um leið og
hún veltir fyrir sér merkingu, tungu-
málinu og sérstöðu þjóðar,
hvernig þýða megi tungumálið
og margt þar fram eftir göt-
unum,“ segir í tilkynningu.
„Listin mín er alltaf unnin í
tengslum við og í námunda
við orð, jafnvel tungumál sem
fyrirbæri. Finnst hvort
tveggja vera eitthvað svo
mannlegt að það tilheyrir í
raun öllum listgreinum,
ekki bara bókmenntum,
rithöfundum, skáldum,“
segir Jóna Hlíf í samtali
við rithöfundinn Kristínu
Ómarsdóttur í sýningar-
skránni.
Líking Jónu Hlífar í BERGI
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 231. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
„Ég var svolítið svekktur með árangurinn í dag,“ viður-
kenndi sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í samtali
við Morgunblaðið eftir að hann hafnaði í tólfta sæti í
greininni á Evrópumótinu í München í Þýskalandi í gær-
kvöldi. Hilmar tryggði sér sæti í úrslitum með góðum
árangri í undanriðli. Þar kastaði hann 76,33 metra, sem
er hans besta kast á árinu. Í gær náði hann hins vegar
aðeins einu gildu kasti, 70,03 metrum, í þremur til-
raunum. Íslandsmet hans er 77,10 metrar og var hann
því nokkuð frá sínu besta í úrslitunum. »27
Keppti fyrstur Íslendinga í úrslitum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Vetrarmyrkrið er oft erfitt ungu
fólki sem sefur ekki nóg og fer margt
hvert seint í háttinn. Því viljum við
mæta með því að hnika stundatöfl-
unni aðeins til og byrja skólastarfið
síðar á morgnana en verið hefur,“
segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir,
starfandi skólameistari Mennta-
skólans að Laugarvatni. Nýnemar
mæta í skólann nú á mánudaginn, 23.
ágúst, og nemendur á 2. og 3. vetri
daginn eftir. Formleg skólasetning
er svo á miðvikudagsmorgun og að
henni lokinni hefst kennsla sam-
kvæmt stundaskrá.
Menntaskólinn að Laugarvatni er
einn af minni framhaldsskólum
landsins. Nemendur í vetur verða
um 140 og þar af verða nýnemar
vetrarins 41 að tölu. Heildarfjöldi
nemenda í vetur stendur nánast á
pari við rými á heimavistum skólans,
en í vetur ber svo við að nánast allir
nemendurnir búa þar.
Nemendur misstu
taktinn í faraldrinum
„Að vera á heimavist er að vissu
leyti hluti af náminu hér og öllu sem
því fylgir. Jafnvel þótt nemendur
eigi ekki langt að sækja að Laug-
arvatni vilja þeir gjarnan vera á vist-
inni en verunni þar fylgir gjarnan
mikið félagslíf og ýmis upplifun,“
segir Jóna Katrín.
Í framhaldsskólastarfi gætir enn
áhrifa af kórónaveirufaraldrinum og
þeirri röskun sem fylgdi honum.
Jóna Katrín segir að svo virðist sem
nemendur hafi við þær aðstæður í
nokkrum mæli misst takt og glatað
þrautseigju í námi sínu. Fjarnám og
sjálfstæð verkefnavinna hafi greini-
lega ekki hentað sumum svo lausatök
hafi orðið á námi viðkomandi. Í ML
verði því brugðist við nú með því að
kennarar veiti nemendum þéttara
aðhald og meiri stuðning. Verkefna-
vinna unglinganna, á borð við heima-
nám, verður nú færð aftur inn í
kennslustofur eða verði með öðru
móti undir handleiðslu kennara.
Slíkt megi teljast nauðsynlegt nú svo
nemendurnir komist aftur á beinu
brautina í námi sínu og árangur
þeirra verði sem skyldi.
„Við höfum fundið að árangur
nemenda fór að dala á veirutím-
anum, einkum í kjarnagreinum eins
og íslensku og stærðfræði. Þetta er
reynsla úr fleiri framhaldsskólum og
nauðsynlegt að bregðast við stöð-
unni,“ segir skólameistarinn.
Líkamsklukka og
hormónaflæði
Til þessa hefur skóladagurinn í
ML jafnan byrjað kl. 8.15 á morgn-
ana. Nú verður sú breyting gerð að
skóladagurinn hefst stundarfjórð-
ungi síðar. Vænst er þó að nemendur
verði mættir í morgunverð ekki
seinna en klukkan 8:00. „Við gerum
þessa breytingu meðal annars vegna
þess að líkamsklukka unglinga er
þannig stillt að þau vilja sofa aðeins
fram eftir á morgnana. Hormóna-
flæðið, meðal annars, ræður þessu.
Önnur ástæða þessarar breytingar
er sú að starfsfólk okkar þarf oft að
sinna ýmsu, svo sem börnum og búi,
áður en það mætir til vinnu á morgn-
ana. Þá munar talsvert um þessar
fimmtán mínútur í upphafi dags, sem
eiga að gera vinnustaðinn fjölskyldu-
vænan,“ segir Jóna Katrín Hilmars-
dóttir.
Korteri seinna á fætur
- Skóladagur í ML hefst kl. 8:30 í vetur - Nemendur fara
seint í háttinn og þurfa aðhald - Nánast allir á heimavist
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skólameistari Árangur nemenda fór að dala á veirutímanum, einkum í
kjarnagreinum, segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir um skólastarfið.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Laugarvatn Alls verða um 140 nemendur í vetur við ML en vetrarstarfið þar
hefst á miðvikudag í næstu viku. Nýnemarnir mæta þó strax nk. mánudag.