Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útflutningur á jarðefnum frá landinu meira en tuttugufaldast ef þau miklu áform sem nú eru uppi um útflutning á vikri af Mýrdalssandi og móbergi úr Þrengslunum verða að veruleika. Heildartekjur af útflutningnum gætu orðið yfir 20 milljarðar króna. Út- blástur gróðurhúsalofttegunda vegna sementsframleiðslu í Evrópu myndi minnka verulega við notkun íslensku jarðefnanna en mikill akstur með efn- ið austan af Mýrdalssandi dregur vissulega úr þeim ávinningi. Margar tilraunir hafa verið gerðar með útflutning á jarðefnum frá Ís- landi, einkum vikri, frá vikursvæðun- um á Suðurlandi en einnig úr námum undir Snæfellsjökli. Flestar hafa til- raunirnar mistekist. Langlífastur hef- ur verið útflutningur á Hekluvikri. Tvö fyrirtæki hafa aðallega verið í honum, Jarðefnaiðnaður og BM Vallá, sem bæði flytja út frá Þorláks- höfn. Síðarnefnda fyrirtækið hefur mjög dregið úr útflutningi en Jarð- efnaiðnaður hefur haldið sínu striki og flytur út um 85 þúsund rúmmetra af Hekluvikri á ári, mest til Vestur- Evrópu en einnig til Bandaríkjanna. Vikurinn er mest notaður í fram- leiðslu á hleðslusteini og í ræktunar- jarðveg. Önnur fyrirtæki stunda útflutning en í mun smærri stíl. Nokkur verkefni sem snúast um jarðefnanám, vinnslu og útflutning hafa verið í undirbúningi hér á undan- förnum árum. Stórtækast er fyrir- tækið EP Power Minerals sem keypti jörðina Hjörleifshöfða á Mýrdals- sandi og áformar útflutning á Kötlu- vikri úr námu sem er skammt frá Hafursey. Fyrirtækið sérhæfir sig í að selja sementsframleiðendum íblöndunarefni. Þegar útflutningur- inn verður kominn á skrið er áformað að flytja um 1,43 milljón rúmmetra á ári með flutningabílum til Þorláks- hafnar og þaðan með skipum til Evr- ópu. Hitt fyrirtækið er Eden Mining sem stundað hefur útflutning á jarð- efnum í smáum stíl en hyggst marg- falda starfsemina í samstarfi við þýska sementsframleiðandann Heid- elberg. Hyggst fyrirtækið nýta Litla- Sandfell í Þrengslum, að fullu eða hluta, og flytja efnið til Þorlákshafnar þar sem Heidelberg tekur við og vinn- ur efnið áfram til útflutnings. Rætt er um flutning á 625 þúsund rúmmetr- um af móbergi á ári og að um 80% af því verði flutt úr landi. Aðeins 18 kíló- metrar eru frá námunni til Þorláks- hafnar þannig að ekki skapast sömu vandkvæði fyrir vegi og umferð og vegna verkefnisins á Mýrdalssandi. Þriðja verkefnið er mun minna í sniðum en er komið á framkvæmda- stig, það er framleiðsla og útflutning- ur á sandblástursefni úr fjörunni austan við Vík í Mýrdal. Íblöndun í sement Bæði stóru verkefnin, á Mýrdals- sandi og við Sandfell, snúast um að út- vega íblöndunarefni í sement. Efnið á að koma í stað flugösku sem fellur til í kolaverum sem framleiða rafmagn í Evrópu. Askan er ódýrt en gott íblöndunarefni. Stefnan hefur verið að draga úr notkun kola og loka kola- verum þótt frestun kunni að hafa orð- ið á því nú vegna orkuskorts í kjölfar árásar Rússa á Úkraínu. Sements- framleiðendur hafa lengi leitað að efnum í staðinn. Sementsframleiðslu fylgir mikil losun gróðurhúsalofttegunda og hafa sementsframleiðendur einnig leitað leiða til að draga úr henni. Kötluvikur virðist vera heppilegur til íblöndunar í sement og geta dregið verulega úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda. Sömuleiðis jarðefnin sem Heidelberg hyggst vinna í stórri verksmiðju við höfnina í Þorlákshöfn og flytja til Þýskalands. Það er ókost- ur við efnisnámið á Mýrdalssandi að flytja þarf vikurinn langa leið til Þor- lákshafnar og það dregur úr umhverf- isávinningi. Hins vegar er stutt frá Sandfelli til Þorlákshafnar og ekki um byggð að fara. Hugsanlegt er að finna aðrar leiðir til að flytja efnið frá Sand- felli til Þorlákshafnar, til dæmis með færiböndum eða lest. Þá hefur verið bent á að hugsanlegur möguleiki sé að dæla efninu á Mýrdalssandi beint út í skip. Einhverjar athuganir munu hafa verið gerðar á því en niðurstöður þeirra hafa ekki verið birtar. Minnkar útblástur Vikur og sandur er víða til og er fluttur í miklu magni til framleiðslu- landa Vestur-Evrópu auk þess sem námur er enn að finna innan landa- mæra ríkjanna. Fyrirtækin sem leita til Íslands virðast telja að aðstæður hér henti til starfseminnar og efnin hafi þá eiginleika sem þurfi. Þannig kannaði EPPM námur í allri Evrópu og taldi að lokum að engin vikurnáma væri sambærileg Háöldu á Mýrdals- sandi af mörgum ástæðum, meðal annars vegna gæða vikursins og magns sem er næstum óþrjótandi. Drjúgur hluti losunar gróðurhúsa- lofttegunda stafar af byggingastarf- semi og þar er sementsframleiðsla stór þáttur. Hún er ábyrg fyrir 8% af allri koldíoxíðlosun í heiminum. Með því að auka hlut móbergs og vikurs í sementinu er hægt að draga úr notk- un sementsgjalls, svokallaðs klinkers. Við framleiðslu á einu tonni af sem- entsklinker losna 842 tonn af CO2, að því er fram kemur í umhverfismats- skýrslu Eden Mining vegna námu- graftrar í Litla-Sandfelli. Áætla má að heildartekjur af út- flutningi jarðefna úr þessum tveimur verkefnum geti orðið yfir 20 milljarð- ar á ári og þau skapa fjöldamörg störf og tekjur fyrir sveitarfélög og þjón- ustufyrirtæki. Ef vel gengur getur ábatinn einnig orðið mikill. Sérstak- lega kann það að eiga við Mýrdals- sand því fyrirtækið sjálft á námuna og þarf ekki að greiða landeigendum. Tækifæri í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er miðpunkturinn í út- flutningnum, eins og í fleiri at- vinnuþróunarverkefnum. Elliði Vign- isson bæjarstjóri bindur sérstakar vonir við útflutninginn úr námunni í Þrengslum vegna þess að Heidelberg muni vinna efnið í Þorlákshöfn. Hann segist minna vita um EPPM þótt verkefnið hafi verið kynnt lauslega fyrir stjórnendum sveitarfélagsins. Heidelberg hefur sótt um tólf lóðir við höfnina fyrir risastóra verksmiðju til að vinna móbergið. Tekur Elliði fram að ef það verkefni verði að veru- leika þurfi að stækka höfnina í Þor- lákshöfn tafarlaust, til viðbótar þeirri stækkun sem nú er unnið að. Fyrirhuguð efnistaka á Suðurlandi og akstur með efni til Þorlákshafnar Litla-Sandfell Hafursey Litla-Sandfell Selfoss FLÓI ÖLFUS SELVOGUR ÞYKKVI- BÆR LANDEYJAR EYJAFJÖLL MÝRDALUR MÝRDALS- SANDUR MEÐAL- LANDS- SANDURHveragerði Þorlákshöfn Eyrarbakki Stokkseyri Eyjafjalla- jökull Mýrdalsjökull Hella Hvolsvöllur Vík Uxafótarlækur Hafursey 1 1 1 Við upphaf vinnslu Við full afköst Tonn efnis á ári 200.000 1.000.000 Ferðir á dag 21 107 Tíðni ferða 1 klst. 15 mín. Akstur á dag 7.200 km 36.000 km Efnistaka á ári 625.000 m3 Ferðir á dag 111 Vegalengd 14 km Akstur á dag 3.100 km Vegalengdin frá Hafursey til Þorlákshafnar er rúmir 170 km. 16 til 30 bílar munu flytja vikurinn til Þorlákshafnar. Hver bíll tekur 34 tonn af vikri í ferð. Uxafótarlækur Einn til þrír bílar munu flytja sand til Þorlákshafnar. Þangað eru um 160 km frá efnistökusvæðinu við Uxafótarlæk. Allt að 80% efnisins verður ekið til Þorláks- hafnar og sent utan til notkunar í sement. Íslensk jarðefni sem ný auðlind - Hekluvikur hefur verið fluttur út í áratugi - Útflutningur jarðefna margfaldast ef tvö stór verkefni verða að veruleika og umsvif aukast - Dregur úr losun kolefnis við sementsframleiðslu í Evrópu Ljósmynd úr umhverfismatsskýrslu Efni Litla-Sandfell er skammt frá þjóðveginum um Þrengsli. Fjallið verður tekið að hluta eða öllu leyti og notað við sementsframleiðslu í Þýskalandi. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég held að þetta verði rosa flott keppni og leikirnir eru á hentugum tíma fyrir áhorfendur,“ segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV. Undirbúningur stendur nú yfir fyrir útsendingar frá heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem fer fram í Kat- ar dagana 20. nóvember til 18. desem- ber. Allir 64 leikir mótsins verða í beinni útsendingu á stöðvum RÚV. Í riðlakeppni eru fjórir leiktímar, klukk- an 10 að morgni að íslenskum tíma, klukkan 13, klukkan 16 og klukkan 19. Þegar kemur að síðustu umferð í riðla- keppni og svo útsláttarkeppninni verð- ur leikið klukkan 15 og 19. „Leikirnir klukkan 10, 13 og 16 verða á aðalrás RÚV. Leikirnir klukkan 19 verða flestir á RÚV 2 nema þegar það eru tveir leikir á sama tíma, þá verður annar leik- urinn á RÚV. Undanúrslit og úrslitaleikurinn sjálfur verða á RÚV,“ segir Hilmar. Ekki er búið að ganga frá því hverjir sjá um að lýsa leikjum og greina þá. Hilmar segir það í vinnslu og ætti að liggja fyrir mjög fljótlega. Hann vill ekki upplýsa neitt en fyrir fjórum árum, þegar Ísland lék á HM í Rússlandi, voru Guðmundur Bene- diktsson og Eiður Smári Guðjohnsen kallaðir til verksins og öllu til tjaldað. „Við verðum með HM-stofu fyrir og eftir flesta leiki og ætlum að enda daginn á HM-kvöldi þar sem við för- um yfir alla leiki dagsins. Okkar fólk verður einnig í Katar þar sem við fáum að upplifa stemninguna beint í æð. Við erum í góðri æfingu eftir EM kvenna í sumar sem lukkaðist mjög vel en við viljum alltaf gera betur, sama á hvað miðlum RÚV um ræðir. Það er nýtt að heimsmeistaramótið sé haldið í nóvember og desember en það er mikil tilhlökkun í okkar her- búðum að færa þjóðinni fótboltaveislu í aðdraganda jóla,“ segir Hilmar. Undirbúa fótboltaveislu frá morgni til kvölds - RÚV með útsendara á HM í Katar sem hefst í nóvember Barátta Cristiano Ronaldo verður vitaskuld í eldlínunni á HM í Katar. Hilmar Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.