Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 21
haustið 1993 þegar ég fyrir tilvilj-
un fékk að vinna fyrir þau nokkur
haustverk í tvær vikur. Daníel var
þá orðinn ellimóður. Þau voru
samhent og góð hjón, og sýndu
hvort öðru ást og mikla virðingu.
Þau tóku mér opnum örmum og
við urðum vinir. Við vorum sam-
mála um alla hluti. Það var fagurt
á Gnúpufelli þetta haust og órofa
blíða. Ellin fór að en þau elskuðu
þennan stað, voru tengd jörðinni
sinni sterkum böndum og vildu
hvergi annars staðar lifa og deyja.
Daníel dó 1999. Eftir það bjó
Ingibjörg ein. Allt að 95 ára aldri.
Hún var alltaf sjálfri sér sam-
kvæm og fylgdi eigin lífsspeki. Á
ellidögunum hafði hún tóm til að
sinna skriftum og hugleiðingum.
Góða ljóðabók gaf hún út níræð að
aldri. Sagnaranda hafði hún líka,
og þörf fyrir að miðla af reynslu
lífsins. Fyrir það má þakka. Frá-
sögn hennar af Tíjú og brunanum
á Gnúpufelli í bókinni Raddir er
gríðarlega sterk saga og vel sögð.
Hún var virkur og gefandi fé-
lagi í kvæðamannafélaginu frá
byrjun. Þar var hún virt og dáð.
Sjálfri þótti henni óskaplega vænt
um þann hóp. Hennar er sárt
saknað, en ekki minna þökkum
við Ingibjörgu okkar fyrir sam-
veruna ríku og góðu.
Þórarinn Hjartarson.
Heiðurskonan Ingibjörg
Bjarnadóttir er látin í hárri elli.
Hún kom ung að árum í sveitina
okkar sem kaupakona, og kynnt-
ist mannsefni sínu, Daníel í
Gnúpufelli, og þar með voru ör-
lögin ráðin. Ingibjörg var af vest-
firskum sterkum stofni, ólst upp
hjá ástríkum foreldrum á barn-
mörgu heimili þar sem þolgæði og
vinnusemi var í hávegum höfð.
Ekki ætla ég að rekja ævisögu
hennar, en fáein kveðjuorð frá Fé-
lagi eldri borgara í Eyjafjarðar-
sveit verðskuldar hún.
Haustið 1989 var stofnaður sá
félagsskapur sem létta skyldi
eldra fólki lífið á ýmsa lund, efla
góð samskipti og koma á fót starf-
semi þar sem eldri borgarar gátu
komið saman með ýmiss konar
dægrastyttingu. Ingibjörg var í
hópi þeirra sem stóðu að stofnun
þessa góða félagsskapar, og var
fyrsti ritari félagsins. Þéttskrifað-
ar síður fundargerðabókar fyrstu
16 árin vitna um ritara sem var
bæði firnagóður penni og var skil-
merkilega sagt frá starfseminni,
með fallegri rithönd og greinilegt
að hér var á ferð kona sem hafði
gott vald á móðurmálinu. Sem
stjórnarmaður var hún tillögugóð
og vann ötullega að þeim málum,
sem gátu komið nýstofnuðu félagi
til góða.
Ingibjörg verður okkur öllum
minnisstæð. Starfsvettvangur
hennar sem bóndi og húsmóðir á
stóru sveitaheimili hefur trúlega
ekki boðið upp á margar tóm-
stundir til að skrifa. Hitt veit ég
að hún var traustur liðsmaður
bæði í kvenfélaginu og einnig í
kirkjukórnum og söng sinn sópr-
an áratugum saman.
Á efri árum þegar um hægðist
hafa boðist fleiri tækifæri til þess
að skrá ýmislegt sem leitaði á
hugann, en hún var mjög vel hag-
mælt og ritfær. Hún skráði ýmiss
konar efni sem fróðlegt er að
kynna sér og víða má lesa ýmsar
frásagnir sem hún sendi frá sér.
Endurminningar frá heimahög-
um hennar við Dýrafjörð voru
henni ofarlega í huga, eins og sést
á síðum ljóðabókarinnar sem hún
gaf út fyrir nokkrum árum.
Við í Félagi eldri borgara í
Eyjafjarðarsveit stöndum í þakk-
arskuld við Ingibjörgu og allt það
góða fólk fyrir eldmóðinn og seigl-
una að ýta úr vör þeim félagsskap,
sem við njótum í dag. Megi okkur
takast að róa áfram með sömu
bjartsýni og gleði eins og þeir sem
í upphafi ýttu bátnum á flot.
Við sendum börnum hennar og
fjölskyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur.
F.h. Félags eldri borgara í
Eyjafjarðarsveit,
Valgerður G. Schiöth.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022
✝
Jóhann Hergils
Steinþórsson
fæddist á St. Franc-
iskusspítalanum í
Stykkishólmi 24.
ágúst 1994. Hann
varð bráðkvaddur 8.
ágúst 2022.
Foreldrar hans
eru Sonja Péturs-
dóttir, f. 26. október
1972, og Steinþór
Brekkmann Jó-
hannsson, f. 21. júní 1962.
Systkini Jóhanns eru Karen
Tara Steinþórsdóttir, f. 17. októ-
ber 1986, Karín Hera Árnadóttir,
f. 31. ágúst 1990, Elísabet Hlín
Steinþórsdóttir, f. 2. september
1996, og Steinþór
Brekkmann Stein-
þórsson, f. 17. ágúst
1997.
Unnusta Jóhanns
er Júlíana Ingibjörg
Eðvaldsdóttir, f. 9.
október 1997, og eiga
þau soninn Marinó
Mána, f. 30. maí 2020.
Jóhann byrjaði 15
ára að vinna hjá
Bigga á Smurstöð
Akraness, hann vann svo hjá BB
og sonum, Íslenska gámafélaginu
og Norðuráli.
Útför Jóhanns fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 19. ágúst
2022, kl. 11.
Jói minn, þú varst ástin í lífi
mínu. Við kynntumst þegar ég
var 16 ára og þú 19 ára, við vorum
límd saman frá fyrsta degi. Ég
skil ekki af hverju við fáum ekki
að eldast saman eins og við töl-
uðum um. Þú kenndir mér svo
margt, þú kenndir mér að elska.
Við fullorðnuðumst saman. Þú
varst svo gáfaður og fyndinn, með
fallegasta hjartað. Við keyptum
okkur íbúð og bíl saman, trúlof-
uðumst, fengum þrjár kisur og
eignuðumst fallegasta barn í
heimi. Þú varst besti kærasti í
heimi og besti pabbi í heimi. Mar-
inó mun aldrei gleyma hver pabbi
hans er. Við tölum um þig og við
þig á hverjum degi. Ég skal segja
honum sögur fyrir svefninn eins
og þú sagðir þær. Við elskum þig
og söknum þín endalaust. Ég veit
að þú ert á góðum stað með engar
áhyggjur. Þú tekur á móti mér
þegar minn tími kemur, svo tök-
um við á móti litla stráknum okk-
ar saman þegar hans tími kemur.
Ég þarf að læra að lifa upp á nýtt,
lifa án þín, þú varst líf mitt. Ég
held áfram fyrir strákinn okkar.
Þú vakir yfir okkur og passar
okkur. Góða nótt ástin mín. Góða
nótt pabbi minn.
Júlíana Ingibjörg
Eðvaldsdóttir og
Marinó Máni Jóhannsson.
Elsku strákurinn minn, þú
sagðir alltaf: „Ekki hafa áhyggjur
af mér, þetta verður allt í lagi. Ég
elska þig mamma!“
Ég veit þú elskaðir mig og okk-
ur öll af heilu hjarta og sagðir oft
að Marinó Máni, litli fallegi
drengurinn þinn, væri líf þitt auk
Júlíu þinnar.
Líf þitt var fjalllendi, grýtt og
erfitt yfirferðar frá því þú varst
lítill drengur. Sem betur fer sást
til sólar inn á milli og ætlum við að
minnast hjartahlýja, yndislega
drengsins okkar.
Prakkarasögur af þér og Stein-
þóri bróður þínum þegar þið vor-
uð litlir strákar eru óteljandi. T.d.
þegar þú, Steinþór og Ágúst Ingi,
sem kvaddi okkur fyrir nákvæm-
lega ári, voruð að stríða systrum
ykkar í einni sumarbústaðaferð-
inni. Þið funduð ykkur leið í gegn-
um loftrist til að kíkja niður á kló-
settið og urðuð fyrir vikið allir í
einangrunarull sem ykkur klæj-
aði allsvakalega af. En allt var
lagt á sig til að pirra systurnar.
Það sem fékk þig til að ljóma í
augunum var þegar þú áttir pen-
ing og baðst mig að skutla þér í
búðir að kaupa skartgripi fyrir
Júlíu þína.
Þessar og margar aðrar sögur
fær litli drengurinn þinn að heyra
á komandi árum og munum við
halda í heiðri fallega minningu
um þig. Ég trúi því að allir okkar
vinir hafi tekið á móti þér og sé
fyrir mér grallarasvipinn á þér og
Ágústi Inga. Elska þig alltaf.
Þín
mamma.
Elsku Jóhann minn. Ljóðið
sem afi þinn og alnafni skildi eftir
á dánarbeði sínum langar mig að
skilja eftir hér.
Illa hefur að mér sótt,
oft ég vakna lúinn.
Lífsins dagur líður fljótt,
leikurinn jafnvel búinn.
Lánið mitt var lítið og valt,
lukkuhjólið brotið.
Það er að verða út um allt,
því æskufjör er þrotið.
Við þér dauði er vont að sjá,
verma dagsins þrautir.
Þú hefur löngum leitað á,
lífsins hálu brautir.
Kann að nálgast kveðjustund,
kalin strá að falla.
Horfinn sviði úr sárri und,
sáttur í raun við alla.
(Jóhann Hergils Steinþórsson)
Bless í bili elsku sonur.
Þinn
pabbi.
Elskulegi bróðir minn, elsku
hjartahlýi, ljúfi og góði bróðir
minn. Ég skil ekki þetta líf, ég
skil ekki að þú skulir vera farinn
frá okkur. Þú elskaðir okkur svo
mikið og við þig endalaust. Allar
minningar mínar um þig óma í
höfðinu á mér og ég skil ekki að
það skuli vera satt að ég muni
aldrei aftur fá að sjá þig, aldrei
aftur fá að taka utan um þig, aldr-
ei aftur fá að heyra röddina þína,
aldrei aftur fá að fíflast með þér.
Ég skil ekki hvernig við eigum að
halda bara áfram án þín.
Það var alltaf stutt í grínið hjá
þér og þú varst sannur vinur,
sannur bróðir sem passaði upp á
systkini sín.
Á augabragði varð allt svo
óraunverulegt og ósanngjarnt en
ég verð sterk, sterk fyrir þig og
alla hina. Þú vildir hafa hlutina
einfalda, engar flækjur og ekkert
vesen og því ætla ég að lifa eftir.
Síðustu daga hefur alltaf komið
upp í huga minn „Jóhann hefði
sagt þetta, gert þetta, viljað
þetta“.
Mér er minnisstætt þegar við
tvö fórum út á róló með Marinó
og Sigurdísi, þú með Marinó á
hjóli og ég með Sigurdísi í kerru.
Þá hugsaði ég með mér að þetta
væri lífið; við tvö systkinin úti að
leika með litlu gullmolana okkar
og hugsaði til framtíðar hvað það
væri gaman fyrir okkur systkinin
að vera samferða í uppeldi
barnanna okkar.
Ég mun passa litla strákinn
þinn og halda minningum um þig
á lofti alltaf svo litli strákurinn
þinn kynnist þér í gegnum okkur
sem elskuðum þig svo heitt. Það
var heiður að fá að fylgja þér í
næstum 26 ár og hlakka ég til að
komast aftur í faðminn þinn,
horfa á þig og segja bróðir minn.
Þangað til næst, þín litla systir
sem elskar þig og saknar að eilífu
alltaf.
Elísabet Hlín
Steinþórsdóttir.
Elsku Jóhann minn, engin orð
geta lýst sorginni og söknuðinum
sem við erum að upplifa.
Minningarnar eru óteljandi
sem við getum huggað okkur við
en samt sem áður stingur sorgin
inn að beini. Ég á erfitt með að
koma orðum á blað en hugurinn
er búinn að rifja upp margar min-
nigar, bæði frá síðustu dögum og
líka allt okkar líf saman sem
systkini, t.d. að Alexandra Eik
vildi alltaf hringja í Jóhann
frænda þegar hún var að hringja
til Íslands, allir kúka- og
prumpubrandararnir ykkar sem
þið hlóguð svo mikið að. Þú náðir
svo vel til krakkanna og fórst
aldrei leynt með hvað þú elskaðir
okkur mikið.
Þú baðst mig oft að keyra þig í
bankann þegar þú fékkst útborg-
að og fórst svo og keyptir allt sem
systkinabörn þín langaði í úti í
sjoppu.
Þegar Alexandra var spurð að
því einu sinni hvern hún elskaði
svaraði hún „mömmu, pabba,
Auði, Samma og Jóhann
frænda“.
Elsku Jóhann minn, ég veit þú
passar upp á Guðna fyrir okkur
og við pössum upp á Marinó
Mána fyrir þig.
Við elskum þig elsku engillinn
okkar.
Þín systir,
Karín Hera, Ólafur Þór
og Alexandra Eik.
Elsku Jóhann frændi minn, ég
trúi ekki að þú sért dáinn.
Þú varst alltaf til í að fíflast
með mér og er ég svo glöð að við
áttum saman tíma í Borgarnesi
að leika við Marinó þinn og litlu
systur mína Alex á róló og þegar
við vorum saman á Tenerife í
sumar. Þessar minningar og
fleiri er ég þakklát fyrir.
Sakna þín elsku frændi minn.
Þín litla frænka,
Auður Líf.
Lífið getur verið svo ósann-
gjarnt og óskiljanlegt. Fallinn er
frá elskulegur tengdasonur
minn.
Elsku Jói minn, ég kynntist
þér fyrst í gegnum drengina
mína, þú varst þeirra besti vinur,
hann Jói var skemmtilegur og
fyndinn og það var alltaf stutt í
grínið og þar sem þeir komu sam-
an var alltaf mikið hlegið og fífl-
ast. Ekki leið á löngu þar til hann
kynntist dóttur minni, sem var
ástin í lífi hans, og þar með var
þessi ljúfi og hjartahlýi drengur
orðinn tengdasonur minn og voru
tengslin þeirra allra það sterk að
hann varð bara strax eins og
bróðir barnanna minna og frændi
barna þeirra.
Þeir segja að þeir deyi ungir
sem guðirnir elska, hann er
óbærilegur sársaukinn að hugsa
til þess að við eigum ekki eftir að
sjá þig né heyra í þér aftur og
hvernig lífið verður án þín. Þú
sem hefur alltaf verið hluti af fjöl-
skyldunni og sérstaklega verður
það erfitt fyrir Júlíönu, ástina í
lífi þínu, og sólargeislann ykkar
hann Marinó Mána, en mikið
voru þau heppin að eiga þig að og
eiga í hjarta sínu allar góðu
stundirnar. Við syrgjum þær
stundir sem við eigum ekki eftir
að eiga með þér en þú verður allt-
af í hug og hjarta okkar allra,
minning þín mun alltaf lifa, þér
verður aldrei gleymt, þú verður
alltaf hjá okkur. Takk fyrir að
vera þú og láta okkur hlæja með
kjánalátunum þínum, við pössum
Júlíönu og Marinó Mána fyrir
þig.
Elsku foreldrar, systkini og
fjölskylda Jóhanns Hergils og
elsku Júlíana og Marinó Máni,
innilegar samúðarkveðjur með
von um að góðar vættir gefi ykk-
ur styrk til að takast á við þessa
miklu sorg.
Hvíldu í friði. Minningin lifir
um góðan dreng með fallega sál.
Elísabet Linda
Halldórsdóttir.
Til þín ég hugsa, staldra við.
Sendi ljós og kveðju hlýja.
Bjartar minningar lifa.
Elsku Sonja, Steini, Karín,
Beta, Steinþór og fjölskylda.
Harmur ykkar er svo sár að eng-
in orð geta huggað, guð gefi ykk-
ur styrk.
Elsku Jóhann, góða ferð.
Kveðja,
Berglind (Begga).
Elsku besti vinur okkar. Þú
fórst frá okkur allt of snemma en
þú verður alltaf með okkur í
minningunni, við munum aldrei
gleyma þér og öllum góðu minn-
ingunum sem við eigum.
Þú varst alltaf svo fyndinn og
skemmtilegur, alltaf að fíflast og
fékkst alla til að hlæja, svo varstu
alltaf til staðar fyrir okkur þegar
við þurftum á því að halda. Það er
svo erfitt að trúa því að þú sért
farinn og sért ekki hjá okkur
lengur, við höfum þekkt þig svo
lengi. Þegar við kynntumst urð-
um við fljótt bestu vinir, svo fljót-
lega funduð þið Júlía systir okkar
hvort annað og þar með varstu
kominn inn í fjölskylduna. Síðan
þá hefurðu verið eins og einn af
bræðrunum, við eigum eftir að
sakna þín svo mikið. Við vitum að
þú ert á betri stað núna.
Hvíldu nú í friði uppáhalds-
engillinn okkar, við munum
hugsa til þín á hverjum degi
þangað til við skálum saman í
sumarlandinu.
Eðvald Bergur Eðvaldsson
og Aron Ingi Einarsson.
Jóhann Hergils
Steinþórsson
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÞORGERÐAR DAGBJARTSDÓTTUR,
Lambhaga 13, Selfossi.
Páll Bergsson
Dagrún Pálsdóttir Kristján Karl Heiðberg
Bergur Pálsson Sigrún Þorkelsdóttir
Baldur Pálsson Svava Steingrímsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
KRISTÍNAR NIKULÁSDÓTTUR,
áður til heimilis í Bólstaðarhlíð 60.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Eirarholti,
Eir hjúkrunarheimili, fyrir einstaklega góða umönnun.
Árni B. Tryggvason
Svanlaug H. Árnadóttir
Jónína M. Árnadóttir Árni Steinsson
Örn Árnason Jóhanna Kristín Óskarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓLÖF BIRNA BJÖRNSDÓTTIR,
Hávallagötu 32,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 14. ágúst. Útförin fer fram
frá Neskirkju fimmtudaginn 25. ágúst klukkan 15.
Jón Ólafsson
Valgerður Jónsdóttir
Sigþrúður Jónsdóttir Sverrir Hákonarson
Ólafur Helgi Jónsson Estelle Toutain
barnabörn og barnabarnabörn
DAGNÝ SIGURGEIRSDÓTTIR
barnahjúkrunarfræðingur,
Víðilundi 20, Akureyri,
lést í faðmi barna sinna laugardaginn
13. ágúst á gjörgæsludeild Sjúkrahússins
á Akureyri eftir stutt veikindi.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 24. ágúst klukkan 13.
Sigurgeir Sveinsson Þóra Rósa Gunnarsdóttir
Helga Jóna Sveinsdóttir
Hilma Sveinsdóttir Jón Georg Aðalsteinsson
Sveinbjörn Dagnýjarson Þorgerður Sigurðardóttir
Katrín Jóhannesdóttir Aðalsteinn Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar