Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022 Eitt ogannað FRJÁLSAR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ég var svolítið svekktur með ár- angurinn í dag,“ viðurkenndi sleggjukastarinn Hilmar Örn Jóns- son í samtali við Morgunblaðið eftir að hann hafnaði í tólfta sæti í grein- inni á Evrópumótinu í München í Þýskalandi í gærkvöldi. Hilmar tryggði sér sæti í úrslit- um með góðum árangri í undanriðli. Þar kastaði hann 76,33 metra, sem er hans besta kast á árinu. Í gær náði hann hins vegar aðeins einu gildu kasti, 70,03 metra, í þremur tilraunum. Íslandsmet hans er 77,10 metrar og var hann því nokk- uð frá sínu besta í úrslitunum. Töfin hafði áhrif „Ég er ánægður með hvernig ég bar mig út á velli og var tilbúinn í þetta. Ég náði því miður ekki að setja saman kast, en ég var alveg klár og tilbúinn. Ég á eftir að fara betur yfir með þjálfaranum mínum hvað klikkaði en það vantaði ekk- ert. Það er örugglega hægt að finna ástæðu fyrir því hvers vegna ég gat ekki sett saman gott kast en svona var þetta í dag,“ sagði hann. Vegna mikillar úrkomu þurfti að seinka keppni um 20 mínútur og Hilmar viðurkennir að það hafi haft áhrif á undirbúning sinn fyrir úr- slitin. „Rigningin hafði ekki mikil áhrif á mig. Eina sem hafði áhrif var töfin, því ég var í banastuði á æfingasvæðinu en svo þurftum við að bíða í skjóli í 20 mínútur. Það dró úr mér en ég læri af því.“ Í hörkustuði og sýndi það Hilmar er fyrsti Íslendingurinn í sögunni sem kemst í úrslit í sleggjukasti á stórmóti í frjálsum íþróttum og hann viðurkennir að það hafi verið skemmtileg tilfinn- ing að ganga á keppnisvöllinn með hinum ellefu bestu kösturum álf- unnar. „Þetta var ekkert ólíkt því sem var í undanúrslitunum, nema að núna vorum við bara tólf bestu og það var ákveðin tilfinning og maður kveikti að maður var einn af tólf bestu. Svo var það bara keppni og allt í gang,“ sagði hann. Hilmar var mjög ánægður með árangurinn í undanriðlum, þar sem hann var með sjöunda besta árang- ur allra og tryggði sér sæti í úrslit- unum með sannfærandi hætti. Ótrúlega gaman „Það var geggjað. Ég var í hörkustuði og náði að sýna það. Það var fyrsta skrefið og annað skrefið var í kvöld. Það tókst ekki alveg í kvöld en það var ótrúlega gaman að komast í úrslit á stórmóti,“ sagði Hilmar. Hann var ekki í vafa um að úrslit á stórmóti sé hans stærsta af- rek á ferlinum, stærra en að setja Íslandsmet. „Já algjörlega. Þetta var klárlega stærra en það. Fyrsta skrefið var að komast í úrslitin og allt hefði verið bónus eftir það.“ Yfirstandandi tímabil er senn á enda, en Hilmar ætlar að halda sér í góðu standi fyrir innanhússtíma- bilið á næsta ári. „Það er ekkert á planinu með mót í dag en ég held áfram að æfa og undirbúa mig. Ég klára tímabilið og verð svo klár í næsta tímabil,“ sagði Hilmar Örn Jónsson. Ólympíumeistarinn sigraði Pólverjinn Wojciech Nowicky, ól- ympíumeistarinn frá því í Tókýó síðasta sumar, varði Evrópumeist- aratitil sinn með kast upp á slétta 82 metra, en það er lengsta kast ársins í heiminum og hans næst- besta kast á stórmóti. Nowicky hef- ur unnið þrjú gull á stórmótum, tvö silfur og fjögur brons. Bence Ha- lász frá Ungverjalandi varð annar. Hann kastaði lengst 80.82 metra, sem er hans lengsta kast á ferl- inum. Halász er bronsverðlaunahafi frá HM í Dóha 2019 og EM í Berlín 2018. Norðmaðurinn Eivind Hen- riksen kastaði 79,45 metra og tók bronsið. Henriksen varð annar á Ólympíuleikunum í Tókýó og tók bronsið á HM í Eugene í síðasta mánuði. Klárlega stærra en Íslandsmetið AFP/Andrej Isakovic München Hilmar Örn Jónsson býr sig undir að kasta sleggunni í úrslitunum á Evrópumótinu í München í Þýskalandi í gærkvöldi. - Hilmar Örn varð tólfti á EM - Fyrsti Íslendingurinn til að fara í úrslit Drengjalandslið Íslands, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, mátti þola stórt tap, 59:107, fyrir Belgíu í 8-liða úrslitum B-deildar Evrópu- mótsins í Sofíu í Búlgaríu í gær. Lars Erik Bragason var stiga- hæstur í íslenska liðinu gegn Belg- um með 13 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst og og gaf fjórar stoðsendingar. Ísland mun því leika um 5.-8. sæti mótsins en liðið mætir Svíþjóð í dag og sigurvegarinn úr þeim leik mætir annað hvort Aust- urríki eða Bosníu í leik um 5. sætið á morgun. Ísland mætir Svíþjóð í Sofíu Ljósmynd/FIBA 13 Lars Bragason fór mikinn fyrir íslenska liðið gegn Belgíu í gær. Valgarð Reinhardsson varð efstur Íslendinganna fimm á Evrópu- mótinu í áhaldafimleikum í Münch- en í Þýskalandi í gær. Valgarð fékk samtals 77,098 stig í fjölþrautinni þar sem keppt var á sex áhöldum. Hann hafnaði í 42. sæti en hann var hæstur Íslendinganna á gólfi, boga- hesti, hringjum, stökki og tvíslá. Jónas Ingi Þórisson hafnaði í 61. sæti í fjölþrautinni og Martin Bjarni Guðmundsson í 70. sæti. Atli Snær Valgeirsson keppti á fjórum áhöld- um á mótinu og Jón Sigurður Gunn- arsson á tveimur. Valgarð efstur Íslendinganna Ljósmynd/FSÍ 42 Valgarð Reinhardsson náði best- um árangri íslensku keppendanna. KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 8-liða úrslit: Kórinn: HK – Breiðablik .......................... 20 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Fossvogur: Víkingur R. – Haukar ...... 17.30 Extra-völlur: Fjölnir – Fylkir .................. 18 Kópavogur: Augnablik – Grindavík.... 19.15 3. deild karla: Fífan: Augnablik – ÍH.......................... 19.30 Samsung-völlur: KFG – Kári .............. 19.15 Valsvöllur: KH – Vængir Júpíters...... 19.15 Í KVÖLD!FH og HK skildu jöfn í toppslag 1. deildar kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar, á Kapla- krikavelli í Hafnarfirði í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en bæði lið fengu færi til þess að skora. Markverðir liðanna, þær Aldís Guðlaugsdóttir, FH, og Audrey Rose Baldwin, HK, áttu báðar stórleik á milli stanganna. Úrslitin þýða að FH er enn með fjögurra stiga forskot á HK á toppnum. FH er með 37 stig og HK í öðru sæti með 33 stog. Tindastóll getur með sigri á Fjarðabyggð/Hetti/Leikni á morg- un farið í 34 stig og upp í annað sætið, en tvö efstu liðin fara upp í efstu deild. FH og HK eiga nú að- eins þrjá leiki eftir en Tindastóll fjóra og stefnir í æsispennandi bar- áttu um sæti í deild þeirra bestu. Morgunblaðið/Eggert Fyrirliðar Sigríður Lára Garðarsdóttir og Isabella Eva Aradóttir takast á. Þriggja liða kapphlaup um sæti í efstu deild Fylkir tyllti sér á toppinn í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeild- inni, þegar liðið tók á móti Selfossi á Würth-vellinum í Árbænum í 17. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 4:3-sigri Ár- bæinga sem leiddu 3:0 í hálfleik en það voru þeir Emil Ásmundsson og Birkir Eyþórsson sem skoruðu mörk Fylkismanna í leiknum á meðan þeir Gary Martin, Valdimar Jóhannsson og Hrvoje Tokic skor- uðu mörk Selfyssinga. _ Fjölnir styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigri gegn Grindavík á Extra-vellinum í Grafarvogi í sjö marka leik sem lauk með 4:3-sigri Fjölnis. Hans Viktor Guðmundsson skor- aði tvívegis fyrir Fjölni og þeir Dofri Snorrason og Viktor Andri Hafþórsson eitt mark hvor en Ken- an Turudija, Aron Jóhannsson og Kristófer Páll Viðarsson skoruðu mörk Grindvíkinga. _ Grótta er áfram í fjórða sætinu eftir 1:0-sigur gegn Þrótti úr Vog- um á Vogaídýfuvellinum í Vogum þar sem Luke Rae skoraði sigur- mark leiksins á 29. mínútu. _ Þá er Afturelding komin í fimmta sæti deildarinnar eftir 4:1- sigur gegn KV að Varmá í Mosfells- bæ þar sem Marciano Aziz skoraði þrennu fyrir Mosfellinga. _ Kórdrengir unnu svo 4:0- stórsigur gegn Vestra á Framvelli í Safamýri. Þeir Arnleifur Hjörleifs- son, Morten Hansen, Loic Ondo og Bjarki Björn Gunnarsson skoruðu mörk Kórdrengja. Fylkismenn tylltu sér á toppinn eftir markaveislu Morgunblaðið/Eggert 2 Emil Ásmundsson var drjúgur fyrir Fylkismenn gegn Selfossi í gær. _ Enska knattspyrnufélagið Manchest- er United hefur áhuga á að kaupa bras- ilíska miðjumanninn Casemiro frá Real Madrid. Það er The Athletic sem greinir frá þessu. United er sagt tilbúið að borga 60 milljónir punda fyrir Brasilíu- manninn sem yrði einn launahæsti leik- maður liðsins, verði af kaupunum. Casemiro, sem er þrítugur, hefur verið hjá Real frá árinu 2013 og unnið Meist- aradeild Evrópu fimm sinnum og spænska meistaratitilinn þrisvar. Hann er samningsbundinn til ársins 2025, en United gæti boðið honum samning til ársins 2027. _ Kvennalið Arsenal í knattspyrnu hef- ur samið við sænska framherjann Linu Hurtig, sem kemur frá Ítalíumeisturum Juventus. Hurtig vann ítölsku A-deild- ina bæði tímabil sín með Juventus og einnig ítalska bikarinn á því síðasta. Hún er 26 ára og á að baki 58 landsleiki fyrir Svíþjóð, þar sem hún hefur skorað 19 mörk, en hún var hluti af sænska lið- inu sem komst í undanúrslit EM 2022 á Englandi í sumar. _ Wolverhampton Wanderers hefur fest kaup á Matheus Nunes, eftir- sóttum portúgölskum miðjumanni sem kemur frá Sporting frá Lissabon. Greiða Úlfarnir 38 milljónir punda fyrir Nunes, sem er félagsmet hjá enska úr- valsdeildarliðinu. Nunes, sem hafði ver- ið orðaður við fjölda sterkra liða í sum- ar, skrifaði undir fimm ára samning. Nunes er tólfti Portúgalinn sem er nú á mála hjá Úlfunum auk þess sem knatt- spyrnustjóri liðsins, Bruno Lage, er einnig frá Portúgal. _ Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Englandsmeistara Manchester City fyrir að hafa ekki haft stjórn á stuðningsmönnum sínum í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili þegar liðið tryggði sér titilinn með ótrúlegri endurkomu gegn Aston Villa. Þúsundir stuðningsmanna City hlupu inn á Etihad-völlinn til þess að fagna Englandsmeistaratitlinum en hegðun sumra þeirra var ekki til fyrir- myndar. Til að mynda var ráðist á Robin Olsen, markvörð Villa, og þverslá ann- ars marksins brotin. Manchester City hefur til 25. ágúst til þess að bregðast við ákærunni. _ Bandaríska körfuknattleiksstjarnan LeBron James hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við LA Lakers sem tryggir honum 97,1 milljón dollara í eig- in vasa á samningstímanum. Það þýðir að James verður að samn- ingstímanum loknum búinn að þéna alls 532 milljónir dollara á löngum ferli sínum í NBA-deildinni. Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets, var sá leikmaður sem var búinn að þéna hæstu upphæð allra NBA-leikmanna í sögunni áður en James skrifaði undir nýja samninginn, sem þýðir að hann mun spila fyrir Lak- ers fram til ársins 2024.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.