Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022 19. ágúst 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 138.04 Sterlingspund 166.61 Kanadadalur 106.96 Dönsk króna 18.863 Norsk króna 14.254 Sænsk króna 13.284 Svissn. franki 144.85 Japanskt jen 1.0214 SDR 181.85 Evra 140.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.7744 « Hagnaður Eim- skips á öðrum árs- fjórðungi þessa árs nam um 24,9 millj- ónum evra, sem er um 3,5 milljarðar á núverandi gengi. Hagnaðurinn eykst um tæp 87% á milli ára. Tekjur félagsins námu um 283 milljónum evra og jukust um 34% á milli ára. Rekstrarkostnaður félagsins eykst þó einnig, eða um 31% á milli ára og nam um 238,4 milljónum evra á tímabilinu. Í uppgjörstilkynningu frá Eimskipi í gær kemur fram að hærri rekstrarkostnaður skýrist að mestu af kaupum á þjónustu flutningabirgja og hærra olíuverði. Þrátt fyrir þessar kostnaðarhækkanir batnaði afkoma félagsins umtalsvert á milli ára. Það skýrist af góðri nýtingu í siglingakerfi félagsins og mikilli eftir- spurn eftir flutningum, þá sérstaklega á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Vil- helm Már Þorsteinsson, forstjóri Eim- skips, segir í tilkynningu að innflutn- ingsmagn til Íslands sé enn mikið og að félagið geri ráð fyrir að útflutnings- magnið frá Íslandi taki við sér með haustinu. Þegar horft er til fyrstu sex mánaða ársins jukust tekjur félagsins um 34% á milli ára og námu 523 milljónum evra. Þá hefur hagnaður á fyrri helmingi árs- ins aukist um 119% á milli ára. Auknar tekjur og meiri hagnaður hjá Eimskip Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. STUTT BAKSVIÐ Baldur Arnarson Þóroddur Bjarnason Rúmt ár er liðið síðan veitingastað- urinn Flatey pizza opnaði útibú í mat- höllinni Mjólkurbúinu á Selfossi. Sig- urvin Ellert Jensson, rekstrarstjóri fyrirtækisins, segir viðskiptin í Mjólkurbúinu hafa glæðst í sumar. „Ferðamönnum fer fjölgandi og svo hafa heimamenn og sumar- bústaðafólk tekið við sér. Helgarnar eru mjög góðar en virku dagarnir eru misjafnir eins og í bænum,“ segir Sigurvin Ellert. Flatey er jafnframt með pítsustaði á Grandagarði og Hlemmi í Reykjavík og á Garðatorgi í Garðabæ. Biðröð eftir pítsum Þegar Morgunblaðið kom við í Mjólkurbúinu á Selfossi var biðröð við pítsustað Flateyjar. Þar var jafn- framt auglýst eftir pítsubakara og starfsfólki í afgreiðslu. Sigurvin Ellert segir aðspurður það hafa verið rétta ákvörðun að opna veitingastað í Mjólkurbúinu. Það sé enda meðal helstu áfanga- staða ferðamanna og heimamanna. Flatey sækir í hefðir frá Napólí í pítsugerðinni eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu. Áhersla er lögð á að sósan, deigið og osturinn séu upp á tíu, en notað er súrdeig í botn- inn. Einfaldleikinn ræður ríkjum Eins og Haukur Már Gestsson, einn stofnenda fyrirtækisins, lýsti í samtali við Morgunblaðið á sínum tíma þá ræður einfaldleikinn ríkjum þannig að annað álegg en tómatsósan er sparlega notað. Sagði hann að margarítan gæfi pítsum með áleggi þannig ekkert eftir. Opnuðu Neó á Hafnartorgi Flatey hefur einnig opnað pítsu- staðinn Neó í Hafnartorgi Gallery, nýrri mathöll á Hafnartorgi við Geirsgötu í Reykjavík. Þar eru alls ellefu veitingastaðir og verslanir til húsa. Sigurvin Ellert segir að á Neó verði seldar öðruvísi pítsur en Flatey bjóði upp á, eða svokallaðar New York-pítsur. „Þær eru með lengri bökunartíma. Deigið er öðruvísi sem gefur „sveittari“ og stökkari pítsu.“ Spurður um af hverju ákveðið var að fara af stað með nýja hugmynda- fræði í Hafnartorgi Gallery segir hann það hafa verið hugmynd eig- enda Flateyjar, að prófa nýja leið. Opna í Kringlunni í október Spurður um frekari vöxt félagsins segir Sigurvin Ellert að Flatey opni pítsustað í nýrri mathöll sem verið er að undirbúa í Kringlunni. „Það er stefnt að opnun í október.“ Tapaði á síðasta ári Reykjavík Napolí, félagið sem rek- ur Flatey, tapaði tæpri einni milljón króna á síðasta ári samanborið við 23 mkr. hagnað 2020. Tekjur félagsins árið 2021 voru 483 m.kr. en höfðu ver- ið 398 m.kr. árið á undan. Viðskiptin í Mjólkurbúinu glæddust í sumar Morgunblaðið/Baldur Arnarson Viðskipti Biðröð var við útibú Flateyjar á Selfossi þegar blaðamaður stakk þar inn nefi á dögunum. Flatbökur » Flatey sækir í pítsuhefðina sem kennd er við Napólí. » Súrdeig gert á staðnum og látið þroskast í sólarhring. » Pítsa bökuð við 500°C hita. » Eigendur eru Brynjar Guð- jónsson (23%), Haukur Már Gestsson (23%), JDD% ehf. (23%), SSJ13 ehf. (23%) og Herðubreið eignarhaldsfélag ehf. (8%) - Flatey á fjórum stöðum - Opna þann fimmta í október - Neó kominn af stað Hagnaður Kviku banka nam á fyrri helmingi ársins rúmum 1,7 milljörð- um króna, samanborið við um fimm milljarða króna á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir skatta nam tæpum 2,2 milljörðum króna og dregst sam- an um 2,5 milljarða á milli ára. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var um 430 milljónir króna. Bankinn hafði áður gert ráð fyrir hagnaði á bilinu 2,1–2,4 milljarða króna en í af- komuviðvörun, sem send var um miðjan júlí, kom fram að hann yrði töluvert minni. Í uppgjöri sem birt var í gær kem- ur fram að arðsemi eigin fjár fyrir skatta var 10% og eigið fé samstæð- unnar var um 79 milljarðar króna við lok tímabilsins. Hreinar fjárfest- ingatekjur voru neikvæðar um 91 milljón króna við „krefjandi aðstæð- ur á eignamörkuðum“ eins og það er orðað í uppgjörstilkynningu. Hrein- ar þóknanatekjur námu um 3,2 millj- örðum króna. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, segir í uppgjörstilkynningu að félagið skili jákvæðri afkomu á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Afkoma Kviku banka á fyrri helmingi er heilt yfir í takt við væntingar stjórnenda bankans og þeirra markaðsaðila sem Morgunblaðið hefur rætt við. Aðstæður á mörkuðum hafa áhrif á fjárfestingatekjur bankans. Kvika hefur þó uppfært afkomuspá sína á ný og gerir nú ráð fyrir því að heild- arhagnaður fyrir árið verði um 8,5 milljarðar króna og 9,8 milljarðar fyrir næstu fjóra ársfjórðunga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppgjör Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku. Hagnaður Kviku um 1,7 milljarðar - Afkoma í takt við væntingar og að- stæður á mörkuðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.