Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í gær voru kynntar „lausn- ir“ á leik- skólavandanum í Reykjavík, sem meirihluti Samfylk- ingarinnar mátti ekki heyra minnst á fyrir kosningar og vildi ekki játa að væri til eftir kosningar fyrr en margsviknir foreldrar mótmæltu í Ráðhúsinu. „Lausnirnar“ felast mikið til í Ævintýraborgum, sem er nýja nafn keisarans á því sem við hin köllum gámaskúra. Gangi allt eins og í lygasögu, sem þrátt fyrir allt er alls ekki víst, er þó engra nýrra leik- skólaplássa að vænta fyrr en seint í haust og afgangsins von- andi á næsta ári. Þau munu samt ekki hrökkva til þess að leysa að- steðjandi vanda og raunar mun ástandið að óbreyttu versna allt þetta kjörtímabil, því börnunum heldur áfram að fjölga. Leikskólamál í Reykjavík hafa verið í ólestri árum saman, þó öll þau ár hafi öðru verið lofað og alltaf víst rétt handan við hornið að öll börn komist að. Alveg þannig að börnum var jafnvel út- hlutað plássum korter í kosn- ingar í vor, plássum sem ekki voru til og borgaryfirvöldum var fullkunnugt um að yrðu ekki til. Það er með ólíkindum að þessi mál leysist aldrei. Enn frekar þó þegar horft er til þess að fé- lagshyggjuflokkarnir, sem myndað hafa borgarstjórn- armeirihluta undir forystu Dags í rúm tólf ár, hafa alla tíð haft dag- vistarmál í fyrirrúmi í sínum mál- flutningi. Í orði, en ekki á borði. Á það var bent fyrir kosningar að áætlanir Dags um leik- skólapláss stæðust enga skoðun eða mannfjöldaspár, en því var vísað á bug eins og staðreyndir skiptu engu. Kannski þær skipti Dag engu máli, en þær skipta máli fyrir börnin og foreldra þeirra. Börnin verða af þeirri umönnun og menntun, sem þeim hefur verið heitið, en fyrir for- eldra bætist vinnu- og tekjutap í boði borgarstjóra ofan á aðrar kjaraskerðingar barnafjöl- skyldna á dögum verðbólgu og vaxtahækkana. Ekki stafa vanefndirnar þó af fjárskorti, því borgarstjóri hefur hvað eftir annað fullvissað kjós- endur um tryggan fjárhag borg- arinnar. Eins og ætti raunar að blasa við af því að aldrei skortir fé til kaupa á heimsins dýrustu puntstráum eða pálmatrjám, milljarðana tíu til að borgin eign- ist eigið hugbúnaðarhús, að ekki sé minnst á tugmilljarðana, hið minnsta, sem nota á til þess að leysa umferðarvanda Reykjavík- ur með því að þrengja að umferð. En þegar aldrei gengur að leysa vandann, ár eftir ár og kjörtímabil eftir kjörtímabil, þá verður því ekki trúað að því valdi linnulaus mistök, óheppni og ytri aðstæður; enginn er slíkur hrak- fallabálkur. Stefna Dags öll þessi ár er greinilega sú að bjóða ekki næg leik- skólapláss, að við- halda skorti. Þetta er einstakt pólitískt ábyrgð- arleysi, sem best sést af því að þegar vandræðin kraumuðu upp á yf- irborðið brá borgarstjóri sér skyndilega í frí og einhver aum- ingja embættismaður endalaust látinn svara fyrir þetta pólitíska hneyksli. Framan af var borgarstjóra- lærlingurinn Einar Þorsteinsson jafnósýnilegur og borgarstjórinn í þessum vandræðum öllum en á þriðjudag birtist hann sem „stað- gengill borgarstjóra“ og sagði allra leiða leitað til að „vinna úr leikskólavandanum“. Í gær kom hinn ákaflega rýri og fánýti af- rakstur, sem felst aðallega í því að gera viðlagagáma varanlega og kynna gömul áform sem ný. En það sem kannski var merkilegast í orðum Einars var hvernig hann var kominn í þá skrýtnu aðstöðu að verja skort- stefnu Samfylkingarinnar í leik- skólamálum, gera hana að sinni, og bera í bætifláka fyrir stöðuna, sem hann og Framsóknarflokk- urinn báru þó ljóslega ekki ábyrgð á. Það gera þeir nú. Það eru ekki nema þrír mán- uðir frá borgarstjórnarkosn- ingum, þar sem Einar Þor- steinsson bauð sig fram beinlínis til þess að koma á breytingum í borgarstjórn. Þrátt fyrir að meirihluti Samfylkingarinnar væri felldur, aðrar kosningarnar í röð, tókst Degi að halda borg- arstjórastólnum með því að næla sér í varadekk Framsóknar, rétt eins og hann fann varadekk Við- reisnar fjórum árum áður. Þá meirihlutamyndun gagn- stætt augljósum vilja kjósenda, ekki síst kjósenda Framsóknar, gagnrýndu margir, sérstaklega þó í ljósi þess að engar kosn- ingaáherslur Framsóknar náðu fram að ganga í málefnasamningi meirihlutans aðrar en hálfur metnaður oddvitans. En það er átakanlegt að ekki líði nema tíu vikur frá myndun meirihlutans, þar til Einar er opinberlega kom- inn í nákvæmlega sömu með- virkni og Þórdís Lóa Þórhalls- dóttir á liðnu kjörtímabili, önnum kafinn við að verja fyrri meiri- hluta sem þau áttu ekki hlut að, afsaka fyrra klúður og kosn- ingasvik borgarstjórans, sem lætur ekki svo lítið að sýna sig, enda á hann sjálfsagt erfitt með að horfa í augu foreldra. „Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík,“ sagði Einar Þor- steinsson á kjördag í vor og bætti við að besta leið kjósenda til að ná fram breytingum í borg- arstjórn væri að kjósa Fram- sókn. Eina breytingin er sú að nú eru ævintýraborgarstjórarnir tveir. Oddviti Framsóknar er kominn í þá sér- kennilegu stöðu að verja skortstefnu Samfylkingar í leikskólamálum} Ævintýra- borgarstjórarnir S taðan á Landspítalanum hefur sjaldan ef nokkru sinni verið jafnslæm. Enda hefur Runólfur Pálsson forstjóri lýst því yfir að verði ekki brugðist við sem fyrst fari spítalinn í þrot. Stærsta áskorunin er að tryggja nægt starfs- fólk en þar skapast vítahringur enda hefur Landspítalinn ekki tök á því að taka við fleiri nemendum en hann gerir í dag. Þegar tækifærin eru takmörkuð bregst unga fólkið við með því að sækja sér menntun erlend- is. Sú þróun er ekki neikvæð nema fyrir þær sakir að stór hluti þess skilar sér ekki til baka. Um þriðjungur nýútskrifaðra íslenskra sérfræð- inga snýr ekki heim að námi loknu. Í raun er Ís- land langefst Norðurlanda í útflutningi á eigin ríkisborgurum. Það segir sína sögu og er áhyggjuefni, sérstaklega þegar þjóðin eldist hratt. Við vinnum ekki á mönnunarvandanum meðan ungt heilbrigðismenntað fólk sér hag sínum ekki best borgið með því að búa og starfa á Íslandi. Þetta er ein alvarlegasta birtingarmynd þess hversu illa stjórnvöld hafa ráðið við það að hugsa til lengri tíma. Þrátt fyrir að umsvif hins opinbera hafi aukist sem aldrei fyrr skilar það sér ekki í umbótum á vanda Landspítalans eða annarri bættri þjónustu við almenning. Langtímahugsun er á undanhaldi. Erfiðleikar Landspítalans í dag eru afleiðingar áratuga af röngum pólitískum ákvörðunum. Niðurskurði á fjár- framlögum, andstöðu við einkarekna heilbrigðisþjónustu og fáum tækifærum til rannsókna og þróunar á Landspítalanum. Spítalinn, sem eitt sinn var bestur háskólasjúkrahúsa á Norðurlöndum hvað viðkemur vísindum, hefur fallið niður í botnsæti. Í stað þess að gera Landspítalanum betur kleift að sinna hlutverki sínu sem há- skólasjúkrahús hefur þjónusta sem aðrir aðilar hafa sinnt, og gert það vel, verið í auknum mæli færð undir hatt Landspítalans, sem fyrir hefur verið sniðinn allt of þröngur stakkur. Nú eru framtíðarhorfur Landspítalans dimmar og fyrirsjáanlegt að það verði mun dýrara að bæta úr rekstrarvanda hans en ef brugðist hefði verið við tímanlega. Besti tíminn til þess að bregðast við vanda Landspítalans var fyrir áratug en næstbesti tíminn í dag – og þá vonandi á grundvelli raunverulegrar lang- tímahugsunar. Heimilin í landinu þurfa stöðugt að hafa hugann við framtíðina. Gera áætlanir varðandi húsnæðiskaup, mennt- un og störf, fjölskyldu, ferðalög, svo fátt eitt sé nefnt. Þess- ar áætlanir ganga vissulega ekki alltaf eftir og oft taka þær breytingum en það er falið í eðli skipulagningar til lengri tíma. Við gerum áætlanir og sjáum flest mikilvægi þess að horfa á heildarmyndina. Hvers vegna er þá lögmál hjá rík- isstjórn landsins að líta aldrei lengra en til örfárra ára í senn? Þessu þarf að breyta! Hanna Katrín Friðriksson Pistill Dýrkeypt skammsýni Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. hannakatrin@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is M örgum brá sjálfsagt í brún þegar greint var frá því að lögreglan hefði gert upptæka tæplega 100 kg sendingu af kókaíni, sem send var hingað til lands með löglegri vörusendingu. Magnið er allt annað en menn hafa átt að venj- ast í slíkum málum, en verðmætið vakti ekki síður athygli, því rætt var um að það stappaði nærri tveimur milljörðum króna. Nú er raunar rétt að taka öllum slíkum tölum með fyrirvara. Þannig eru áhöld um hvert götuverðið sé. Miðað við síðustu verðkönnun SÁÁ frá í júní kostar slagið af kókaíni 17.000 kr, svo upphæðin er nær 1,7 milljörðum króna samkvæmt því. Á móti kemur að verð á fíkniefnum getur verið ærið misjafnt, svo tveir milljarðar, jafnvel meira, eru ekki fjarstæðukenndir. Svo er annað mál hvaða sögu heildarvirði á götunni segir. Sam- band innflytjenda, heildsala og smá- sala er mismikið, en verðið snar- hækkar á leiðinni, jafnvel þótt milliliðirnir séu fáir. Heildsöluverð 100 kílóa af kókaíni í Kólumbíu eða Brasilíu getur þannig verið á bilinu 30-50 milljónir króna, en svo verður rækileg hækkun í hafi og heildsalar og smásalar fá svo sína magnaf- slætti eins og á hverjum öðrum markaði. Mikil markaðssókn Vel er þekkt, eins og m.a. hefur verið gerð grein fyrir í sjónvarps- þáttum á borð við Narcos, hvernig kókaín breiddist út um Bandaríkin á 8. áratugnum og þó það hafi verið vel þekkt í Evrópu um svipað leyti, þá hófst önnur markaðssókn þar upp úr aldamótum, þegar vaxtar- tækifæri á Bandaríkjamarkaði minnkuðu. Hér að ofan gefur að líta myndrit af kókaínverði á Íslandi, eins og SÁÁ hafa skráð það hjá sér frá aldamótum. Verðið á flestum vímu- gjöfum hefur ekki breytst mikið í krónum talið, en það hefur verðlag- ið hins vegar gert á þessum árum, svo hér að ofan er verðið birt á föstu verðlagi miðað við júní 2022. Sem sjá má geta verðsveiflurnar milli mánaða verið miklar, en þær hafa þó minnkað með árunum, sem kann að gefa til kynna aukið eða a.m.k. jafnara framboð á kókaíni. Það má og sjá hvernig verðið snar- lækkar í hruninu og nær nýju jafn- vægi til ársins 2018 þegar það snar- lækkar aftur. Það hækkar nokkuð í heimsfaraldrinum, enda aðfanga- keðjur í molum langt fram á 2021. Það er hins vegar langtímaverð- lækkunin, sem er athyglisverðust og endurspeglar að líkindum aukið framboð hér á landi, líkt og annars staðar á Vesturlöndum. Og það er engin smáræðislækkun, því kókaín- verðið er næstum helmingi lægra en í upphafi aldarinnar. Það segir sig sjálft að með því má ná til fleiri neysluhópa en þá tíðk- aðist og verðið alveg komið í afþreyingarflokk. Kunnugir segja enda að neyslu- venjurnar hafi breyst mikið á ár- unum upp úr hruni. Fólk hafi orðið ófeimnara en áður við að neyta slíkra efna þegar það gerði sér „glaðan dag“ og umburðarlyndi gagnvart því virðist hafa aukist í sumum hópum. Sömuleiðis hafi fé- lagsmiðlar og snjallsímar breytt söluumhverfinu, hægðarleikur sé að panta sér efni með þeim hætti, sem síðan sé skutlað til kaupandans ör- skömmu síðar. Aukið framboð á kókaíni á heims- vísu hafi án vafa lækkað verðið hér sem annars staðar og stækkað markaðinn. Þar eigi markaðs- lögmálin þó við sem annars staðar og innflutningurinn stýrist af eft- irspurn og hún sé orðin veruleg. Íslenskur kókaín- markaður í vexti Götuverðlag á grammi af kókaíni á Íslandi Reiknað á verðlagi í júlí 2022 Heimild: SÁÁ og Hagstofan 0 5 10 15 20 25 30 35 þúsund krónur ’22’21’20’19’18’17’16’15’14’13’12’11’10’09’08’07’06’05’04’03’02’01’00 32.490 kr. 17.000 kr. -48% Kókaín er algengasti örvandi vímugjafi heims, unnið úr lauf- um kókarunnans í Suður- Ameríku. Notkun þess er mest á Vesturlöndum og hefur aukist mikið undanfarna áratugi. Langmest af kókaíni á rætur að rekja til Kólumbíu, en Perú, Ekvador og Brasilía framleiða einnig umtalsvert magn. Kókaín flæðir aðallega sjó- leiðina til Evrópu, fyrst og fremst með hefðbundnum gámaskipum, þar sem efnin eru iðulega falin í annars löglegum gámum án vitneskju eig- endanna. Mest fer sjálfsagt um stórhafnir, á borð við Antwer- pen og Rotterdam, en Spánn er einnig vinsæll til umskipunar. Mest fer með gámaskipum KÓKAÍN Bóndi hugar að kókarunna sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.