Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022 Sumarsmellur Stiga Combi 748 S • Heimilissláttuvél með 140cc mótor • Notendavæn drifvél • Einstök vél Verð kr.125.000 m/vsk. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Stefnt er á að fram- kvæmdir við Fjarðar- heiðargöng hefjist seint á næsta ári. Umhverfis- mat og annar lokaund- irbúningur eru nálægt áætlun og útboð fyrir- hugað fyrir áramót. Löng, ströng og oft erf- ið barátta heimamanna allt frá árinu 1975 þeg- ar Smyril-Line hóf sigl- ingar á sumrin með bíla og ferðafólk frá Evrópu til Seyðisfjarðar og breið- ur stuðningur sveitarfélaga á Austur- landi (SSA) og stjórnvalda nú hin síð- ari ár eru að skila þessu stóra verk- efni loksins í höfn. Seyðisfjörður er í sveitarfélaginu Múlaþingi og sækir sína þjónustu mest yfir Fjarðarheið- ina í Egilsstaði. Stjórnvöld, í samvinnu við sveitar- félögin á Austurlandi, hafa forgangs- raðað og sett Fjarðarheiðargöng í forgang. Í framhaldinu er stefnan sett á 5,5 km göng til Mjóafjarðar, þaðan 6,2 km göng áfram í Fannardal í Fjarðabyggð. Þar með er lokið hringtengingu M-fjarðanna við Hér- aðið sem lengi hefur verið rætt um. Orðræðan um jarð- gangaframkvæmdir hér á landi hefur oft verið áköf og tilfinningarík. Sitt sýnist hverjum enda um stórverkefni að ræða sem kostar mikla fjármuni. Þau auka lífsgæði þeirra er fá að njóta, hafa því ver- ið eftirsótt og fast er sótt en færri fá en vilja. Eðlilegt er því að ýmsir hafi á þeim skoðanir. Stjórnvöld og sveitar- félög í landshlutunum hafa í sam- vinnu unnið að forgangsröðun þeirra. Óþolinmæði hefur gætt í umræð- unni og þung orð fallið. Fjölmiðlar sitja ekki hjá. Þrífast á stórum fyrir- sögnum með stríðsletri sem selur. Voru það ekki bændur á Suðurlandi sem fjölmenntu í hópreið til Alþingis og mótmæltu ritsímanum þegar hann kom í land á Seyðisfirði 1906? Hver man ekki umræðuna og skrifin um Hvalfjarðargöngin sem áttu að drekkja fjölda manns. Sérfræðingur einn sem fór mikinn sá sig knúinn til að flýja land! Héðinsfjarðargöngin, kölluð „ljóta kjördæmapotið“, fengu heldur betur sinn skammt. Neikvæð og oft hatrömm orðræða og skrif um „galin og arfavitlaus“ Vaðlaheiðar- göngin eru enn í fersku minni. Allar þessar framkvæmdir hafa sannað tilverurétt sinn og þjóna nú lands- mönnum vel. Nú þegar Fjarðarheiðargöngin eru komin í lokaundirbúning fyrir útboð heyrast efasemdir, úrtölur og fullyrð- ingar, m.a. um réttmæti þess að fara í slíka stórframkvæmd fyrir aðeins 650 íbúa! Færeyska leiðin svonefnda, gjaldtaka, sem er ein leið til skoðunar að hlutafjármögnun flýtifram- kvæmda í vegagerð á Íslandi, sögð fundin upp af ráðherra fyrir Fjarðar- heiðargöngin ein. Þau eiga svo að gleypa innkomu allra ganga næstu áratugi. Spurt hefur verið: Hvað með hinar sem nú eru lagðar af stað; s.s. Öxi, Hornafjarðarfljót, Ölfusárbrú, Sundabraut, borgarlínu o.fl.? Taka verður sérstaklega fram í allri þessari umræðu, m.a. haft eftir samgönguráðherra, að ekki er full- mótað eða frágengið hvernig gjald- töku verður háttað. Tími er til stefnu og vanda þarf til verka. Blönduð gjaldtaka, s.s. kílómetragjald á alla umferð á íslenskum vegum og göng- um, hljómar ekki illa í eyrum margra, t.d. nú við breytta eldsneytisnotkun bílaflotans. Eigum við ekki að bíða með stóru orðin þar til útfærslan ligg- ur fyrir? Heiðarvatnið á Fjarðarheiðinni, sem hefur verið þar stöðugt í aldir, rennur niður í göngin hefur verið haldið fram. Af hverju er það þá ekki löngu horfið ef bergið er svona lekt? Margra ára ítarlegar rannsóknir á gangaleiðinni sýna m.a. að þéttleika bergs í Fjarðarheiðargöngum svipar mjög til Fáskrúðs- og Norðfjarðar- ganga. Leki var ekki vandamál þar. Lengstu eða næstlengstu göng í heimi? Rétt er það að Fjarðarheiðar- göng verða lengstu veggöng á Ís- landi. Þau eru þó helmingi styttri en Lærdalsgöngin í Noregi, sem voru opnuð umferð fyrir 22 árum eða árið 2000, og litlu lengri en ný neðansjáv- argöng í Færeyjum til Sandeyjar. Þeir eru með í undirbúningi lengri neðansjávargöng (17-26 km) áfram til Suðureyjar. Lengd Fjarðaheiðar- ganga, 13,4 km, er ekki vandamál á því herrans ári 2023. Tækni og lausn- um fleygir fram í nútímagangagerð eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Svonefndar flýtiframkvæmdir líða fyrir það í umræðunni að ekki liggur fyrir hvernig gjaldtöku verður háttað til að mæta hluta framkvæmdakostn- aðar. Nú þarf nýja nálgun sem á að ná til allra þeirra sem njóta veganna okkar, þ.á m. jarðganga. Nýir skattar eru ekki vinsælir hjá þeim sem eiga að borga. Síst þeir sem hafa verið gjaldfrjálsir hingað til. En nú skal eitt yfir alla ganga sem njóta. Það hefur kallað fram hörð viðbrögð í nokkrum byggðarlögum á landsbyggðinni sem í dag búa við það lán að hafa fengið samgöngubætur sínar, jarðgöng, sem þjóðin borgaði 100%. Krafan er: Ásættanleg lausn svo allar þær bráðnauðsynlegu fram- kvæmdir í vegamálum sem bíða á Ís- landi öllu sjái dagsins ljós sem allra fyrst. Höldum áfram að sækja fram og styðja við þær sem víðast í okkar ágæta landi. Atvinnulífið, byggðirnar, börnin okkar og komandi kynslóðir þurfa sannarlega á þeim að halda. Fjarðarheiðargöng – umræðan – gjaldtakan Eftir Þorvald Jóhannsson »Krafan er: Ásætt- anleg lausn svo að þær bráðnauðsynlegu framkvæmdir í vega- málum sem bíða á Ís- landi öllu sjái dagsins ljós sem fyrst. Þorvaldur Jóhannsson Höfundur er eldri borgari, fv. bæjar- stjóri og framkvæmdastjóri SSA. brattahlid10@simnet.is Ef við lítum heim- spekilega á líkama okk- ar er hann kerfi sem nýtir orku. Orkan kem- ur utan frá í formi fæðu sem líkamskerfið hefur tök á að nýta sér til að halda uppi starfsemi kerfisins. Eins og hjá öðrum líffræðilegum kerfum er aðal- starfsemin vöxtur og endurnýjun kerfisins í nýjum kerfum sem byggist á umsetningu orku fæð- unnar á sama hátt. Okkur er kennt að fruman skipti öllu máli, frumukenn- ingin. Er lífverurnar tóku að nýta sér vaxandi súrefni í andrúmsloftinu til að nýta betur orku fæðunnar hófst þróun alls kyns lífvera en sameigin- legt þeim var öflun orku í formi fæðu. Eitt er sameiginlegt öllu lifandi með hjálp súrefnis við vinnslu orku úr fæðunni en það er öldrun og dauði að lokum. Enn er ekki allt vitað um hvatberana sem eru sérhæfðir í orku- vinnslu úr m.a. fitusýrum og glýseróli og virðast vera ríki í ríki frumunnar með eigið erfðaefni og endurnýjun en geti bara umbreytt ákveðnu magni orku áð- ur en eyðast sjálfir. Þetta sambýli er lífs- nauðsynlegt kerfi okkur og frumunum. Þá eru oft margir hvatberar í sömu frumu, allt eftir orkuþörf líffærisins. En það dul- arfyllsta er að hvatber- arnir eru ekki eilífir og virðast tímastilltir á líf- fræðilegan hátt. Það var svo Þjóðverjinn Roland Prinzinger sem reyndi að útskýra þetta með orku- og tíma- mælingu í líffræðilegum kerfum. Kenning hans er sú að hvatberarnir geti bara umsett ákveðið magn orku og það ráði hámarkslífslengd. Það sé því lífsklukkan, sem er innbyggð í erfðaefni hvatberanna, sem er e.t.v. leyndardómurinn. Kenning hans hef- ur verið staðfest með rannsóknum á fjölda dýrategunda og staðist reikn- ingslega og skýrir sumpart hvernig líkamskerfið virkar. Hvatberakenn- ingin er því ein merkilegasta tilraunin til að skýra líffræðilega notkun orku í flóknum kerfum sem oxa fæðuna með súrefni. Þetta segir líka að fæðan þurfi að vera heppileg með nægjan- legt magn allra efna svo allt gangi upp. Við getum því bara umsett ákveðið magn orku um ævina, sem er sú sama per massi okkar hvers og eins, og lifað hratt eða hægt (eytt föstum orkuskammti) og þá nálgast hámarkið 120 ár fyrir okkar tegund ef annað hindrar ekki. Upphaf kenn- ingarinnar var sú athugun Prinz- ingers að mismunandi gerðir og stærðir fuglseggja höfðu öll sömu orku á massaeiningu en mismunandi útungunartíma (líffræðileg tímamæl- ing „lífsklukkunnar“). Þessi orka líf- vera er líka fasti á massaeiningu og sá sami útreiknaður fyrir dýr og fugla, sem líka hafa mismunandi hámarks- lífslengd. Orkan og við Eftir Pálma Stefánsson Pálmi Stefánsson » Orkustöðvar frumn- annna, hvatberarnir, virðast hafa innbyggða lífsklukku og geta um- sett fæðuorku í ATP en sömu hámarksorku og líkamsmassa fá allir. Höfundur er efnaverkfræðingur. spalmi@simnet.is Ég hef áhyggjur. Ég er uggandi. Jafnvel er hægt að segja að mér sé um og ó. Hvað veld- ur? Jú, ég óttast að landið okkar sé ekki sjálfbært eins og fjár- málum þjóðarinnar er háttað. „En það er nóg til“ bylur á okkur í sí- fellu. Hvernig stendur þá á að svo víða virðist pottur brotinn í sam- eiginlegum verkefnum þjóðarinnar? Hvert sem litið er virðast innviðirnir brostnir. Samgöngur, heilbrigðis- og menntakerfi, löggæsla, neyðar- þjónusta, allt á hverfanda hveli ef marka má fréttir. Forgangsröðun brengluð. Hvernig má það vera, að þrátt fyrir að allir skattstofnar séu nýttir í botn, þá sé ástandið eins og raun ber vitni? Óráð Ég hef það á tilfinningunni að ástæðan sé veik eða gölluð beina- bygging kjörinna fulltrúa. Þeir hafa hvorki þrek né þor til að standa á móti botnlausum kröfum borgar- anna um þjónustu og/eða vildar- forgang til alls milli himins og jarðar. Ekki má heldur gleyma því að „kerf- ið“ og stofnanir þess virðast lifa sjálfstæðu lífi og fitna stöðugt eins og púkinn á fjósbitanum. Mér er til efs að nokk- ur maður hafi litið á bókhaldið áður en lýð- veldið var stofnað árið 1944. Að minnsta kosti má fullyrða að ráða- menn þeirra tíma hafi ekki séð fyrir sér hina stjarnfræðilegu út- gjaldaaukningu sem við verðum vitni að í dag, sem farin er að grafa undan fjárhagslegri vel- ferð borgaranna og sjálfstæði þjóð- arinnar. Þessi gríðarlega skattheimta svar- ar líka spurningunni: „Af hverju er allt svona dýrt á Íslandi?“ Háir skattar leiða til hærra verðlags vöru og þjónustu sem aftur leiðir til hærri launakrafna sem aftur leiða til ósam- keppnisfærni atvinnulífsins, atvinnu- leysis og þannig afkomubrests heim- ilanna. Þennan vítahring verður að rjúfa. Frumkvæði að þessum breyt- ingum er á valdi kjörinna fulltrúa, þetta er í raun embættisskylda þeirra. Er þinn þingmaður/ bæjarfulltrúi að sinna þessu? Bjargráð En hjálpin er ekki langt undan. Það má leggja ofureinfalda mæli- stiku á fjárlög Alþingis og sveitarfé- laga. Það má byrja á að einfaldlega flokka útgjöld hins opinbera, fyrst eftir notagildi í tvo flokka: A; hvað verðum við að hafa? B; hvað er huggulegt að hafa ef um afgang er að ræða? Síðan má takast á um for- gangsröð innan þessara tveggja meginflokka. Einbeitum okkur að því sem við verðum að hafa en sleppum hinu í bili. Samráð Hver er tilgangurinn með sameig- inlegum rekstri þjóðfélagsins? Það má færa rök fyrir því að heilbrigð- isþjónusta, greiðar samgöngur, örugg löggæsla og almenn menntun sé nokkuð sem við verðum að hafa. En veldur hver á heldur. Það er alls ekki sama hvernig úthlutuðum fjár- munum er varið. Mikilvægt er að ráðdeild sé viðhöfð og fé vel nýtt. Það er margsannað að samkeppni leiðir til betri nýtingar fjármuna og meiri árangurs í þjónustu. Samkeppni á þessum sviðum verður að auka mark- visst ef ekki á illa að fara. Er nóg til? Eftir Sverri Ragn- ars Arngrímsson Sverrir Ragnars Arngrímsson »Hvert sem litið er virðast innviðirnir brostnir. Höfundur er cand. oecon. Með sama hætti má færa rök fyrir því að allt of stórum hluta skatttekna ríkis og sveitarfélaga sé varið í hluti eða starfsemi sem, ja, er alveg hægt að vera án og/eða færa á hendur borgaranna. Allt of mikið af út- gjöldum opinberra aðila er falið á bak við stóra safnliði sem koma aldr- ei fyrir augu borgaranna sem eftir allt borga brúsann. Þess vegna er erfitt, ef ekki ómögulegt, fyrir al- menning að hafa skoðanir og al- mennt taka þátt í vitrænni umræðu um útgjöld hins opinbera. Kannski er það einmitt tilgangurinn! Þegar ég fæ skattseðilinn minn vil ég hafa hann sundurliðaðan niður í smæstu liði, eftir því hvert peningarnir mínir fara. Af mörgu er að taka: Það er til dæmis alveg galið að ríkið sé að halda úti sælkeraverslunum fyrir alkóhólista. Það er ekki hlutverk rík- isins að tryggja aðgengi að og/eða fjölbreytt úrval þessarar vöru. Áhugamenn um áfengi eru þess full- færir. Sama má segja um margs kon- ar aðra starfsemi hins opinbera og nægir þar að nefna fjölmiðlun, trú- félög, ýmiss konar umboðsmenn, sérhagsmunastofur og skemmtana- hald sem niðurgreitt er af skattfé okkar í beinni samkeppni við einka- aðila. Listinn er því miður of langur. Það er líka ósköp huggulegt að fylgj- ast með metnaðarfullum blóma- og jólaskreytingum sveitarfélagana. Er er þar brýn nauðsyn á ferð? Það er líka ósköp fallegt að styrkja kóra, hljómsveitir og listmálara. Er það í raun nauðsynlegt? Eiga þeir ekki að borga sem njóta? Á ríkiskrumlan alltaf að vera á iði í vasa mínum í nafni, oft misskilinnar, góð- mennsku? Nei, lækkum frekar skattana og skreytum, styðjum og starfrækjum sjálf. Holl ráð Það er lífsnauðsynlegt, eigi þjóðin að verða sjálfbær, að skila fjár- munum aftur til borgaranna í formi þess að opinberir aðilar afsali sér völdum hlutverkum og starfsemi. Þannig skapast svigrúm til skatta- lækkana og almennt meiri sam- keppni sem mun á endanum leiða til aukinnar almennrar velsældar. Heimilin þola ekki meiri skatt- heimtu, hvorki beina né óbeina. Það verður að lækka fastan kostnað hins opinbera svo skattgreiðendur geti staðið undir honum með góðri sam- visku og bros á vör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.